Húsráð

  1. Ekki borða of mikið af döðlum á einum degi, maður fær illt í magann á því.
  2. Ekki einhæfa mataræðið við súkkulaði og kaffi og sígarettur (ekki að það sé matur), maður fær líka dáldið illt í magann af því.
  3. Muna að drekka vatn, því það er alltaf gott að halda sér hydrated.
  4. Stelpur, ekki láta bjóða ykkur á deit í prófatímabilinu og þá sérstaklega ekki um vetur. Fáránlegt að draga sláttuvél útí desember.
  5. Stráka, ekki bjóða stelpum á deit í prófatímabilinu nema þið viljið hoppa beint útí comfort zone. Persónulega finnst mér skemmtilegra að duddast og puntast fyrir someone new...sérstaklega þar sem ég geri svo mikið af því að fara á deit eða eitthvað. Prfff....who needs it anyway!
  6. Það er ógeðslega erfitt að halda á tveimur þungum töskum, regnhlíf, poka og reiða hjól í einu. Mæli ekki með  því í rigningu og ekki í sól.


Eins og flestir vita þá kennir fólk oft beljum um gróðurhúsaáhrif sem meikar alveg sense þar sem þær leysa svívirðilegt magn af CO2 og methane útí andrúmsloftið á hverjum degi. Það sem kannski ekki allir vita samt er að þær leysa það ekki með prumpi og ekki með venjulegu ropi heldur.......ropa þær í gegnum nefið! Hversu magnað er það....þannig þær eru að ropa ca. 1-4 litra útúm nefið á dag, getið þið ímyndað ykkur lyktina sem þær þurfa að lifa við....ok, þær eru augljóslega ekki að éta rotvarnapizzur og eitthvað en samt! Ég ætla ekki að fara útí smáatriði hérna afhverju þær ropa í gegnum nefið en ég var ótrúlega spennt þegar ég var að lesa um þetta (physio próf á mánudaginn) og deildi með öllum sem vildu hlusta.

Fór í klippingu í dag og fékk flashback þegar ég heyrði sjálfa mig segja að hann mætti bara taka smá, SMÁ. Því mér þætti svo fínt og gaman að vera með sítt hár. Hann tók bara smá en ég er samt nýklippt og blásin og allt. En bláseríið fór eiginlega í mask þegar ég hjólaði heim í rigningu. Nó probs samt... ekki eins og ég væri að fara á deit eða eitthvað.

Katla er búin og farin, buhuhuhu! mér það obboslega sorglegt. Björtu hliðarnar eru þær að hún fór ekki of langt (strasbourg) sem þýðir að ég get heimsótt hana án þess að millilenda og eitthvað crap og hitt er að kærarinn hennar á bar í strasbourg (need i say more). Allavega kerla útskrifaðist með fyrirtaks einkunn. Óskið henni til hamingju in da comment box! Ég ætla aftur á móti að fara að læra þar sem ég þarf að ná til þess að geta einhvern tímann staðið í sömu strigaskóm og katla!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ok svo við þurfum bara að láta kýrnar vera með öndunargrímu og tappa af þeim metani til eldsneytisvinnslu - það er nú öllu skemmtilegra en hinn endinn ;)

Já deit segiru! Tell me, tell me, tell me more.... 

Anna Rúna (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 11:09

2 identicon

ó anna! ef það væri eitthvað að segja í deitbransanum þá væri ég eflaust búin að básúna það hægri vinstri, hafa samband við reuters og ég veit ekki hvað og hvað. Ekkert deit...enda eru deit fyrir lúsera!

inam (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 07:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband