6.11.2008 | 23:12
Kreppa
Ég kann ekki að meta þessa kreppu. Ég er ekki ennþá búin að fá lánin inná reikninginn minn og millifærslan var gerð fyrir viku. Ég mun þar af leiðandi lifa á brauði og vatni næstu daga...sem er ekki svo slæmt þar sem ég hafði hugsað mér að ná smá sixpackvörn af fyrir workshopið sem er eftir ca. þrjár vikur. Hver veit nema að það muni glitta í sixpack (og þó, ólíklegt).
Fékk panikkattak í gær, það er ekki góð tilfinning. Ég var eins og lygi eftir of marga kaffi, skalf óheyrilega mikið, tók andkafir í gríð og erg og vökvaði aðeins gólfið. Nenni ekki að útlista ástæðurnar sem lágu að baki þessu panikkattaki en það gekk yfir og ég þurfti ekkert að anda í poka eða nokkuð.
Á tvo verklega tíma eftir í biochem og í hverjum tíma þá er stutt munnlegt próf í byrjun og í lokin. Ég hef nælt mér í fullt hús stiga fram að þessu og hef hugsað mér að gera það áfram. Þarf svo bara að rokka midtermið og þá get ég aðeins sett þetta fag á hilluna þangað ti eftir jól. Annars þarf ég bara að setja hausinn oní bækurnar og ekki fá panikkattak og læra það sem ég þarf að læra. Og ég ætti kannski líka að læra að vera ánægð með einkunnirnar mínar þó þær séu ekki það hæsta sem er gefið. Ég meina það er allt í lagi að gera kröfur til sjálfs síns en ég hef grun um að stundum geri ég aðeins, pínulítið of miklar kröfur til mín og þegar ég svo ekki stenst þær verð ég fyrir agalegum vonbrigðum.
Set þetta á listann yfir "Things to do". Á þeim lista setti ég fyrir ári síðan að læra á snjóbretti, ég er búin að stroka það út. Ég hef ekkert svo gaman að snjó eða kulda. Brimbretti setti ég líka á listann og ætla að halda því aðeins lengur þó svo að ég sé skíthrædd við sjóinn (ég sem syndi eins og hafmeya eða Phelps). Það er fullt á þessum lista...ég ætti kannski að skrifa það niður og hengja uppá vegg. Held ég geri það, jamms!
Farin að horfa á bíómynd, fattaði áðan þegar ég settist niður að læra að ég er óskaplega þreytt, enda búið að vera bissí dagur. Læra, verklegur biochem og brjáluð æfing! I deserve it og djö væri ég til í að eiga chips!
Athugasemdir
Heldurðu að þú gerir kannski aðeins of miklar kröfur til þín? Ha, ha, ha. Ég hef alltaf vitað að ef eitthvað á eftir að fara með okkur tvær þá eru það við sjálfr og þær kröfur sem við gerum til okkar.
Leiðinlegt með kvíðakastið. Fæ líka stundum svona ...
Knús á þig, dr
dr (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 12:18
Allt í lagi hristast aðeins annað veifið. Bara ekki of mikið.
Hlakka til að fá þig on the klake og dansa á stofugólfinu.
lygi (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.