innskot fyrir seinna hluta ferðasögu

Ég veit að flest ykkar sem lesið þetta blogg hafa verið að bíða eftir næstu einföldu uppskrift frá Inam. Síðast bauð ég stolt uppá uppskriftirnar tvær með eplunum, annars vegar epli með chilli og hins vegar epli með sinnepi.

Ég vil því stolt kynna nýjust tvær uppgötvanir sem ég hef gert og báðar eru þær einfaldar og gómsætar. (ég ætla að kynna þær í svona auglýsingabrag)

1. Hver kannast ekki við að eiga hreina jógúrt inní ísskáp en vilja smá tvist á hana? Inam er með svarið: Hellið hreinni jógúrt í skál og bætið örlítið af kaffinu sem varð afgangs útí. Þetta bragðast alveg stórkostlega. Ég gerði þetta í morgunn, bjóst satt best að segja ekki við neinu sérstöku en varð "himinlifandi" yfir þessari nýju uppskrift (og nei, óskakaffijógúrt er ekki það sama)

2. Gular baunir með slatta af hreinni jógúrt, chillipipar og sojasósu. Ég veit að þetta hljómar ekki vel en mmmmmmmmmm.......ótrúlega gott.

Ekki samt fara að hafa áhyggjur, mataræðið mitt samanstendur ekki bara af þessum einföldu en frábæru uppskriftum heldur ýmsu venjulegu líka!

Pís át!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband