Shortari

Workshop um helgina; ótrúlega gaman og ég fann manninn sem ég vil giftast. Það vill samt svo óheppilega til að hann býr í Austurríki en Austurríki er samt ekki nema eitthvað 4 tíma í lest frá. Ætla að vinna markvisst að því að næla í hann.  Lýsi þessu í smáatriðum ef missionið hefst á einhverjum tímapuntki.

Kem ekki heim fyrr en rétt fyrir jól þar sem ég og bró ákváðum að taka við boði í brúðkaup í Cairo. Þetta verður mjög spennandi: fyrsta lagi því þetta er brúðkaup að múslimskum sið og í öðru lagi því nú fáum við tækifæri á að hitta eitthvað að ættingjum okkur sem við höfum aldrei hitt á ævinni. Ég hef samt grun um að við verðum undir stöðugum yfirherslum og jafnvel klíp í kinnar. En þetta verður án efa áhugavert og í egyptalandi!!

Það lítur út fyrir að ég sé að fara að leika í bíómynd, ungverskri bíómynd. Ekki eitthvað huges hlutverk en hlutverk. Það var náttla bara spurning hvenær kæmi að þessu. Er að fara í fitting á laugardaginn og eitthvað....ehehehe, Inam the actress. Ég mun frá og með þessum degi vera kölluð þetta og ég vil gjarnan biðja ykkur um að floppa ekki á þessu, það er aldrei gott að gera kvikmyndastjörnu reiða!

 Látum þetta nægja í bili, ætla aðeins að læra áður en ég fer í skólann!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: katrín atladóttir

jávsa! moviestar og ferð til egyptalands

en geðveikt spennandi og GAMAN!

katrín atladóttir, 25.11.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: katrín atladóttir

ég hef ákveðið að upplifa skemmtilega hluti í gegnum þig inam

verður að segja meira frá þessu;)

katrín atladóttir, 25.11.2008 kl. 10:07

3 identicon

við örlygur ræddum þetta yfirvofandi brúðkaup í þaula á ölstofunni á laugardaginn (held ég frekar en föstudag). ég er með þá kenningu að það eigi að gifta þig og örlygur hafði áhyggjur af því að ekki væri búið að segja þóru kjartans frá þessu. annars er gott að heyra að ómar er með í þessu. þá getur maður treyst því að það fáist sæmilegt verð fyrir þig.

hans (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 17:39

4 identicon

Hahahah - það fæst pottþétt gott verð fyrir inam moviestar sérstaklega þar sem þær hækka alltaf í veðri ef þær hafa bein í nefinu og svo er brós með svona líka fínt viðskiptavit!

Hljómar allt saman meira en lítið spennandi Inam :) SKYPE!

Anna Rúna (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:33

5 Smámynd: Örlygur Axelsson

Þú mátt eiga von á mjög alvarlegu símtali frá Þóru Kjartans á næstu dögum.

Örlygur Axelsson, 28.11.2008 kl. 10:33

6 identicon

o ó! hvað er í gangi núna! Er það varðandi egyptalands og hugsanlega giftingaför minnar eða verðandi eiginmannsins......holy moly

inam (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband