23.4.2006 | 19:14
Enn annar misskilinn snillingur.....
hefur brotið sér leið og komið verki sínu á framfæri. Ég ætla að fá að sleppa að nafngreina manninn enda væri hætti á að aðdáendabréfum myndi rigna innum lúguna, í email-boxið, sms-boxið og símareikningur landsmanna myndi hækka uppúr öllu valdi til að hylla snillinginn. Maðurinn hefur setið sveittur yfir þýðingu á hinu vinsæla dægurlagi James Blunt, "You're beautiful" og tekist líka svona svakalega vel til svo við förum ekki útí hvað hann syngur unaðslega. Hér er ekki skafið undan neinu og textinn látinn flakka á íslensku sem aldrei hefur heyrst áður á Íslandi, né neinu Íslendingahverfi hvort sem er í Kanada eða Danmörku.
Gott fólk, ég kynni með miklu þjóðarstolti: Okkar nýja þýðanda og tónlistarsnilling með meiru!
Að lokum. Eins og ykkur þykir einkennilegt að ég kunni að meta Top gear þá get nú státað mig af því að hafa orðið vitni af nunnu á risajeppa að keyra yfir röð smærri bíla. Það er eitthvað sem ekki allir geta státað sig af. Top gear er kúl og svo er einn kynnirinn líka svo agalega myndarlegur (og hann er ekki með hring!)
Athugasemdir
Er að horfa á top gear! Haldiði að sá myndarlegi sé ekki bara komin með hring! Frekar svona svekkjandi! Afboða flugmiðann til london!
Inam (IP-tala skráð) 23.4.2006 kl. 19:34
Er að horfa á top gear! Haldiði að sá myndarlegi sé ekki bara komin með hring! Frekar svona svekkjandi! Afboða flugmiðann til london!
Inam (IP-tala skráð) 23.4.2006 kl. 19:35
Guð minn nú get ég ekkert sofnað út af þessu hroðalega lagi :( NEI NEI NEI NEI NEI NEI NEI NEI NEI ÞETTA ER VIÐBJÓÐUR hefði betur sleppt því að ýta á þetta
"brosti til mín í neðanjarðarlestinni"
Maja (IP-tala skráð) 23.4.2006 kl. 22:26
Yes, quite amazing :-)
lafur (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 00:41
Yes, quite amazing :-)
lafur (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 00:41
Stórkostlegt! Betra en upprunalega útgáfan...sem segir kannski minna en ekki neitt...uppáhalds línan mín er "það hlýtur að vera engill glottandi útíbæ"
Hilmar Örn Ó., 24.4.2006 kl. 15:07
ég skal segja ykkur það...síðast þegar ég horfði á top gear þá var einhver viðbjóðslega ósætur gaur að kynna...gaurinn með furðulega augnsvipinn sem er altaf geðveikt skakkur í framan, vitiði hvern ég meina? en já, nunna á risatrukk...það er worth watching...
Ragnhildur megabeib með meiru
Ragnhildur (IP-tala skráð) 24.4.2006 kl. 20:25
Frænkubjór.. alveg pottþétt frænkubjór!
Elín, frænkan sem heimtar bjór! (IP-tala skráð) 25.4.2006 kl. 21:36
Guð minn góður. Ég vona að hann sé að grínast. Þetta er verra en ég hélt, og þá er mikið sagt
irismist (IP-tala skráð) 29.4.2006 kl. 01:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.