11.3.2006 | 08:51
stafsetningavillur
Innsláttarvillur er eitt en stafsetningarvillur fara alveg rosalega í taugarnar á mér! Nú hef ég verið að dunda mér við að skoða hin og þessi blogg sem eru rituð því sem má kalla fullorðnu fólki. Og það úir og grúir af stafsetningavillu.....tvo k þegar á að vera eitt, y þar sem á að vera i og meira í þeim dúr. Hvernig er það, var ekki kennd stafsetning í grunnskólum! Ég man eftir stafsetningarupplestrunum og ég man líka að ég gerði allt sem í mínu valdi stóð að hafa það sem réttast. Þið gætuð hugsað með ykkur að þetta sé nú óþarfaröfl í mér, en ég get sagt ykkur að það stingur í augun að sjá stafsetningarvillur og ég tala nú ekki um þegar þær eru í blöðum landans.
Í framhaldinu af þessu; ég hefði kannski átt að fara í íslensku í háskólanum þar sem mér er svona umhugað um íslenskt mál og stafsetningu þess. En ímyndið ykkur hvað ég yrði mikil kvöl þá?
Átti ekki alveg nógu góða æfingu í gær andlega. Þyrmdi yfir mig og ég var í bókstaflegri kleinu. Hugsanlegar ástæður: Reifst við mömmu áður en ég fór, er búin að koma mér í svo mikið af dóti að ég sé ekki framá að geta komi neinu í verk; náði samt að redda einu í gær! Ég ætla því að nota tækifærið hérna á þessari upplýsingasíðu og biðja meðfimleikastúlkur afsökunar.
En eins og sagt er þá kemur dagur eftir þennan dag og um að gera að hysja upp um sig brók, spýta í lófana og taka á honum stóra sínum.
Að lokum skulum við reyna að forðast stafsetningarvillur.
Í framhaldinu af þessu; ég hefði kannski átt að fara í íslensku í háskólanum þar sem mér er svona umhugað um íslenskt mál og stafsetningu þess. En ímyndið ykkur hvað ég yrði mikil kvöl þá?
Átti ekki alveg nógu góða æfingu í gær andlega. Þyrmdi yfir mig og ég var í bókstaflegri kleinu. Hugsanlegar ástæður: Reifst við mömmu áður en ég fór, er búin að koma mér í svo mikið af dóti að ég sé ekki framá að geta komi neinu í verk; náði samt að redda einu í gær! Ég ætla því að nota tækifærið hérna á þessari upplýsingasíðu og biðja meðfimleikastúlkur afsökunar.
En eins og sagt er þá kemur dagur eftir þennan dag og um að gera að hysja upp um sig brók, spýta í lófana og taka á honum stóra sínum.
Að lokum skulum við reyna að forðast stafsetningarvillur.
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Facebook
Athugasemdir
Já ég er algjörlega sammála með stafsetningarvillurnar. Auðvitað eru samt til alls konar fyrirbæri sem koma í veg fyrir það að fólk geri sér grein fyrir villunum í þessum og þessum orðum, svo sem lesblinda. Svo það er kannski ekki alveg hægt að dæma alla þá sem skrifa stafsetningarvillur. En mér finnst nú samt einum of langt gengið þegar maður sér til dæmis persónufornafnið \"þeir\" skrifað \"þeYr\"!
En yfir í aðra sálma. Það kemur fyrir að maður eigi slæman dag, svo ekkert vera að afsaka neitt. Þetta var greinilega bara ekki þinn dagur litla. Þú veist samt að þú átt marga góða að, þegar allt gengur á afturfótunum!
Sara Rut (IP-tala skráð) 11.3.2006 kl. 15:14
nákvæmlega litla snót! ótrúlega gott að vita að maður eigi ykkur stelpurnar að!
inam (IP-tala skráð) 11.3.2006 kl. 16:03
Lesblinda er ekki afsökun þegar kemur að fréttablöðum og öðru úgefnu skriflegu efni, til þess eru prófarkalesarar!!
Og snúllan mín, everything s gonna be alright, það er alltaf þannig að þegar maður heldur að maður sé kominn in over your head þá allt í einu finnur maður leið til að redda öllu!
Ragnhildur (IP-tala skráð) 12.3.2006 kl. 17:17
óváá hvað ég er sammála með stafsetningarvillur!! ég er versti stafsetningarnördinn! sé villur alls staðar og þoli það ekki... svo nennir maður heldur ekki að vera leiðilega gellan sem er alltaf að leiðrétta!
en það er satt.. málvillur í útgefnu efni eru ófyrirgefanlegar! er ekki til e-ð sem heitir prófarkarlestur..?
en já elskan það eiga allir sína slæmu og góðu daga! og sem betur fer eru þeir slæmu mun verri! :)
takk fyrir stuðið í gær.. omg hvað tíminn leið fáránlega hægt.. hehe
sjáumst í kvöld!
ok þetta er laaaangt komment (og vonandi engar villur ;) )
malla (IP-tala skráð) 13.3.2006 kl. 09:18
hahaha ég gerði villu í þessu kommenti!! VERRI átti auðvitað að vera færri!
skamm malla! skamm!!
malla (IP-tala skráð) 21.3.2006 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning