1.3.2006 | 23:35
eitthvað í loftinu
Þrjú ungmenni látin í bílslysum síðastliðnar tvær vikur! Öll í blóma lífsins sem var svo hrifsaf af þeim í ham augnabliksins! Votta öllum aðstandendum samúð og sendi þeim hughreystandi kveðjur.
Hans Orri datt af baki á laugardaginn og þurfti að leggjast undir hnífinn í kjölfarið. Furðulegt þar sem hann lak eiginlega af baki frekar en að hendast en þrátt fyrir smooth lendingu flísaðist uppúr beini í hnéi og hann þurfti að gjöra svo vel að fara í aðgerð. Drullusvekkjandi í allastaði, I've lost my riding and dancepartner.....en ekki lengi því hann verður back on his feet and shakin' that ass áður en við vitum af. Svo datt mútta af baki í gær, eyðilagði hjálminn sinn og steinrotaðist. Sem betur fer fór betur en á horfðist og hún var dáldið vönkuð eftir byltuna og er með afskaplegan hálsrýg og stirðleik í kropp! Og svona talandi um mömmu, þá varð hún einmitt fimmtug í gær.....ég held að þetta hafi verið með ráðum gert að detta af baki og geta þar með borið fyrir sig minnisleysi um fimmtugsafmælisdaginn!
Annars er olnbogabarnið orðið nokkuð gott og fyrrnefndur titill verður brátt rangnefni! Sem er gott og blessað og lundin hefur lést allnokkuð!
Planið er að fara að leggja aftur augun eftir amstur dagsins og kannski reyna svo að læra eitthvað á morgunn svona til tilbreytingar! Ég hef lúmskan grun að ég sé að klúðra þessum skólamálum eitthvað! Verð að hysja upp um mig brækurnar og þrauka út önnina sem annars er nánast á enda!
Until later
Hans Orri datt af baki á laugardaginn og þurfti að leggjast undir hnífinn í kjölfarið. Furðulegt þar sem hann lak eiginlega af baki frekar en að hendast en þrátt fyrir smooth lendingu flísaðist uppúr beini í hnéi og hann þurfti að gjöra svo vel að fara í aðgerð. Drullusvekkjandi í allastaði, I've lost my riding and dancepartner.....en ekki lengi því hann verður back on his feet and shakin' that ass áður en við vitum af. Svo datt mútta af baki í gær, eyðilagði hjálminn sinn og steinrotaðist. Sem betur fer fór betur en á horfðist og hún var dáldið vönkuð eftir byltuna og er með afskaplegan hálsrýg og stirðleik í kropp! Og svona talandi um mömmu, þá varð hún einmitt fimmtug í gær.....ég held að þetta hafi verið með ráðum gert að detta af baki og geta þar með borið fyrir sig minnisleysi um fimmtugsafmælisdaginn!
Annars er olnbogabarnið orðið nokkuð gott og fyrrnefndur titill verður brátt rangnefni! Sem er gott og blessað og lundin hefur lést allnokkuð!
Planið er að fara að leggja aftur augun eftir amstur dagsins og kannski reyna svo að læra eitthvað á morgunn svona til tilbreytingar! Ég hef lúmskan grun að ég sé að klúðra þessum skólamálum eitthvað! Verð að hysja upp um mig brækurnar og þrauka út önnina sem annars er nánast á enda!
Until later
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning