Búddó í janúar

Í fyrsta lagi þá var ég ekkert tilbúin að snúa aftur hingað til A-Evrópu. Hefði viljað meira tíma með mönnunum mínum og kerlunum.

Það er ógeðslega kalt, sólin lætur ekkert sjá sig og oná allt saman er ég blönk útaf þessari helvítis skítakreppu; sem þýðir að ég sit með teppi í tveimur buxum og ullarpeysu (spara gasið....vá hljómar illa maður), er að fara að borða hrísgrjón með soja og jógúrt í kvöld, soðinn fisk (sem ég kann ekki að nefna því pakkningin er á ungversku) á morgun og unaðslegt kalkríkt vatn með. Ef ég kemst ekki í glæsiform við þetta þá veit ég ekki hvað.

Svo er ég að klára kaffið úr krukkuni og í hana mun sígarettupeningur fara í. Nicotinell fær ekki lengur stuðning frá mér eins og stendur; þannig það verður skapvonska og almenn geðstirð næstu daga en vonandi mun krukkan líta vel út!


Fríið

Afskaplega harmríkt frí eitthvað. Lifrin á mér hefur aldrei verið í betra formi eftir frí eins og núna.Þetta var samt alvegmjög lærdómsríkt en ég hefði verið til í að læra þetta á annan máta.....ekki með 23 dauðsföllum.

Er að fara aftur til búddó á laugardaginn og þá tekur við tveggja vikna lærisgeðveiki og svo vonandi næ ég prófinu og þá ætla ég að hibernate þangað til skólinn byrjar aftur. Æfa, sofa og horfa á bíómyndir þar sem flestir mínir vinir ætla að fara á einhver skíði og eitthvað snjódót. 

Keypti mér krem í cairo sem á að taka í burtu appelsínuhúð. Bar það á mig í fyrsta skipti í gær og það svoleiðis gaf svona hitatilfinningu....mjög einkennilegt! Ég læt vita ef appelsínuhúðin hverfur, ef hún hverfur ekki þá ætti ég allavega að fá stinnari rass þar sem maður spennir á meðan kremið virkar. Skemmtilegt!

Nenni þessu ekki núna!


Síðustu dagarnir

Ég er svo ómotiveruð að læra. Þetta er hryllilegt, veit ekki alveg hvernig þetta á eftir að ganga á miðvikudaginn. Ég skil bara ekki afhverju ég er svona núna, fjandands vitleysa. Þvílík syfja sem hertekur mig þegar ég tek nóturnar mínar og ætla að byrja að lesa. Og það sveif á mig þegar ég sá að ég hafði skrifað rúmlega 100 bls af nótum á ekki lengri tíma; sigta Inam, sigta Inam. Það er ekki séns í himnaríki eða helvíti að það sé möguleiki að muna þetta allt. Layers of retina og layers of cerebrum og layers of fabric for my nice new dress.

Og kennarinn er snillingurinn í skólanum. Ég á eflaust að pissa í buxurnar þegar ég sest á móti honum. Maðurinn er taugafræðingur, anatómíusnillingur, vefjafræðisnillingur, píanósnillingur og teiknisnillingur. Dáldið overwhelming að setjast upp á móti þannig gaur og ætla eitthvað að fara að sanna sig í vefjafræði.....Svo sagði einhver mér að það væri pínuóþægilegt að vera hjá honum í prófi því hann er tileygðari en andskotinn, í hvort augað á ég horfa? Ég gæti reynt að einblína milli augnanna á honum en ég held að hann myndi taka eftir því og ekki vera sáttur. Shiiittttt......ég er að fríka út og aðallega yfir því að vera ekki að fríka meira út, það er ekki gott að vera of rólegur.

Samt hef ég grun um að ég sé aðeins að fríka út bara öðruvísi en fyrir anatómíuna. Ég er allavega búin að sitja á beit í allan dag....hvernig á ég að komast í kjól nr. 10 í Cairó. Ég verð eins og rúllupulsa; vá frábært. Hitta familíuna í fyrsta sinn og líta út eins rúllupulsa og geta ekki talað því þá er hætta á að hann springi utan af mér og stend eftir með vömbina úti. 

