Á morgunn

Er þetta próf og á morgunn væri ég voðalega glöð ef ég gengi út með því að hafa náð en ekki hitt. Ég er sumsé búin að sitja inní íbúðinni síðan ég kom þriðja og farið út rétt til að kaupa súkkulaði og popp og einstaka sinnum brauð. Rassinn á mér er gróinn fastur við eldhústólinn og íbúðin er í svo miklu rusli að orð fá því ekki líst; eða það er kjaftæði auðvitað get ég líst því: það er ryk hér og þar um íbúðina, ferðataskan er ennþá á miðju gólfi, anatómíuglósur all over the place og kaffbollar á stangli.

Eins og margir kannski vita er ég ógeðslega löt þegar kemur að því að kaupa í matinn, hugsanlega af því mér finnst það ótrúlega leiðinlegt sem er hugsanlega útaf því að ég kann ekkert að elda af viti, þannig ég veit aldrei hvað ég á að kaupa. Þar af leiðandi er ég nánast ekkert búin að fara í búð sem þýðir augljóslega að ískápurinn mitt er hálf tómur. En neyðir kennir naktri konu að spinna....ég á ennþá fisk þannig ég get alltaf soðið mér fisk, ég á egg...en mér finnst svo leiðinlegt eitthvað að matreiða það. Í gærkveldi var ég dáldið svöng þannig ég fékk mér: maís með jógúrt og chilli....og svei mér þá þetta var bara ágætt; ekkert það besta sem ég hef fengið en samt svo gott að ég mun eflaust borða það einhvern tímann aftur og jafnvel setja túnfisk útá...vera dáldið væld. Í dag aftur á móti held ég að ég neyðist til að fara að kaupa brauð or sumthing....eða átvexti eða kannski popp og súkkulaði!

Anyway, ef þið væruð til í að krossa puttana fyrir morgundeginum! Takk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjitt hvað mig langar að elda almennilegan mat ofan í því.

dr (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:23

2 identicon

Í þig, ekki í því, langar að elda ofan í þig. Heilinn í mér virkar ekki sem skyldi. Alltaf gott í upphafi annar.

dr (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 17:24

3 identicon

Hey, ég er líka hætt að kunna að stafa. Ég þurfti að lesa þessa setningu yfir tvisvar og leiðréttana tvisvar....Ég þyrfti kannski að læra að elda einn daginn....en er ekki hundleiðinlegt að kokka fyrir sig sjálfan hvorteð er...Er það ekki jógúrt, maís og túna í piparjúnkulífinu?

inam (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 21:26

4 identicon

Hæ snúllan mín - hvernig gekk!!?? Ég krossaði puttana einsog ég átti lífið að leysa í morgun

En núna eru bölvaðir netbógusarnir í vinnunni búnir að slá loku fyrir fésbók, svo ég fann inam- statusinn hvergi... ertu að komast í prófafrí ??

Anna Rúna (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband