Síðustu dagarnir

Ég er svo ómotiveruð að læra. Þetta er hryllilegt, veit ekki alveg hvernig þetta á eftir að ganga á miðvikudaginn. Ég skil bara ekki afhverju ég er svona núna, fjandands vitleysa. Þvílík syfja sem hertekur mig þegar ég tek nóturnar mínar og ætla að byrja að lesa. Og það sveif á mig þegar ég sá að ég hafði skrifað rúmlega 100 bls af nótum á ekki lengri tíma; sigta Inam, sigta Inam. Það er ekki séns í himnaríki eða helvíti að það sé möguleiki að muna þetta allt. Layers of retina og layers of cerebrum og layers of fabric for my nice new dress.

Og kennarinn er snillingurinn í skólanum. Ég á eflaust að pissa í buxurnar þegar ég sest á móti honum. Maðurinn er taugafræðingur, anatómíusnillingur, vefjafræðisnillingur, píanósnillingur og teiknisnillingur. Dáldið overwhelming að setjast upp á móti þannig gaur og ætla eitthvað að fara að sanna sig í vefjafræði.....Svo sagði einhver mér að það væri pínuóþægilegt að vera hjá honum í prófi því hann er tileygðari en andskotinn, í hvort augað á ég horfa? Ég gæti reynt að einblína milli augnanna á honum en ég held að hann myndi taka eftir því og ekki vera sáttur. Shiiittttt......ég er að fríka út og aðallega yfir því að vera ekki að fríka meira út, það er ekki gott að vera of rólegur.

Samt hef ég grun um að ég sé aðeins að fríka út bara öðruvísi en fyrir anatómíuna. Ég er allavega búin að sitja á beit í allan dag....hvernig á ég að komast í kjól nr. 10 í Cairó. Ég verð eins og rúllupulsa; vá frábært. Hitta familíuna í fyrsta sinn og líta út eins rúllupulsa og geta ekki talað því þá er hætta á að hann springi utan af mér og stend eftir með vömbina úti. 

Ég ætti kannski að reyna að lesa aðeins meira....er það ekki? Jú, ég held ég verði. Prófið er ekki fyrr en á miðvikudaginn, byrjar klukkan níu. Ef ég fer fyrst inn, næ ég þá ekki alveg fluginu sem er klukkan 4? Það er allt stressandi, ó mæ god.

 

PS. náði anatómíu, seems like years ago!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeijj - til hamingju með anatómíuna !!! thumbs up!

Þetta á allt eftir að ganga vel elsku snúllan mín og svo hlakka ég til að sjá þig sæla og sæta eftir Cairó!!

Mundu - frátekin á jóladag ;) 

Anna Rúna (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband