23.9.2008 | 22:01
Punktar
Ég get ekki skrifað samhangandi texta núna þannig ég læt það duga að skrifa nokkra punkta.
- Skólinn byrjaður fyrir alvöru, vá hvað það tekur langann tíma að koma sér í gírinn.
- Á morgunn fæ ég íbúðina sem er ó svo fín, ef einhver vill koma í heimsókn er sá hinn sami velkomin svo lengi sem það er einhver sem ég þekki.
- Fullu að æfa capoeira....hressandi fyrir utan einkennilega meiðsli undir fætinum. Veit ekki hvurn fjandann gerðist en bara að labba er vont (heppin ég að eiga hjól)
- Erum að spá í hvort við eigum að skella okkar til Serbíu næstu helgi. Eina sem er að stoppa okkur er að lestarschedulið er eitthvað hálf asnalegt þannig þetta er enn á umræðustigi.
- Ég elska wikipedia
- Ég hata að ganga frá ryksugum og þvo upp hnífapör
- Ég sakna að dansa í hópi fjórmenningacrewsins.
- Ég öfunda ykkur ekki af rigningunni
- Ég er að reyna að gera það upp við mig hvort mig langi í kærasta eða ekki....Er það ekki bara einhver bóla sem springur?
- Nýja Beverly hills og gossip girl eru tilvaldir þættir til að horfa áður en maður fer að sofa.....
- Getur einhver sagt mér hvernig maður dánlódar á PC
Oki....þetta blog fór bara í einhverja vitleysu. Næst lofa ég að skrifa eitthvað sem hægt er að skemmta sér yfir....lofa!
Athugasemdir
Hefurðu farið til Serbíu? Ég hef verið í Belgrad og það var svakalegt. Ólíkt restinni af Austur-Evrópu (því sem ég sá).
Hættu þessu kærastakjaftæði. Já, já, já, það er einhver bóla sem springur.
dr (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 08:12
það er samt ágætt að eiga kærasta yfir jól....svona upp á gjafirnar.
hans (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.