30.11.2006 | 19:56
vandræði að finna gjöf handa mér?
örvæntu ekki stundinni lengur! Ég var að lesa gjafalista skv. stjörnumerkjum í Blaðinu (sem kemur svo snemma að þú getur lesið það í svefni). Þannig er það nú að ég er bogamaður og skv. Blaðinu þá er HÓPFERÐ TIL HAVAÍ, tilvalin gjöf handa mér því ég hef aldrei komið þangað. Fyrir þá bogamenn sem hafa komið til Havaí, þá var bók málið. En ekki í mínu tilfelli......þannig ég mæli með að þið eyðið engum pening í gjafir fyrir fjölskyldu (þið gefið þeim ást daglega) og eyðið honum þess í stað í Hópferð til Havaí fyrir mig og þar af leiðandi fyrir ykkur líka.
Ég þarf líka á hvíld að halda í sól með bloody mary. Kötturinn, Sigurjón var að missa vitið og ég held það sé mér að kenna. Hann hljóp á borðið, upp á píanóið, upp stigann og nú heyri ég hann hlaupa um uppi! ji, minn!
Athugasemdir
ég vil samt benda á hversu vandræðalegt það verður þegar þú færð margar ferðir til hawaii. við aðstandendur þínir ættum kannski að ræða saman og ákveða hver fær að gefa þér ferðina.
hans (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.