oóóó nó!

Ég er svo þreytt! Ég get ekki lesið anatómíu þegar ég er svona þreytt.  Ég svaf eitthvað voðalega illa í nótt og svitnaði eins og enginn væri morgundagurinn (vona að það sé ekki menópása). Svo held ég að tólf tímar milli tveggja æfinga sé kannski ekki nógu langur tími, var á æfingu í gærkvöldi og svo hjóluðum við Frida útá eyjuna, skokkuðum hringinn og hjóluðum heim and now i'm tired! Ég er ó svo fegin að Frida skildi drepa hugmyndina mína um að skokka tvo hringi og heldur hjóla þangað og til baka.  En næst verða það tveir hringir og ekkert moð....ég verð að ná mér í þol og meira.

 

Gleðifréttir eru að hjólið mitt er komið í lag, nú þarf ég bara að kaupa sprey til að spreyja það...mig langar svo í bleikt hjól. En það virkar eins og það sé glænýtt þó ég hafi fengið það á tæpar 10.000! Brilljant!

 Hugsa að ég leggi mig aðeins! Annars sofna ég oní hundshræ í verklegri anatómíu og ég var í sturtu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...stelpa á bleiku reiðhjóli ... það getur ekki verið - þetta er inam!

Er að reyna að sjá þetta fyrir mér :) 

Ps. ég er ennþá svekkt yfir að þú ætlir ekki að koma á EM 

Anna (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband