Kalt kalt

Ó, nei! Það er kominn vetur og það er svo kalt og mér verður svo kalt á nefinu og ég sef í buxum og peysu (ég geri það reyndar heima líka) en það er aðallega því ég hata að fara fram úr rúminu og vera kalt. Og málið er þetta að mér er illa við að skilija hitann eftir á á nóttunni þar sem það er gas og ég kann alls ekki við það að skilja það eftir í gangi meðan ég sef.  Það er kannski þessvegna sem ég sef í buxum og peysu!

Bakaði marengstoppa í dag eða hvað sem það heitir, át of mikið af þeim eftir að þeir komu úr ofninum, fékk ógeð og var nærri búin að henda afgangnum, sá að mér og hef ákveðið að gefa afganginn til Fridu, Annie og Erell. Er miklu hrifnari af mandarínum og maður fær heldur ekki samviskubit þó maður borði fimm í einu. 

Er búin að vera ógeð dugleg að læra síðastliðna þrjá daga og þarf að halda áfram á nákvæmlega þessum hraða eða hraðar. Finn alveg hvernig netturprófkvíði er að hellast yfir mig, en ég veit það líka að smá prófkvíði er betri en enginn prófkvíði, setur smá pressu á þetta allt saman. Veit ekki ennþá hvenær er ég kem heim en það kemur eflaust í ljós á föstudaginn. Skólinn toppaði skipulagsleysi þegar þeir tilkynntu okkur að við gætum valið um daga í desember fyrir þessi tvö megapróf okkar, nema hvað....það eru bara fjórir á dag sem komast að í hvorum áfanga sem þýðir að grillján manns skrá sig á sama og daga og svo.........er tombóla og ef maður er heppinn þá er maður dreginn og fær að taka prófið á þeim degi sem maður sótti um. Þetta er mjög óheppilegt fyrir skipulagssjúkling eins og mig og þegar ég las mailið var ég nánast búin að skjóta tölvuna! Gott samt að ég gerði það ekki!

Og því sögðu ætla ég að fara að sofa, í peysu, bol, buxum og sokkum! Ég ætti kannski að kveikja á hitanum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband