Sunnudagur

Það er svo fínt að vera óþunnur á sunnudegi. Spurning um að gera það oftar. Í gær var ákveðin serímónía fyrir nýnema í Búdapest. Vesalings börnin þurftu að fara á milli staða og leysa þrautir og drekka ótæpilegt magn af áfengi. Við sátum á einni stöðinni (aðeins of lengi fyrir minn smekk) og tókum á móti krökkunum. Síðasti hópurinn var svo skítölvaður að þeim tókst varla að leysa eitt verkefni. Að sjálfsögðu var svo eftirpartý og á tímabili var planið að fara þangað en heilinn og líkaminn neituðu af öllu valdi þannig það endaði svo að ég og Frida fórum McCafé og keyptum einhver ósköp af kökum sem við átum á meðan við horfðum á Kill Bill.....og í dag er ég hress fyrir utan hálsríginn.

Annars er skólinn að byrja á fullu núna. Læra og læra og taka nett stress inná milli og læra svo aðeins meira. Svo auðvitað capoeira og reyna að æfa fyrir hálfmaraþon. Mig langar að hlaupa hálfmaraþon og er að reyna að æfa fyrir það. Sjáum til hvernig það á allt saman eftir að ganga. En það var ó svo fínt að koma aftur á æfingar með hópnum okkar. Verðum að æfa stíft fyrir workshop sem verður í nóvember og kick some serious ass þegar að því kemur. 

Á morgunn er ég að fara að skoða ofur fína íbúð til leigu. Hún er ekki það ódýrasta sem hægt er að finna eeeen....það er ekkert auðvelt að finna íbúð til leigu til skemmri tíma á skid og ingenting. Og þessi íbúð er óóó svo fín og glæný og rétt hjá Fridu. Ekki það að það sé slæmt að búa hjá Fridu en þar sem maður veit aldrei hvursu langan tíma það tekur að kaupa íbúð þá er vænlegra að finna sér heimili á meðan; enda þarf ég samastað til að taka á móti ÖLLUM gestunum sem ætla að koma í heimsókn til mín (þeir taki þetta til sem eiga að gera það). 

Anydandy....hugsa að ég haldi áfram að læra svona hress eins og ég er. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið er ég feginn að þú ákvaðst að halda áfram að flytja okkur sögur af bralli í búdapest. með búda í annari og pestó í hinni.

ps. tek þetta til mín.

hans (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband