20.7.2008 | 19:42
Fríkeypis
Ég hata hata hata af öllu hjarta þessa "skítt með kerfið" auglýsingu vodafone. Hún fer það svaðalega í taugarnar á mér að ég íhuga alltaf að skipta yfir í annað símafyrirtæki þegar hún birtist á skjánum.
Gott partý hjá brósa bró í gær. Bjórdæla með meiru og gott fólk. Mér tókst að sjálfsögðu að misstíga mig þegar við vorum að labba niður í bæ, týpiskt og pirrandi. En eftir vodka í vatn þá var ég hætt að spá í því (paying the price í dag). Fórum á Boston (allt í lag staður...veit ekki alveg), Kaffibarinn þar sem var pakkað eins og fyrri daginn, en það er alltaf hressandi að fara þangað og hitta fólk sem maður hefur ekki séð lengi og síðast fórum við á Qbar og þar er alltaf stuuð.
Talaði við myndarlegan mann og týndi honum svo og get ómögulega munað hvað hann heitir. Sem er alveg týpískt; ég kinka ört kolli en nafnið fer yfirleitt ofan garðs og neðan. En hann á stóran hund og á hesta og heitir........man ekki!
Elska Top gear. Ætla að hætta að skrifa og einbeita mér að þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.