24.11.2006 | 12:30
Nýr fjölskyldumeðlimur
æææææææææj....hann er svo mikið krútt og svo mikið örverpi! Alltof mjór og með sár á bringunni, þetta er enginn annar en (tudududu) Lampi, nýi Dísarfuglinn minn! Hann er voðabeib, gulur með svarta vængi og ó svo fínaR appelsínugular kinnar, svo slokknar á honum þegar hann fer að sofa. Hann var skírður í dag og fékk þetta líka fína nafn og hefur verið á vörum allra "Lampi þetta og Lampi hitt". Ég er nú reyndar alger nýgræðingur þegar kemur að fuglum og hefur yfirleitt fundist þeir scary frekar en nokkuð annað, en Lampi hefur fært mér nýja sýn á fugla og þeir eru ágætir.
Verður spennandi að sjá hvort hann lifi af hjá mér eða hreinlega deyi úr stressi, skömm, leiðindum eða eitthvað annað sem fuglar geta dáið úr.
Ég set mynd af honum við tækifæri
Athugasemdir
Ég vil mynd núna, lampi er eitthvað sem ég verð að sjá.
kv, Sólveig
Sólveig (IP-tala skráð) 24.11.2006 kl. 18:33
æ litla skinnið, já koddu með mynd!!
ragnhildur (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 15:20
Manstu þegar við ætluðum að kaupa okkur páfagauk inam? En komumst svo að því að sú tegund sem við vildum var ekki til á Íslandi eða kostaði 100 þúsund eða eitthvað? Það er gott að þú heldur áfram þrátt fyrir sorgina yfir fuglinum sem aldrei varð. Ég er ekki enn komin svo langt. Fékk mér reyndar skuldabréf í staðinn en það gerir ekki neitt nema kíkja í heimsókn einu sinni í mánuði og heimta pening...Hvað ertu annars að sækja um ef maður (ég meina kona) má vera forvitin? Stöðu forsætisráðherra eða ritstjóra fréttablaðsins? Annars er ég líka með magasár. Kann ekkert að taka því rólega. Núna byrjar prófalestur og ég á eftir að skreyta, baka ólívubollur og kurltoppa með konunni og piparkökur með barninu. Svo eru það litlu jól og jólaball í leikskólanum og svo á litli apakötturinn afmæli 18 des. Ég bruna í próf og bruna heim að baka kökur og búa til túnfiskssalat. Reyndar búin að kaupa allar jólagjafirnar. En þetta er allt of mikið!!! Langar í sígarettu. En ég er með veirusýkingu og ef ég reyki fæ ég lungnabólgu. Eins og konan mín. Hef ekki tíma fyrir lungnabólgu. Ég þarf að fara á pósthúsið og senda pakka til pabba. Vantar hvítvínsglas...
Díana Rós (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 10:09
ég skal kaupa handa þér hvítvínsglas Díana mín. Þú færð blæðandi magasár með áframhaldandi stressi! Hvítvínsglas handa þér væna mín, annars er voðinn vís!
inam (IP-tala skráð) 29.11.2006 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.