Búddó í janúar

Í fyrsta lagi þá var ég ekkert tilbúin að snúa aftur hingað til A-Evrópu. Hefði viljað meira tíma með mönnunum mínum og kerlunum.

Það er ógeðslega kalt, sólin lætur ekkert sjá sig og oná allt saman er ég blönk útaf þessari helvítis skítakreppu; sem þýðir að ég sit með teppi í tveimur buxum og ullarpeysu (spara gasið....vá hljómar illa maður), er að fara að borða hrísgrjón með soja og jógúrt í kvöld, soðinn fisk (sem ég kann ekki að nefna því pakkningin er á ungversku) á morgun og unaðslegt kalkríkt vatn með. Ef ég kemst ekki í glæsiform við þetta þá veit ég ekki hvað.

Svo er ég að klára kaffið úr krukkuni og í hana mun sígarettupeningur fara í. Nicotinell fær ekki lengur stuðning frá mér eins og stendur; þannig það verður skapvonska og almenn geðstirð næstu daga en vonandi mun krukkan líta vel út!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband