17.4.2006 | 20:33
nei, nú er mér allri lokið
Þá er það komið á hreint; msn gerir uppá milli fólks og ég á ekki hátt uppá pallborðið hjá þeim! Hvenær sem er dagsins ákveða þeir að rjúfa tengin og þar með samtölum milli mín og fólks, alveg án þess að blikna! Og nú hef ég fengið mig fullsadda af þessari framkomu.....og hvað á ég að gera? Senda þeim mail; og hvað ætti ég svo sem að segja. Ég hef ekkert vit á því sem er að gerast og því þá síður fer ég að reyna að koma því orð. Þannig ég sit ein með tárvot augun fyrir framan tölvuskjáin þar sem í gríð og erg birtast eftirfarandi skilaboð: "The following message could not be delivered" og svo heyrist bara eitthvað bing útí loftið sem eru skilaboð til mín að tengingu minni við hið stórsniðuga msn hafi rofnað.....þar með er msn-ferli mínum lokið það kvöld!
Nú hef ég komið þessu af mér og yfir á ykkur og ég þarf alveg á áfallahjálp að halda sökum þessa eineltis sem ég verð fyrir af höndum msn-kallana. Vinsamlegast setjið vorkunnarorð í athugasemdir!
Athugasemdir
Þú ættir að senda þeim meil "líður þér vel þegar öðrum líður illa?!" og með þarna símanúmer hjá rauðakross línunni gegn einelti á vinnustað...man enginn eftir þessum auglýsingum, voru alltaf í strætó, svona mynd af miðaldra konu skælandi...hrikalegt...
ragnhildur (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.