Ég ætti kannski að reyna að lesa aðeins meira....er það ekki? Jú, ég held ég verði. Prófið er ekki fyrr en á miðvikudaginn, byrjar klukkan níu. Ef ég fer fyrst inn, næ ég þá ekki alveg fluginu sem er klukkan 4? Það er allt stressandi, ó mæ god.

 

PS. náði anatómíu, seems like years ago!


Braaaa

Fukk shit og kúkur! Ég skráði mig í verklega anatómíuprófið á föstudaginn, veit ekki hvort ég verði tilbúin þá og veit ekki hvort hnífurinn eigi eftir að snyrtilega skera í kringum æðar og taugar eða enda í hálsslagæðinni á mér. Foooookkkkk.......ok, slaka! Worst case scenario þá fell ég (sem mér finnst reyndar alveg hryllileg tilhugsun, hryllileg). Ef ég fæ serous duplication eða helvítis anal canal þá hætti ég í þessum skóla og einbeiti mér að gangstéttaskolun.

Ég er líka að setja met í óheilbrigðum lífstíl. Las á blogginu hennar díönu að hún væri hætt að reykja, ég á annað borð byrjaði aftur og af krafti. Gæti vel verið að ég steli eins og tveimur lungum á föstudaginn og skelli þeim inní mig. Svo er ég líka að safna baugum; um að gera að vera fabulous þegar ég fer í þetta brúðkaup. Ég á eftir að líta út eins fegurðardrottning eftir þessar strompareykingar, óhóflegu kaffidrykkju og verkefni mitt sem aðalsponsor kitkat og milka. Ég bjó samt til súpu í kvöld, hefði átt að kaupa hvítvín eða bjór með henni, en það hefði eflaust endað með ósköpum. 

Núna aftur á móti ætla ég að fara í sturtu þar sem ég er að ógeðslega þreytt, meika ekki meira kaffi alveg strax þar sem ég fékk einhvern svaðalegan magakrampa og leit út eins og íris gerði þegar hún var komin fimm mánuði á leið (og þá er ég ekki að móðga þig íris, heldur segja að bumban hafi skagað óvenju langt út miðað við venjulega). Var að eitthvað að spá í þessum orkudrykkjun en mér finnst þeir ekki góðir auk þess sem þeir hafa yfirleitt tilheyrt djammi (fyrir utan þegar ég var 18 og drakk 18 magic á dag). Er ekki smá koffín í teeee! 

Annars held ég að prófatímabil séu ágætis megrunarkúr....well fyrir flesta! Þegar ég er ofurstressuð þá get ég annaðhvort étið eins og svín eða ekki. Eins og er finnst mér ég éta eins og svín en ég held geri það nú reyndar ekki, þar sem ég narta í eitthvað óhollt milli þess sem ég kveiki mér í. Hey....kannski ég ætti bara að verða módel og alltaf þykjast vera prófum, algerlega að fara að takast að vera eins og spýta.

 Djók, ekki hafa áhyggjur, i'm not wasting away! Og ef það skildu einhver kíló fjúka þá hef ég grun um að mér eigi eftir að takast að pile them on í cairo (ætli þeir eigi kitkat þar).

Ok...sturtu og svo og svo ætla ég að lesa um anal canal því það er svo skemmtilegt og agalega ilmandi subject. Gleymi ekki þegar elín var að andskotast í einhverjum anal sac á einhverjum beagle, svipurinn á henni var óborganlegur þegar fnykurinn gaus upp! Gotta love it!

 

Kisses and hugs, puss og kram, beijos and all that!

 


Húsráð

  1. Ekki borða of mikið af döðlum á einum degi, maður fær illt í magann á því.
  2. Ekki einhæfa mataræðið við súkkulaði og kaffi og sígarettur (ekki að það sé matur), maður fær líka dáldið illt í magann af því.
  3. Muna að drekka vatn, því það er alltaf gott að halda sér hydrated.
  4. Stelpur, ekki láta bjóða ykkur á deit í prófatímabilinu og þá sérstaklega ekki um vetur. Fáránlegt að draga sláttuvél útí desember.
  5. Stráka, ekki bjóða stelpum á deit í prófatímabilinu nema þið viljið hoppa beint útí comfort zone. Persónulega finnst mér skemmtilegra að duddast og puntast fyrir someone new...sérstaklega þar sem ég geri svo mikið af því að fara á deit eða eitthvað. Prfff....who needs it anyway!
  6. Það er ógeðslega erfitt að halda á tveimur þungum töskum, regnhlíf, poka og reiða hjól í einu. Mæli ekki með  því í rigningu og ekki í sól.


Eins og flestir vita þá kennir fólk oft beljum um gróðurhúsaáhrif sem meikar alveg sense þar sem þær leysa svívirðilegt magn af CO2 og methane útí andrúmsloftið á hverjum degi. Það sem kannski ekki allir vita samt er að þær leysa það ekki með prumpi og ekki með venjulegu ropi heldur.......ropa þær í gegnum nefið! Hversu magnað er það....þannig þær eru að ropa ca. 1-4 litra útúm nefið á dag, getið þið ímyndað ykkur lyktina sem þær þurfa að lifa við....ok, þær eru augljóslega ekki að éta rotvarnapizzur og eitthvað en samt! Ég ætla ekki að fara útí smáatriði hérna afhverju þær ropa í gegnum nefið en ég var ótrúlega spennt þegar ég var að lesa um þetta (physio próf á mánudaginn) og deildi með öllum sem vildu hlusta.

Fór í klippingu í dag og fékk flashback þegar ég heyrði sjálfa mig segja að hann mætti bara taka smá, SMÁ. Því mér þætti svo fínt og gaman að vera með sítt hár. Hann tók bara smá en ég er samt nýklippt og blásin og allt. En bláseríið fór eiginlega í mask þegar ég hjólaði heim í rigningu. Nó probs samt... ekki eins og ég væri að fara á deit eða eitthvað.

Katla er búin og farin, buhuhuhu! mér það obboslega sorglegt. Björtu hliðarnar eru þær að hún fór ekki of langt (strasbourg) sem þýðir að ég get heimsótt hana án þess að millilenda og eitthvað crap og hitt er að kærarinn hennar á bar í strasbourg (need i say more). Allavega kerla útskrifaðist með fyrirtaks einkunn. Óskið henni til hamingju in da comment box! Ég ætla aftur á móti að fara að læra þar sem ég þarf að ná til þess að geta einhvern tímann staðið í sömu strigaskóm og katla!


Gvuð minn góður

Það er það eina sem ég get sagt í þessu prófatímabili.

Tvær vikur og cairo!


Shortari

Workshop um helgina; ótrúlega gaman og ég fann manninn sem ég vil giftast. Það vill samt svo óheppilega til að hann býr í Austurríki en Austurríki er samt ekki nema eitthvað 4 tíma í lest frá. Ætla að vinna markvisst að því að næla í hann.  Lýsi þessu í smáatriðum ef missionið hefst á einhverjum tímapuntki.

Kem ekki heim fyrr en rétt fyrir jól þar sem ég og bró ákváðum að taka við boði í brúðkaup í Cairo. Þetta verður mjög spennandi: fyrsta lagi því þetta er brúðkaup að múslimskum sið og í öðru lagi því nú fáum við tækifæri á að hitta eitthvað að ættingjum okkur sem við höfum aldrei hitt á ævinni. Ég hef samt grun um að við verðum undir stöðugum yfirherslum og jafnvel klíp í kinnar. En þetta verður án efa áhugavert og í egyptalandi!!

Það lítur út fyrir að ég sé að fara að leika í bíómynd, ungverskri bíómynd. Ekki eitthvað huges hlutverk en hlutverk. Það var náttla bara spurning hvenær kæmi að þessu. Er að fara í fitting á laugardaginn og eitthvað....ehehehe, Inam the actress. Ég mun frá og með þessum degi vera kölluð þetta og ég vil gjarnan biðja ykkur um að floppa ekki á þessu, það er aldrei gott að gera kvikmyndastjörnu reiða!

