16.3.2009 | 07:52
Uppdeit
Ég er löt að skrifa, veit ekki alveg afhverju en það er samt ekki eins og það sé eitthvað svaklega mikið nýtt að gerast í búddólífinu. Ekkert kærastastúss (ég er að fara að gefast upp á því dæmi), ekkert slúður bara same old.
Annars át helvítis rottuhundurinn listann á útidyrahurðinni, ég var hársbreidd frá því að henda honum útum gluggan, hamdi mig á síðustu stundu. Í dag er smiður að koma og líta á þetta og eigandi hundsins fær að borga brúsann....allavega helminginn ef hún verður með stæla.
Er að fara til Dk á fimmtudaginn á capoeiraworkshop og ég hlakka svo til. Hef fulla trú á að þetta muni lækna skólaleiðann sem ég þjáist af í augnablikinu! Þetta er risastór viðburður og fulltaf kennurum. Jei!
Svo eru prófin á næsta leiti...færast nær og nær! Ég skil reyndr ekki hvernig tíminn er svona fljótur að líða, áður en ég veit af verð ég komin heim for gúdd að vinna sem dýralæknir! Ljúfa háskólalíf lokið, ekki lengur óhófleg bjórdrykkja í miðri viku...ja hérna!
Athugasemdir
Mér finnst þú alltaf vera í prófum, minnst einu sinni í mánuði. Hvað áttu mikið eftir af náminu?
dr (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.