28.12.2006 | 12:42
Þriðja í jólum púl
Eftir fjögurra daga át mætti ég á æfingu í gær og fékk að vita, mér til mikils hryllings að það var þrekpróf. Þrekpróf, þrekpróf á þriðja í jólum. Og í dag er ég með harðsperrur, í öxlunum, bakinu, maganum, name it! En það var samt fínt að fá slap in da face þannig blæs ég mig ekki út núna um áramótin. Svo skilst mér að það sé píptest í dag.....ég skýt mig! Ég hata píptest meira en allt. Og ég á eftir að deyja en fyrst fæ ég blóðbragð í munninn og verð másandi eins og stunginn grís.
Svo koma áramótin og það er að koma alveg agalega myndarlegur dani ásamt vinum sínum og ég hafði hugsað mér að halda þau í faðmi fimleikadrengja....haha, öfundið mig bara!
Athugasemdir
Ég öfunda þig ekkert... konan mín er flott
Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.12.2006 kl. 12:53
æ má ég fá einn svona dana??
ragnhildur (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.