 Látum þetta nægja í bili, ætla aðeins að læra áður en ég fer í skólann!


spenntar eða ekki..togstreita

Þegar ég var yngri í fimleikum var hamrað á því okkur að SPENNA RISTAR og okkur nánast sagt að þegar komið var inní salinn var ekkert til sem hét ekki spenna ristar. Til að auka áhersluna fengum við stundum smá slap á ristarnar ef þær voru ekki spenntar til hins ýtrasta.

Í dag, fæ ég áminngar um að ég eigi ekki að spenna ristar. Og nett háðskomment um að maður eigi ekki að sparka með spenntar ristar, jafnvel þó spörkin séu þannig að þau minna helst á fótlyftur. Þetta er mjög erfitt að móttaka eftir að hafa lagt áherslu á spenntar ristar í öll þau ár sem ég var í fimleikum. Um daginn á æfingu í upphitun sagði ein af stelpunum við mig að við værum á capoeira æfingu ekki balletæfingu; ég horfði á hana og skaut til baka hvort þetta væri ekki upphitun, hvort takmarkið væri ekki að verða heit fyrir æfingu.....skiptir máli hvort ég sé með spenntar ristar eða ekki, right back at you bitch (ok, ég sagði ekki síðasta hlutann en ég hugsaði það) og spennti ristarnar enn meira. 

Ég hef ákveðið að reyna að slappa af í tánum þegar ég sparka en þangað til mér lærist það þá verða þau bara að sætta sig við að i'm bringing feminity inní capoeira...live with it! Ekki það, það er alltaf gaman á æfingum, love it! Og workshop í næstu viku og svo próf og próf og svo heim  og svo próf! Sæjse!


Kalt kalt

Ó, nei! Það er kominn vetur og það er svo kalt og mér verður svo kalt á nefinu og ég sef í buxum og peysu (ég geri það reyndar heima líka) en það er aðallega því ég hata að fara fram úr rúminu og vera kalt. Og málið er þetta að mér er illa við að skilija hitann eftir á á nóttunni þar sem það er gas og ég kann alls ekki við það að skilja það eftir í gangi meðan ég sef.  Það er kannski þessvegna sem ég sef í buxum og peysu!

Bakaði marengstoppa í dag eða hvað sem það heitir, át of mikið af þeim eftir að þeir komu úr ofninum, fékk ógeð og var nærri búin að henda afgangnum, sá að mér og hef ákveðið að gefa afganginn til Fridu, Annie og Erell. Er miklu hrifnari af mandarínum og maður fær heldur ekki samviskubit þó maður borði fimm í einu. 

Er búin að vera ógeð dugleg að læra síðastliðna þrjá daga og þarf að halda áfram á nákvæmlega þessum hraða eða hraðar. Finn alveg hvernig netturprófkvíði er að hellast yfir mig, en ég veit það líka að smá prófkvíði er betri en enginn prófkvíði, setur smá pressu á þetta allt saman. Veit ekki ennþá hvenær er ég kem heim en það kemur eflaust í ljós á föstudaginn. Skólinn toppaði skipulagsleysi þegar þeir tilkynntu okkur að við gætum valið um daga í desember fyrir þessi tvö megapróf okkar, nema hvað....það eru bara fjórir á dag sem komast að í hvorum áfanga sem þýðir að grillján manns skrá sig á sama og daga og svo.........er tombóla og ef maður er heppinn þá er maður dreginn og fær að taka prófið á þeim degi sem maður sótti um. Þetta er mjög óheppilegt fyrir skipulagssjúkling eins og mig og þegar ég las mailið var ég nánast búin að skjóta tölvuna! Gott samt að ég gerði það ekki!

Og því sögðu ætla ég að fara að sofa, í peysu, bol, buxum og sokkum! Ég ætti kannski að kveikja á hitanum!


Royal fuck up

Word!

 

Ég er með heimþrá og mig langar að koma heim núna! Það er allt öfugt og ég kann ekki að meta það. Nánari útskýringar verða ekki gefnar so dont ask!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband