Lok mars

Fáránlegt, fáránlegt hvað tíminni líður hratt. Ég skil það ekki, skil ekki hvernig hver mánuður á fætur öðrum klárast áður en hann nær að byrja almennilega.

Eros er farinn, býst við að hann húki í búri þangað til hann kemst til eigandi síns í Svíþjóð. Hann át hurðarkarminn hjá mér, það munaði minnstu að ég henti honum útum gluggann. Sá svo að mér hringdi í "umsjónarmanneskjuna" og sagði að hún þyrfti að hjálpa til að borga það. Stelpa úr capoeirahópnum fann svo fyrir mig hræódýran carpenter sem ætlar að redda þessu. Þannig getur eigandi íbúðarinnar ekki ruplað mig af depositinu sem er ég borgaði...mjehehe.

Eins og það var fínt að hafa hund þá er það líka alveg dáldið vesen. Sérstaklega ef maður er í skólanum frá hádegi og svo beint á æfingu og ekki komin heim fyrr en uppúr tíu. Það er eiginlega ekki hægt að gera hundi það og vera svo með samviskubit allan daginn. En félagsskapurinn var góður ég skal ekki neita því.

Fór ásamt Fríðu til Köben á capoeira samkomu, ekki alls fyrir löngu, og þaaað var svooo gaman. Ég hefði getað verið viku í viðbót á æfingum 8 tíma á dag og hitta skemmtilegt fólk og syngja og dansa. Orkan var í hámarki allan tímann og það var virkilega gott andrúmsloft. Ég hef stundum verið dáldið feimin við að fara inní hringinn á móti einhverjum sem ég ekkert þekki fyrir framan fólk sem ég hef aldrei séð en í þetta skiptið var orkan svo mikil og góð að ég gerði ekki annað en að fara inn uppá móti fullt af fólki og hvað það var gaman. Ég gæti skrifað 100 bls um hvað það var gaman en það er eflaust ekkert gaman að lesa það nema maður sé partur af því. Næst er okkar batizado (hver veit nema ég fái nýtt belti) og svo vonandi berlín eða frakkland ef pengur er á borðum og engin próf í augsýn og svo verð ég að fara til brasilíu asap!

Skólaleiðinn fór ekki við danmerkurferðina...skil það ekki alveg. Hann verður eflaust þangað til ég kem heim! Þarf svo að gera verkefni heima varðandi animal breeding og genetics um beljur held ég. Ég ætti kannski að finna út hvað það er sem ég að gera.

Próf á morgunn í lífeðlisfræði. Held það reddist en ætla að fara að sofa þannig ég geti allavega lesið yfir einu sinni áður en ég hjóla á ólöglega hjólinu mínu í prófið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

gott þetta. langur og ítarlegur pistill. þú átt inni hjá mér einn bjór á barnum...

hans (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 10:18

2 identicon

Gaman að köben var skemmtileg! Man ekki eftir einni köben ferð sem hefur verið leiðinleg!  Enda er köben æðisleg :) Love you babe

Íris (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband