24.7.2008 | 17:55
Draumur
Furðulegasti draumur:
Ég var bomm (það er ekki kannski ekki furða að manni dreymi það í ljósi þess að önnur hver stúlka er ólétt og maður rekst í bumbur hvar sem er). Ég var í mat í vinnunni og af einhverjum ástæðum var ég á línuskautum (ég kann ekki á línuskauta, kann ekki að stoppa) og ég var í tómu tjóni því ég gat ekki stoppað og var alltaf að detta á rassinn eða grípa í ljósastaura. Svo þurfti ég að fara upp ótrúlega bratta brekku og var alltaf að hafa áhyggjur af tímanum því ég átti bara klukkutíma í mat og þurfti að komast upp brekkuna og snúa svo við á einhverjum punkti til að komast til baka í tæka tíð. Ástæðan fyrir því að ég var á línuskautum var sú að mig langaði að halda mér í formi þrátt fyrir bumbuna.
Svo hitti ég Írisi sem ljómaði af hamingju yfir þessari nýkomnu bumbu ólíkt mér. Hún spurði hvursu langt ég væri gengin og það var fyrsta panikkið því ég var ekki viss, svo giskaði ég á ca. 4 mánuði. Panikk tvö var hvort ég næði ekki að klára prófin áður en beibíið kæmi, ég komst að því að það var von á því í lok desember þannig ég átti góðan möguleika á að klára prófin áður en beibí kæmi. Á meðan á þessum vangaveltum stóð var ég ennþá að stressast yfir því að komast ekki í vinnuna á réttum tíma. Panikk tvö var þegar ég var að halda á einhverju annarra manna barni og ég var alltaf við það að missa það því ég þurfti líka að fóta mig á línuskautunum. Þar með fór ég að gráta því ég var ekki viss um að mig langaði til þess að verða mamma og ég gæti ekkert í því gert og þar sem ég gæti ekkert í því gert þá yrði ég ömurlega mamma og ég hata að vera ömurleg í einhverju.
Maaan, hvað ég var þreytt þegar ég vaknaði. Það er ekki að fara að gerast að ég sé að fara að verða ólétt í bráð. Ef það er þreytandi í draumi þá má það vera helmingi meira í lifandi lífi.
Er einhver sem getur ráðið þennan draum? Bannað að bullshitta!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.