29.10.2008 | 21:27
Hiksti
Aaa...man! Ég er með svo mikinn hiksta gott ef ég er ekki við að hiksta af mér hálsinn...djók ekki hægt að segja svona.
Fór megasmega fínt út að borða í gær í tilefni af afmælinu hennar Fridu (ólíkt mér er hún ennþá young og beautiful). Við fórum á sushi stað og fengum okkar svona "all you can eat" og að sjálfsögðu skoluðum við því niður með hvítvíni, en ekki hvað. Eftir það töltum við af stað allar í obboslega fínum fötum, Frida í silkikjól, annie í glæstum buxum og enn glæstari topp og ég í brand new samfesting eins og hollívúdd stjarna! En í ljósi þess að það var þriðjudagur þá var ekkert voðalega mikið af fólki þannig það sáu okkur ekki eins margir og ég hefði viljað (athyglissjúk?). Við enduðum á okkar venjulega stað þar sem við sátum með írskum krökkum og díses píses...þetta fólk drekkur meira en góðu hófu gegnir.
Í dag var ég ekki alveg eins hress og í gær og þegar síminn hringdi á mig að vakna var ég nærri búin að brenna hann, í staðinn slökkti ég bara og svaf. Fór svo til Fridu eftir að hafa komist til meðvitundar og át glæsilega köku. Og komst að því að ég náði prófinu sem ég var í á mánudaginn og var yfir meðaleinkunn en hefði þó gjarnan viljað fá hærra, það er planið fyrir næsta próf! Þannig ég ætla að fagna því í kvöld....not! Algerlega að leggjast upp í rúm og horfa á Beverly hills!
Luv my life in Budapest!
Athugasemdir
Nýju eða gömlu Beverly?
Örlygur Axelsson, 31.10.2008 kl. 14:18
Nýju maður! Miklu fallegra fólk
inam (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.