24.10.2008 | 17:33
Flöskudagskvöld
Kötturinn hættir ekki að mjálma og ofaná allt saman stal dýrið strokleðrinu mínu og ég finn það ekki!
Ásgeir er enn á lífi og fékk að halda nafninu sem ég gaf honum, ég er reyndar ekki viss um að hann sé kallaður Geiri blús um helgar eins og ég og hann komumst að niðurstöðu um en hann hélt nafninu Ásgeir sem er glæsilegt þar sem þetta nafn passar betur við hann en nokkurn Ásgeir sem ég hef nokkurn tímann hitt. Spurning hvort Árelíus hafi fengið að halda lífi eða hvort hann sé kominn á vit feðra sinna!
Sé ekki ástæðu til að blogga þegar enginn les það og ef vera skildi að einhver læsi það, þá er hér að neðan klikkable "linkur" sem færir þig inná stað þar sem auður dálkur er. Þetta er comment dálkurinn, það eina sem þarf að gera til að commenta er að framkvæma smá grunnskólareikning og ýta svo á senda eftir að comment hafa verið skrifuð.
Ég ætla að snúa mér aftur að lífeðlisfræðinni sem ætlar mig lifandi að éta. Ég aftur á móti var að eta maís með túnfisk, chilli og salti. Þetta er auðveldasti matur í heimi og afskaplega bragpgóður. Epli, túnfiskur og chilli er líka svakalega gott nema það fer smá tími í að skera eplið niður í bita. Annað sem er afskaplega gott snakk er epli skorið til helminga með sinnepi!
Þar hafið þið það, blogg og þrjár uppskriftir! Njótið vel, ég ætla að lesa allt um electrocardiography og ef þið hafið áhuga þá má vel vera að ég haldi skemmtilega sögustund um nákvæmlega þetta þegar ég kem heim um jólin. Ég ætla þó að biðja yfirmenn mína að vera ekki með einhverjar yfirherslur um þetta mál því ég veit jafnvel og þær að þær skilja þetta til fulls og þurfa engar frekari skýringar!
Yfir og út!
Athugasemdir
Inam Inam, hélt þú læsir feisbúkkið hennar Ó.Williams-tennisstjörnu með meiru. Hún hefur þegar haldið útsölu á skrifstofuvörum a.k.a strokleðri sem hún komst yfir á mjög ódýran hátt-stal því úr kattagörn. Ætlar þú að útvega henni fleiri strokleður??
Lísa (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 21:40
ég gæti hugsanlega komist yfir einhvern gæðastrokleður á götuverði...og ef tíðin er góð þá er alveg möguleiki að ég komist yfir yddara...en ekki láta það fara lengra!
Hvaða tennisveiki er þetta annars að ganga þarna?
inam (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 22:44
ég myndi seint kalla epli með sinnepi uppskrift...
hans (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:25
Kannski kommenta ég aldrei af því að ég er svo móðguð yfir því að fá aldrei að hitta þig þegar þú kemur til landsins.
Saknaru ekki kotasælu? Manstu ekki að eilífu að ég kynnti þig fyrir henni?
dr (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 22:54
Kotasæla er best i heimi og eg er ter ævinlega takklatt fyrir ad hafa strippad mig af fordomum gegn kotasælu. En herna i buddo fær madur ekki goda kotasælu og i englandi ekki eins og goda og heima! OG kotasæla med epli er lika rosa gott!
Hans orri kristjansson: epli med sinnepi er sko vist uppskrift!
inam (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.