17.4.2006 | 20:33
nei, nú er mér allri lokið
Þá er það komið á hreint; msn gerir uppá milli fólks og ég á ekki hátt uppá pallborðið hjá þeim! Hvenær sem er dagsins ákveða þeir að rjúfa tengin og þar með samtölum milli mín og fólks, alveg án þess að blikna! Og nú hef ég fengið mig fullsadda af þessari framkomu.....og hvað á ég að gera? Senda þeim mail; og hvað ætti ég svo sem að segja. Ég hef ekkert vit á því sem er að gerast og því þá síður fer ég að reyna að koma því orð. Þannig ég sit ein með tárvot augun fyrir framan tölvuskjáin þar sem í gríð og erg birtast eftirfarandi skilaboð: "The following message could not be delivered" og svo heyrist bara eitthvað bing útí loftið sem eru skilaboð til mín að tengingu minni við hið stórsniðuga msn hafi rofnað.....þar með er msn-ferli mínum lokið það kvöld!
Nú hef ég komið þessu af mér og yfir á ykkur og ég þarf alveg á áfallahjálp að halda sökum þessa eineltis sem ég verð fyrir af höndum msn-kallana. Vinsamlegast setjið vorkunnarorð í athugasemdir!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2006 | 17:24
je ne comprendre le chemstry pas!
Sko, ég kann ekki alveg rétta frönsku og bið því þig eða næsta á eftir þér að vera ekki með eitthvað stórmennskubrjálæði ef þetta er vitlaust skrifað.....og ekki segja mér það heldur því mér finnst stafsetningavillur og málvillur kúl og ef þetta er vitlaust þá gerði ég það viljandi.
Ég get ekki lært....held það hafi orðið brottnám á ákveðnum heilasellum og nú á ég bara þær eftir sem verða að láta mata sig á sjónvarpsefni. Hinar neituðu að taka þátt í þessum skóla og yfirgáfu mig! Ég get samt alveg haldið uppi samræðum (og samförum ef við förum útí það, hahahahha) svo lengi sem þær fjalla ekki um efnafræð eða eitthvað fræðilegra en skó og danmörk.
Ég er búin að sitja fyrir framan tölvuna og gera lítið annað en að virkja þetta nýja blogg, msn-asnast, kíkja alltof oft á póstinn minn og aldrei er nýr kominn (hugsanlegar ástæður: það kemur ekki nýr póstur á tveggja mínútna fresti eða ég er svona boring).
Krakkar örvæntið ekki.....ef ykkur finnst þið ekki vera nógu dugleg að læra í fríinu, hugsið til mín sem öðlaðist flatari rass vegna setu fyrir framan tölvu......ekki að læra.
yfir út, ætla að tjékka á flatskjánum
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2006 | 19:23
digitalensk inam
Mig langar í interrail um suðurameríku og borða ógeðslega baunamat með einhverri ostasósu sem er kleprar þegar hún kólnar! Getur maður ekki unnið við að ferðast og þá ekki sem flugfreyja með stíft andlit af meiköpp.
Ætli maður þurfi ekki að fara á meiköpp námskeið áður maður verður flugfreyja....Svona námskeið þar sem þeir kenna manni að setja klessur í fésið og svo mikið ilmvatn að þær þurfa ekki að ganga heldur fljúga á einhverjum ilmi sem er samt ekki beint ilmur lengur heldur bara fnykur. Pottþétt þannig sko, þori næstum að veðja!
Annars leiðist mér, nenni ekki að fara að læra....er búin að vera skoða slúður, fimleika, blogg og msnasnast!
Vitiði hvað ég meina, ég er of ligeglad fyrir skóla, of ofvirk og of fashionable og líka gorgeus! Ég þarf bara að vera á launum fyrir að vera til! Ef einhver þekkir til einhvers svoleiðis þætti mér gaman að vita af því!
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
6.4.2006 | 08:28
komin heim, meira í fýlu en eitthvað annað
En Danmerkurferðin var vel heppnuð í alla staði fyrir utan mótið sem okkur tókst á einhvern magnaðan hátt að klúðra. Er að spá í að hafa ekkert fleiri orð um það, en ferðin tókst vel í alla staði og ég er ekki frá því að hún hafi þjappað okkur dáldið saman ásamt því að kynnast fröken Auði, systir hennar Ásu sem ég verð bara að segja að er ein sú sniðugasta stúlkukind sem ég hef kynnst svo ekki sé minnst á hvað þær systur eru gífurlega myndarlegar.
Við vorum ógeðslega duglegar að smakka bjór fyrir Danina, vorum sko beðnar um að prófa nýjan bjór sem við gerðum með glöðu geði og vorum mjög sáttar. Verið ekki hissa þegar bjór sem heitir Girlpower kemur á markaðinn! Hann er góður, sætur, unaðslegur og ógó kúl!
Held ég láti þettan nægja um ferðina! Hún er topsecret innan hópsins og leiðinlegt að þú varst ekki þar...... en gerplupíur! TAkk fyrir ógó góða ferð, skiluru, algerlega this season og svo tökum við evrópumótið og sýnum þeim hvað raunverulega býr í okkur!
Yfir og út girlzzzzzzz!
ps. myndakvöld og svo ætla ég að stofna lokaðan myndareikning......
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.3.2006 | 23:21
victory feels like candy!
Á föstudaginn unnum við á gólfi, trampólínu og dýnu og í dag samanlagt! Þannig við erum krýndir íslandsmeistarar í húð og hár! yesssss
Danska meistarmótið næstu helgi og svo er komin smá pása, sem er kannski ágætt þar sem maður er orðinn dáldið þreyttur núna eftir alla törnina!
Textinn að neðan segir allt sem segja þarf!
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2006 | 09:09
hey.....
þú ógeðslega töff é'rað tala við þig......
Gerpla ógó kúl en ekki fúl
er að faaaara að keppa
ætla'ð rústa þessu
í fokking klessu
ekkert rugl eða raus
í spandex, í latex
bara ógeðslega sexí
Þú verður'að mæta til að sjá okkur
við erum gerpla og þú dýrkar okkur
Bikarinn bíður
sæní og næs, ætlaður okkur
engum öðrum!
Flikkflikkflikk
Föstudagurinn 24. mars
17:00-17:20 Almenn upphitun
18:30 Innmars
20:00 Verðlaunaafhending
20:20 Mótslok
Laugardagurinn 25. mars
12:45-13:15 Almenn upphitun
14:00 Innmars
14:45 Verðlaunaafhending
15:00 Mótslok
Sí jú, ógó sæní og næs
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2006 | 12:44
og lífið gengur sinn vanagang
Skipulagið eða óskipulagið er að rasa um ráð fram í lífinu og spontant er svo gott sem horfið úr orðaforða mínum. Öll hjálp vel þegin! Jafnvel þó ég eigi að erfitt með að bregðast við spontant hlutum því mér finnst þeir segja allt annað úr jafnvægi! En dragið mig bara áfram á spontant sleða og látið engu skipta þó nokkrar hæðir séu í leiðinni, ég hlýt að þola það eins og annað.
Síðan hvenær fóru unglingsstúlkur að líta út eins og þrítugar. Með endurtekinni bloggskoðun hef ég hallast meir og meir af því að æskan sé´algerlega úti og að líta út eins og meikdolla í hálfklæðnaði sér þá þeim mun meira inni. Dáldið sorgleg þróun, um að gera að njóta æskuljómans sem lengst, hvort sem það er ósamræmi í andliti (ég var t.d með stórt nef miðað við annað í andlitinu, er reyndar ennþá með stórt nef en það passar svona nærri inní andlitið), of langir leggir fyrir buxurnar eða hvað sem það er! Því lengur sem þú dregur það að troða útúrkemísku efni í andlitið því lengur nærðu að halda æskuljómanum! Dáldið þverstæðukennt hversu ungar stúlkur flýta sér að verða gamlar og svo loksins þegar þessar sömu stúlkur verða eldri fara þær að reyna að líta út fyrir að vera yngri með pumpuðum brjóstum og platínu hári
Ó mig auman og ég er með dökkt hár
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2006 | 08:43
fyllið þetta út og gefið mér egóbúst!
01. Hver ert þú?
02. Erum við vinir?
03. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
04. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
05. Lýstu mér í einu orði.
06. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
07. Lýst þér ennþá þannig á mig?
08. Hvað minnir þig á mig?
09. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
10. Hversu vel þekkiru mig?
11. Hvenær sástu mig síðast?
12. Hefur þig einhvern tímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
13. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.3.2006 | 08:51
stafsetningavillur
Í framhaldinu af þessu; ég hefði kannski átt að fara í íslensku í háskólanum þar sem mér er svona umhugað um íslenskt mál og stafsetningu þess. En ímyndið ykkur hvað ég yrði mikil kvöl þá?
Átti ekki alveg nógu góða æfingu í gær andlega. Þyrmdi yfir mig og ég var í bókstaflegri kleinu. Hugsanlegar ástæður: Reifst við mömmu áður en ég fór, er búin að koma mér í svo mikið af dóti að ég sé ekki framá að geta komi neinu í verk; náði samt að redda einu í gær! Ég ætla því að nota tækifærið hérna á þessari upplýsingasíðu og biðja meðfimleikastúlkur afsökunar.
En eins og sagt er þá kemur dagur eftir þennan dag og um að gera að hysja upp um sig brók, spýta í lófana og taka á honum stóra sínum.
Að lokum skulum við reyna að forðast stafsetningarvillur.
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
7.3.2006 | 23:46
skórskórskór
Skór hækka líka sjálfsálitið hjá mér. Um leið og ég er komin í flotta skó líður mér eins og million bucks! Finnst ég vera flottari en hvaða súpermódel og til í hvaða tusk sem er. Göngulagið verður taktvissara því klipklap hljómar miklu betur í takt en úr takt. Og ósjálfrátt dillar maður mjöðmunum aðeins meira, þannig verður meðaljónínan að súpermódel á örskotsstundu. Með hækkandi sólu er því um að gera að grafa undan fóðruðum bomsun hæla sem stirnir á! Reyndar er líka hægt að sinna þessari þörf með því að fara í skómátunarleiðangur með myndavél! Ef einhver vill vera memm þá má sá hinn sami hringja í mig og við getum verið ógó fancy, labbað á milli búða, mátað skó, tekið myndir og toppað svo daginn með hvítvínsglasi og kannski einu pari af skóm eða svo?
Ekki væri verra ef það væri MANOLO BLAHNIK!

Stelpur; berjumst fyrir skóstyrk!
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)