6.11.2008 | 23:12
Kreppa
Ég kann ekki að meta þessa kreppu. Ég er ekki ennþá búin að fá lánin inná reikninginn minn og millifærslan var gerð fyrir viku. Ég mun þar af leiðandi lifa á brauði og vatni næstu daga...sem er ekki svo slæmt þar sem ég hafði hugsað mér að ná smá sixpackvörn af fyrir workshopið sem er eftir ca. þrjár vikur. Hver veit nema að það muni glitta í sixpack (og þó, ólíklegt).
Fékk panikkattak í gær, það er ekki góð tilfinning. Ég var eins og lygi eftir of marga kaffi, skalf óheyrilega mikið, tók andkafir í gríð og erg og vökvaði aðeins gólfið. Nenni ekki að útlista ástæðurnar sem lágu að baki þessu panikkattaki en það gekk yfir og ég þurfti ekkert að anda í poka eða nokkuð.
Á tvo verklega tíma eftir í biochem og í hverjum tíma þá er stutt munnlegt próf í byrjun og í lokin. Ég hef nælt mér í fullt hús stiga fram að þessu og hef hugsað mér að gera það áfram. Þarf svo bara að rokka midtermið og þá get ég aðeins sett þetta fag á hilluna þangað ti eftir jól. Annars þarf ég bara að setja hausinn oní bækurnar og ekki fá panikkattak og læra það sem ég þarf að læra. Og ég ætti kannski líka að læra að vera ánægð með einkunnirnar mínar þó þær séu ekki það hæsta sem er gefið. Ég meina það er allt í lagi að gera kröfur til sjálfs síns en ég hef grun um að stundum geri ég aðeins, pínulítið of miklar kröfur til mín og þegar ég svo ekki stenst þær verð ég fyrir agalegum vonbrigðum.
Set þetta á listann yfir "Things to do". Á þeim lista setti ég fyrir ári síðan að læra á snjóbretti, ég er búin að stroka það út. Ég hef ekkert svo gaman að snjó eða kulda. Brimbretti setti ég líka á listann og ætla að halda því aðeins lengur þó svo að ég sé skíthrædd við sjóinn (ég sem syndi eins og hafmeya eða Phelps). Það er fullt á þessum lista...ég ætti kannski að skrifa það niður og hengja uppá vegg. Held ég geri það, jamms!
Farin að horfa á bíómynd, fattaði áðan þegar ég settist niður að læra að ég er óskaplega þreytt, enda búið að vera bissí dagur. Læra, verklegur biochem og brjáluð æfing! I deserve it og djö væri ég til í að eiga chips!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.11.2008 | 21:00
Kvart
Mér er ó svo illt í bakinu. Held það hafi komið til þegar ég var að læra fyrir þetta lífeðlisfræðipróf og fannst nauðsynlegt að sitja inní stofu til að geta fylgst með internetinu líka. Slæm, slæm hugmynd! Núna er þessi verkur búinn að vera viðvarandi í viku og virðist ekkert sýnir ekkert farasnið. Ég hélt hann myndi kannski fara á æfingu eeen það gerðist ekki!
Oki, hætt að tala um bakverkinn.
Á döfinni; læra og læra og læra eins og lífið liggi við. Æfa og æfa og æfa eins og enginn sé morgundagurinn og koma mér í ofurform; því til sönnunar keypti ég engan ost síðast þegar ég fór í búðina....sé pííínu lítið eftir því en hey, beauty is pain. Næsta sem ég hef virkilega til að hlakka til er capoeiraworkshop í nóvember. Það er alltaf gaman og gott partý og myndarlegir menn en ég meina að sjálfsögðu eru það æfingar sem trekkja að, að sjálfsögðu!
Pabbs ætti svo að koma einhvern tímann á næstu tveim vikum. Það er eins gott að hann standi við það kallinn! Ég hugsa að ég eldi handa honum eitthvað afskaplega hollt og gott og svo getur hann kannski boðið mér útað borða í eitthvað ekki alveg eins hollt en án efa gott ef ekki betra!
