og lífið gengur sinn vanagang

með sinn svanasöng og andargarg þess á milli! Ég er búin að vera föst í einhverju raunveruleik aðeins of lengi og mér finnst kominn tími á smá draumóra, þeir virðast þó ekki koma til mín nema sé það í svefni og það er ekki eins gaman og þegar þeir sækja á mann í vöku!

Skipulagið eða óskipulagið er að rasa um ráð fram í lífinu og spontant er svo gott sem horfið úr orðaforða mínum. Öll hjálp vel þegin! Jafnvel þó ég eigi að erfitt með að bregðast við spontant hlutum því mér finnst þeir segja allt annað úr jafnvægi! En dragið mig bara áfram á spontant sleða og látið engu skipta þó nokkrar hæðir séu í leiðinni, ég hlýt að þola það eins og annað.

Síðan hvenær fóru unglingsstúlkur að líta út eins og þrítugar. Með endurtekinni bloggskoðun hef ég hallast meir og meir af því að æskan sé´algerlega úti og að líta út eins og meikdolla í hálfklæðnaði sér þá þeim mun meira inni. Dáldið sorgleg þróun, um að gera að njóta æskuljómans sem lengst, hvort sem það er ósamræmi í andliti (ég var t.d með stórt nef miðað við annað í andlitinu, er reyndar ennþá með stórt nef en það passar svona nærri inní andlitið), of langir leggir fyrir buxurnar eða hvað sem það er! Því lengur sem þú dregur það að troða útúrkemísku efni í andlitið því lengur nærðu að halda æskuljómanum! Dáldið þverstæðukennt hversu ungar stúlkur flýta sér að verða gamlar og svo loksins þegar þessar sömu stúlkur verða eldri fara þær að reyna að líta út fyrir að vera yngri með pumpuðum brjóstum og platínu hári

Ó mig auman og ég er með dökkt hár

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

váá hvað ég er sammála með þetta unga fólk (stelpur)!
mér líður alltaf eins og smákrakka liggur við, við hliðina á þessum píum... ég nota ekki einu sinni meik.. aldrei! en þær nota það dags daglega!

malla (IP-tala skráð) 21.3.2006 kl. 09:33

2 identicon

hrikalegt!

inam (IP-tala skráð) 21.3.2006 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband