14.11.2008 | 15:25
spenntar eða ekki..togstreita
Þegar ég var yngri í fimleikum var hamrað á því okkur að SPENNA RISTAR og okkur nánast sagt að þegar komið var inní salinn var ekkert til sem hét ekki spenna ristar. Til að auka áhersluna fengum við stundum smá slap á ristarnar ef þær voru ekki spenntar til hins ýtrasta.
Í dag, fæ ég áminngar um að ég eigi ekki að spenna ristar. Og nett háðskomment um að maður eigi ekki að sparka með spenntar ristar, jafnvel þó spörkin séu þannig að þau minna helst á fótlyftur. Þetta er mjög erfitt að móttaka eftir að hafa lagt áherslu á spenntar ristar í öll þau ár sem ég var í fimleikum. Um daginn á æfingu í upphitun sagði ein af stelpunum við mig að við værum á capoeira æfingu ekki balletæfingu; ég horfði á hana og skaut til baka hvort þetta væri ekki upphitun, hvort takmarkið væri ekki að verða heit fyrir æfingu.....skiptir máli hvort ég sé með spenntar ristar eða ekki, right back at you bitch (ok, ég sagði ekki síðasta hlutann en ég hugsaði það) og spennti ristarnar enn meira.
Ég hef ákveðið að reyna að slappa af í tánum þegar ég sparka en þangað til mér lærist það þá verða þau bara að sætta sig við að i'm bringing feminity inní capoeira...live with it! Ekki það, það er alltaf gaman á æfingum, love it! Og workshop í næstu viku og svo próf og próf og svo heim og svo próf! Sæjse!
Athugasemdir
hehe eins og þegar ég fór í skvass og gat ómögulega hætt að einbeita mér að því að boltinn færi EKKI í gólfið, eins og í badminton:)
katrín atladóttir, 14.11.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.