Oki...nú ætla ég að reyna að koma mér í stöðu þar sem ég finn ekki alveg eins fyrir bakinu á mér og horfa á einn þátt!Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2008 | 21:27
Hiksti
Aaa...man! Ég er með svo mikinn hiksta gott ef ég er ekki við að hiksta af mér hálsinn...djók ekki hægt að segja svona.
Fór megasmega fínt út að borða í gær í tilefni af afmælinu hennar Fridu (ólíkt mér er hún ennþá young og beautiful). Við fórum á sushi stað og fengum okkar svona "all you can eat" og að sjálfsögðu skoluðum við því niður með hvítvíni, en ekki hvað. Eftir það töltum við af stað allar í obboslega fínum fötum, Frida í silkikjól, annie í glæstum buxum og enn glæstari topp og ég í brand new samfesting eins og hollívúdd stjarna! En í ljósi þess að það var þriðjudagur þá var ekkert voðalega mikið af fólki þannig það sáu okkur ekki eins margir og ég hefði viljað (athyglissjúk?). Við enduðum á okkar venjulega stað þar sem við sátum með írskum krökkum og díses píses...þetta fólk drekkur meira en góðu hófu gegnir.
Í dag var ég ekki alveg eins hress og í gær og þegar síminn hringdi á mig að vakna var ég nærri búin að brenna hann, í staðinn slökkti ég bara og svaf. Fór svo til Fridu eftir að hafa komist til meðvitundar og át glæsilega köku. Og komst að því að ég náði prófinu sem ég var í á mánudaginn og var yfir meðaleinkunn en hefði þó gjarnan viljað fá hærra, það er planið fyrir næsta próf! Þannig ég ætla að fagna því í kvöld....not! Algerlega að leggjast upp í rúm og horfa á Beverly hills!
Luv my life in Budapest!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.10.2008 | 17:33
Flöskudagskvöld
Kötturinn hættir ekki að mjálma og ofaná allt saman stal dýrið strokleðrinu mínu og ég finn það ekki!
Ásgeir er enn á lífi og fékk að halda nafninu sem ég gaf honum, ég er reyndar ekki viss um að hann sé kallaður Geiri blús um helgar eins og ég og hann komumst að niðurstöðu um en hann hélt nafninu Ásgeir sem er glæsilegt þar sem þetta nafn passar betur við hann en nokkurn Ásgeir sem ég hef nokkurn tímann hitt. Spurning hvort Árelíus hafi fengið að halda lífi eða hvort hann sé kominn á vit feðra sinna!
Sé ekki ástæðu til að blogga þegar enginn les það og ef vera skildi að einhver læsi það, þá er hér að neðan klikkable "linkur" sem færir þig inná stað þar sem auður dálkur er. Þetta er comment dálkurinn, það eina sem þarf að gera til að commenta er að framkvæma smá grunnskólareikning og ýta svo á senda eftir að comment hafa verið skrifuð.
Ég ætla að snúa mér aftur að lífeðlisfræðinni sem ætlar mig lifandi að éta. Ég aftur á móti var að eta maís með túnfisk, chilli og salti. Þetta er auðveldasti matur í heimi og afskaplega bragpgóður. Epli, túnfiskur og chilli er líka svakalega gott nema það fer smá tími í að skera eplið niður í bita. Annað sem er afskaplega gott snakk er epli skorið til helminga með sinnepi!
Þar hafið þið það, blogg og þrjár uppskriftir! Njótið vel, ég ætla að lesa allt um electrocardiography og ef þið hafið áhuga þá má vel vera að ég haldi skemmtilega sögustund um nákvæmlega þetta þegar ég kem heim um jólin. Ég ætla þó að biðja yfirmenn mína að vera ekki með einhverjar yfirherslur um þetta mál því ég veit jafnvel og þær að þær skilja þetta til fulls og þurfa engar frekari skýringar!
Yfir og út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.10.2008 | 18:37
Afsakið
Hvað ég hef verið löt við að skrifa. Ég hef ekki einu sinni gefið mér tíma til að skrifa um Serbíu förina, bæti úr því hið snarasta.
Við Frida héldum beint eftir verklega anatómíu til að kaupa okkur miða með lestinni! Kerlingadruslan í miðasölunni sagði okkur að það væri ekkert mál að kaupa svefnpláss í lestinni. Þannig við skelltum okkur heim í klukkutíma eða svo og svo á lestarstöðina. Þegar við komum svo að lestinni algerlega tilbúnar að sofa alla leiðina til Serbíu þá öskraði gaurinn á okkur að það væri ekki hægt að borga með forint: "ONLY EUROS", já ok...take a chill pill. Þannig við fórum til Serbíu á öðru farrými og ekki með rúm. Deildum "klefa" með stelpu frá Serbíu sem var með munnræpu þangað til slökktum ljósin; hún fór að sjá júróvisjon í Belgrad á síðasta ár og hún er ekkert rosalega góð í stærðfræði en á auðvelt með að læra tungumál. Hvað stelpan heitir hef ég ekki hugmynd.
Eftir slitróttan svefn í sjö tíma lestarferð komum við til Belgrad og vissum ekki alveg hvað við áttum af okkur að gera þar sem klukkan var sjö um morgunn. Við ráfuðum aðeins um lestarstöðina, töluðum við hermann eða eitthvað álíka og þá hringdi síminn. Kom í ljós að þjálfarinn okkar hafði komið því í kring að við yrðum sóttar af einhverjum ungling sem var á minnsta bíl í heimi sem var mjög líklega gerður úr álpappír. Hann keyrði okkur þangað sem við áttum að gista. Þar tók á móti okkur annar ungur maður sem var með eina síða, mjóa fléttu niður á bak, annars stutt hár (þetta er mjög vinsælt í Belgrad....sona unisex.
Seinna um daginn byrjaðu svo æfingabúðirnar og það er ekki séns að ég ætla að lýsa því einhverjum smáatriðum. Að sjálfsögðu var svo partý um kvöldið þar sem var drukkið og dansað framundir morgunn og einn af brasilíumönnunum fékk frekjukast því Frida vildi ekki gefa honum koss (ræt...því þeir vilja bara kossa). Dagurinn á eftir var eins og dagar eftir djömm eru, ekki til þess fallinn að standa á höndum.
Heimleiðin var svo draumur, keyptum okkur svefnpláss og harði bekkurinn í "klefanum" okkar var eins og prinsessu rúm.
Almennt um Belgrad: Sá ekki mikið af henni þar sem ég var annaðhvort inní Yuku bíl, sem er bíll sniðinn og búinn til í Serbíu (úr álpappír) eða inní æfingahúsnæði. En það sem ég sá er ekki eins sjarmerandi eins og Búdapest en fólkið í Belgrad er ca. 18000 sinnum vinalegra en hér í Búdapest. Flestir tala ensku og ef þeir tala hana ekki þá reyna þeir að hjálpa manni í staðinn fyrir að nánast hrækja á mann (ok...kannski ekki alveg svo gróft).
Svo er ég alflutt inní nýju fínu íbúðina mína sem reyn
dist svo vera dauðagildra þangað til í gær þar sem einn af rafmagnsköplunum var að brenna. Fjórir ófríðir menn eyddu hellings tíma að koma því í lag. Eina sem er drasl er að ég er ekki með neitt internet og það gengur ekkert að stela frá nærliggjandi þráðlausum í kringum mig. Góði hlutinn við að vera ekki með internet er að ég læri þeim mun meira.
Og....ég bakaði brauð í dag. Jebb, ákvað að þar sem það væri kreppa þá væri ekkert annað að gera en að baka eigið brauð. Keypti reyndar succini og gulrætur til að setja í brauðið þannig það féll um sjálft sig.
Nú ætla ég að hundskast af þessu kaffihúsi og halda áfram að læra þangað til ég fer á æfingu. Má maður ekki alveg æfa ennþá þó það sé kreppa. Djöfull er ég annars ekki að fíla þessa kreppu, mjög scerí verði ég að segja. En ég krossa bara putta og vona að eitthvað smávegis komist í lag!
Bloggar | Breytt 9.10.2008 kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2008 | 22:01
Punktar
Ég get ekki skrifað samhangandi texta núna þannig ég læt það duga að skrifa nokkra punkta.
- Skólinn byrjaður fyrir alvöru, vá hvað það tekur langann tíma að koma sér í gírinn.
- Á morgunn fæ ég íbúðina sem er ó svo fín, ef einhver vill koma í heimsókn er sá hinn sami velkomin svo lengi sem það er einhver sem ég þekki.
- Fullu að æfa capoeira....hressandi fyrir utan einkennilega meiðsli undir fætinum. Veit ekki hvurn fjandann gerðist en bara að labba er vont (heppin ég að eiga hjól)
- Erum að spá í hvort við eigum að skella okkar til Serbíu næstu helgi. Eina sem er að stoppa okkur er að lestarschedulið er eitthvað hálf asnalegt þannig þetta er enn á umræðustigi.
- Ég elska wikipedia
- Ég hata að ganga frá ryksugum og þvo upp hnífapör
- Ég sakna að dansa í hópi fjórmenningacrewsins.
- Ég öfunda ykkur ekki af rigningunni
- Ég er að reyna að gera það upp við mig hvort mig langi í kærasta eða ekki....Er það ekki bara einhver bóla sem springur?
- Nýja Beverly hills og gossip girl eru tilvaldir þættir til að horfa áður en maður fer að sofa.....
- Getur einhver sagt mér hvernig maður dánlódar á PC
Oki....þetta blog fór bara í einhverja vitleysu. Næst lofa ég að skrifa eitthvað sem hægt er að skemmta sér yfir....lofa!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2008 | 21:11
WTF
Oki....þetta er það fáránlegasta sem ég hef lent í síðan ég kom til Ungverjalands. Nú má ég ekki mæta í lífeðlisfræðitímana því kennarinn trúir ekki að ég sé frá Íslandi. Þegar ég fór að tala við ritarann í dag þá sagðist hann myndi reyna að tala þau til en það væri kannski ekki vitlaust fyrir mig að koma með vegabréfið mitt í tíma og sýna þeim.
Eru þið að trúa þessu?? Þetta er náttla fáránlegt!
Nei oki....ég er að ljúga! En það er samt doldið fyndið að þegar ég fór til ritarans í dag þá sagði hann mér að fólkið hjá lífeðlisfræðideildinni hefði haldið að þetta væru mistök að ég væri frá Íslandi. En mér var samt ekki bannað að mæta í tíma! Ekki svo slæmt!
Allavega var ég í smáprófi í dag....sjáum til hvað kemur útúr því. Vonandi náði ég...það væri voðalega hressandi!
Anydandy....ég nenni þessu ekki núna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 13:05
oóóó nó!
Ég er svo þreytt! Ég get ekki lesið anatómíu þegar ég er svona þreytt. Ég svaf eitthvað voðalega illa í nótt og svitnaði eins og enginn væri morgundagurinn (vona að það sé ekki menópása). Svo held ég að tólf tímar milli tveggja æfinga sé kannski ekki nógu langur tími, var á æfingu í gærkvöldi og svo hjóluðum við Frida útá eyjuna, skokkuðum hringinn og hjóluðum heim and now i'm tired! Ég er ó svo fegin að Frida skildi drepa hugmyndina mína um að skokka tvo hringi og heldur hjóla þangað og til baka. En næst verða það tveir hringir og ekkert moð....ég verð að ná mér í þol og meira.
Gleðifréttir eru að hjólið mitt er komið í lag, nú þarf ég bara að kaupa sprey til að spreyja það...mig langar svo í bleikt hjól. En það virkar eins og það sé glænýtt þó ég hafi fengið það á tæpar 10.000! Brilljant!
Hugsa að ég leggi mig aðeins! Annars sofna ég oní hundshræ í verklegri anatómíu og ég var í sturtu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2008 | 16:28
I've been klukked!
Díana klukkaði mig sem þýðir það að ég á að svara nokkrum spurningum og ég skal viðurkenna að það hljómar mun betur en lesa lífeðlisfræði. So let's go:
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Kenndi ensku og stærðfræði á Indlandi með sætustu krökkum sem fyrirfinnast.
Sá um munaðarlaus börn í Bangalore, Indlandi (erfiðasta vinna í heimi)
Barþjónn á Sirkus
Dýraspítalinn í Víðidal (er þar enn, en það er skemmtilegasta vinnan, got mention it).
Fjóra bíómyndir sem ég held upp á:
Amelie
City of god
Zoolander
Pan´s Labyrinth
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Riyadh, Saudi-Arabia
105 Reykjavík
Bangalore, Indland
Búdapest, Ungverjaland
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
Despó
Gossip girl
House
Family guy
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Goa, Indland
Rajhastan, Indland
Köben
London
Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):
gmail.com
facebook.com
dlisted.com
univet.hu
Fernt matarkyns sem ég held upp á:
HumarEpli með sinnep
kotasæla (ekki góð í ungverjalandi)
sushi
Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
Ég get ekki svarað þessari spurningu þar sem ég hef lítið lesið skáldsögur. Þessa stundina er það að mestu námsbækur sem komast að.
Fjórir staðir sem ég vildi helst vera á núna:
Goa
Dansa í Rio de Janeiro
Á hestbaki með Hansel
Í spa!
Fjórir bloggarar sem ég klukka:
Ég veit nú ekki hvern ég á að klukka, þekki ekki svo mikið af bloggurum.
Þannig ég ætla frekar að segja uppáhaldsbloggarana mína:
Díana
Lygin
Katrin.is
anna.is
Vá hvað þetta var hressandi! Nú erum við að fara útað skokka!
Já og haustið er komið og það er svoooo kalt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.9.2008 | 13:06
Sunnudagur
Það er svo fínt að vera óþunnur á sunnudegi. Spurning um að gera það oftar. Í gær var ákveðin serímónía fyrir nýnema í Búdapest. Vesalings börnin þurftu að fara á milli staða og leysa þrautir og drekka ótæpilegt magn af áfengi. Við sátum á einni stöðinni (aðeins of lengi fyrir minn smekk) og tókum á móti krökkunum. Síðasti hópurinn var svo skítölvaður að þeim tókst varla að leysa eitt verkefni. Að sjálfsögðu var svo eftirpartý og á tímabili var planið að fara þangað en heilinn og líkaminn neituðu af öllu valdi þannig það endaði svo að ég og Frida fórum McCafé og keyptum einhver ósköp af kökum sem við átum á meðan við horfðum á Kill Bill.....og í dag er ég hress fyrir utan hálsríginn.
Annars er skólinn að byrja á fullu núna. Læra og læra og taka nett stress inná milli og læra svo aðeins meira. Svo auðvitað capoeira og reyna að æfa fyrir hálfmaraþon. Mig langar að hlaupa hálfmaraþon og er að reyna að æfa fyrir það. Sjáum til hvernig það á allt saman eftir að ganga. En það var ó svo fínt að koma aftur á æfingar með hópnum okkar. Verðum að æfa stíft fyrir workshop sem verður í nóvember og kick some serious ass þegar að því kemur.
Á morgunn er ég að fara að skoða ofur fína íbúð til leigu. Hún er ekki það ódýrasta sem hægt er að finna eeeen....það er ekkert auðvelt að finna íbúð til leigu til skemmri tíma á skid og ingenting. Og þessi íbúð er óóó svo fín og glæný og rétt hjá Fridu. Ekki það að það sé slæmt að búa hjá Fridu en þar sem maður veit aldrei hvursu langan tíma það tekur að kaupa íbúð þá er vænlegra að finna sér heimili á meðan; enda þarf ég samastað til að taka á móti ÖLLUM gestunum sem ætla að koma í heimsókn til mín (þeir taki þetta til sem eiga að gera það).
Anydandy....hugsa að ég haldi áfram að læra svona hress eins og ég er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)