12.12.2006 | 23:36
jeijjeijeij
Ég er að fara heim til mín í 105 á fimmtudaginn. Alltaf gott að koma heim til sín aftur og svo er ég líka farin að sakna hundanna og að hafa einhvern að tala við yfir sjónvarpinu eða ekki yfir sjónvarpinu. Ahhhhh, home sweet home!
Það sem ég er búin að gera hérna í hafnafirði:
Borða brauð með kotasælu, túnfisk og gulum baunum aðeins of oft á 5 vikum
Læra undir próf sem ég er búin með (yessss)
Horfa á alla aðra seríu af despo
Drekka rosalega mikið af kók light
Koma mér inní tvo þætti á sirkus sem ekkert er varið í, annars vegar The player (sem glæpur gegn sjón og huga) og hins vegar Pepper Dennes.
Annars er ég búin að finna afmælisgjöf handa mér en get væntanlega ekki keypt hana fyrr en á laugardaginn þ.e.a.s ef hún er til í minni stærð. Það virðist svo vera að fæturnir á mér fari ört minnkandi með aldrinum eða númerin fari minnkandi. Einu sinni notaði ég 38 og svo á nó tæm er ég að biðja um skó í 36-36,5! Þrátt fyrir þessa fótaminnkun er ég samt með eins gott jafnvægi og ég var með og ég finn ekki fyrir neinum óþægindum (ekki nema ef skórnir eru ekki til í mínu númeri, það gæti valdið töluverðum óþægindum). En að skónum.....þetta eru the one and only, ást við fyrstu sýn. Ég sá þá fyrst í glugganum og ákvað að kíkja aðeins inní uppáhaldsbúðina mína á Íslandi. Og þar voru þeir, eldrauðir og blikkuðu mig. Ég ákvað að hundsa alla verðmiða og fékk að máta.....og hvað get ég sagt, þetta eru skórnir mínir. Það væri glæpur að kaupa þá ekki, alger glæpur, gagnvart mér, skónum og öllum sem myndu missa af mér spígsporandi um í þeim.....10 cm hærri. Þannig það er óþarfi fyrir nokkurn mann eða skópar að örvænta. Fáist skórnir í mínu númeri, eru þeir mínir.....ef ekki, þá kaupi ég bara innlegg og læt hina passa!
Rétt í þessu geri ég mér reyndar grein fyrir hversu kjánalegt það er að kaupa hælaskó sem eru opnir svona þar sem við búum á Íslandi og stígvél væri mun vænlegri kostur (reyndar sárvantar mig ökklastígvél) en þegar ást við fyrstu sýn er annars vegar getur maður bara ekki snúið sér við og keypt ökklastígvél, maður verður að fylgja ástinni! Og hver veit, kannski eignast ég kærasta sem þarf alltaf að vera viðstaddur opnanir eða kokteilboð og ekki verð ég á bomsum í kokteilboði....ég held nú ekki.
Athugasemdir
þetta með kærastann og kokkteilboðið,pottþétt að fara að gerast, i can feel it, og þegar það gerist viltu nú ekki vera skólaus!! Og svo vildi ég segja til hamingju með próflok, og síðbúið til hamingju með afmælið!!
ragnhildur (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 00:07
Ég er öll með skóm sem ekki hæfa íslenskri veðráttu, það er svo hræðilega leiðinglegt að vera alltaf praktískur. Eins og ég er nú yfirleitt svo djöfull hlýt ég að vera leiðinlegur félagsskapur. Geymdi hins vegar prinsippin á Íslandi þegar ég fór til London í sumar og keypti mér ekki aðeins skó sem eru opnir í tá og hæl heldur eru þeir líku með hæl, það er ekki flatbotna. Fyrir utan það að vera algjörir bling bling skór og opinberun í mínu lífi. Keypti mér stuttu á eftir stígvél með hæl og fjölskylda og vinir gapa ennþá yfir þessari kúvendingu minni. Hef alltaf verið með skódellu en nú tröllríður hún mínu lífi. Sem og hárvörur. Er með hárvörur á heilanum og dregst að hárvörurekkanum í apótekinu eins og heróínfíkill að dópinu sínu. Sálgreindi sjálfa mig um daginn, þoli ekki hárið á mér (klippinguna ekki krullurnar)og reyni að láta mér líða betur með alls kyns krulluvörum. Æ mig auman og minn fjárhagur. Hef ekki ennþá fengið mér hvítvínsglas við magasárinu, hef ekki tíma til þess. Er búin að missa vitið á próflestri og ræ fram í gráðið heilu og hálfu dagana. Litli ljósálfurinn minn verður tveggja um helgina svo ég verð að taka einhverju pillur við þessu eða eitthvað svo ég geti hagað mér og blásið upp blöðrur. Annars skrifa ég nú svo langar athugasemdir hjá þér að ég ætti bara að fara að halda mitt eigið blogg. En hver nennir að lesa blogg eftir praktískar leiðinlegar manneskjur eins og mig...oj. Til hamingju með afmælið sem er liðið allt í einu að mér forspurði, ég get ekki einu sinni munað hvað ég hef verið að gera undanfarna daga. Get hins vegar sagt þér allt um máltöku barna og so videre. Glósurnan liggja á borðinu og kalla á mig. Held ég ignori þær og skoði aðeins á mér hárið í speglinum. Áfram rauðu skórnir!
Díana Rós (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.