6.3.2006 | 08:46
kaffi
ég elska kaffi, ég er svo glöð að drekka kaffi! Það var gífurlega góð ákvörðun hjá mér að byrja að drekka kaffi! En með endurtekinni kaffidrykkju hef ég orðið vandlátari á kaffið mitt og verð hreinlega hneyksluð ef mér er boðið upp á instant kaffi eða venjulega uppáhellt kaffi. Fyrir míg er ekkert minni en tvöfaldur kaffi latte, espresso eða kappari. Ég vil því biðja góða vini mína að fjárfesta í almennilegri kaffivél til þess að særa ekki hneykslunarkennd mína!

Þetta er kaffibolli að mínu skapi! Og svona hjarta líka og þá fyllist ég kærleik og hver veit nema ég skelli einum blautum á ykkur!
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2006 | 23:35
eitthvað í loftinu
Hans Orri datt af baki á laugardaginn og þurfti að leggjast undir hnífinn í kjölfarið. Furðulegt þar sem hann lak eiginlega af baki frekar en að hendast en þrátt fyrir smooth lendingu flísaðist uppúr beini í hnéi og hann þurfti að gjöra svo vel að fara í aðgerð. Drullusvekkjandi í allastaði, I've lost my riding and dancepartner.....en ekki lengi því hann verður back on his feet and shakin' that ass áður en við vitum af. Svo datt mútta af baki í gær, eyðilagði hjálminn sinn og steinrotaðist. Sem betur fer fór betur en á horfðist og hún var dáldið vönkuð eftir byltuna og er með afskaplegan hálsrýg og stirðleik í kropp! Og svona talandi um mömmu, þá varð hún einmitt fimmtug í gær.....ég held að þetta hafi verið með ráðum gert að detta af baki og geta þar með borið fyrir sig minnisleysi um fimmtugsafmælisdaginn!
Annars er olnbogabarnið orðið nokkuð gott og fyrrnefndur titill verður brátt rangnefni! Sem er gott og blessað og lundin hefur lést allnokkuð!
Planið er að fara að leggja aftur augun eftir amstur dagsins og kannski reyna svo að læra eitthvað á morgunn svona til tilbreytingar! Ég hef lúmskan grun að ég sé að klúðra þessum skólamálum eitthvað! Verð að hysja upp um mig brækurnar og þrauka út önnina sem annars er nánast á enda!
Until later
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2006 | 09:19
gengin í barndóm!
Annars eru lífið og tilveran bara hressandi þessa dagana! Ég get loksins farið á hestbak og ekki seinna vænna þar sem sólin hefur verið í egókasti undanfarna daga og glennir sig sundur og saman alla daga! Svo get ég líka stokkið, setti þennan olnboga bara á mute og hann fær ekki tækifæri á að ibba sig neitt af ráði! Og það er svo gaman að stökkva, það er svo hressandi að fá adrenalínkikk, ég held reyndar að ég sé orðin dáldið háð því!
Móðir mín elskuleg á fimmtugsafmæli milli dagsins í dag og á morgunn! Ég veit ekki hvernig ég á að skýra þetta út fyrir ykkur en hún á ekki afmæli í dag og ekki á morgunn heldur á degi sem kemur ekki! Þetta leiðir af sér miklar geðshræringar og óvissu; "Er ég fimmtug, eða ennþá fjörtíu og níu" Ef einhver getur hjálpað okkur í gegnum þessa erfiðu tíma þá er heimilisfangið Milli 28. feb og 1. mars nr. ? og síminn er óþekktur!
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.2.2006 | 11:31
blogg á mánudegi getur aldrei verið annað en neikvætt
Það er ekkert annað að gera en að hífa upp sig brækurnar, spýta í lófana og taka því sem koma skal! Stórkallalega; rymja, ropa og prumpa og skella svo í sig einu brennivínsskoti og dúndra einmana glasinu í vegginn.
TIL HAMINGJU ÍSLAND með að hafa loksins sýnt að við erum ekki hallóskagfirsksveiflu þjóð. Djöfull er ég ánægð með að glamúrofurkroppur verði send til Aþenu. Hugsanlegt að miðaldrakerlingar með gyllinæð eigi eftir að liggja með lélegar taugar eftir atriðið en þær ættu jafnvel að hafa það hugfast að stúlkan með þrílita hárið og yfirdrifna málninguna getur verið þeim smá uppörvun í rúminu. Skella á sig makeup, glama upp bónusgreiðsluna með hárlakki, skella sér í silfraðan g-streng og......menopause er horfin. Miðaldra kerlingar farnar að fíla kynlíf aftur.
In while crocodile!
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2006 | 10:34
nú kemur það upp
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.1.2006 | 11:53
dúll smúll
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2006 | 23:41
blogg vegna eftirspurnar
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.1.2006 | 00:22
kræst
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.12.2005 | 08:45
hér comes the blog
ok, skal viðurkenna að ég er ekki búin að vera dugleg.....búin að slugsa í tvær vikur! og það er hreni og bein leti svo ekki sé meira sagt!
Prófatími að ganga í garð, kvíðinn hefur tekið sér bólfestu í magaskoti og allskyns hugmyndir um fall og aðra skandala hafa náð að skjóta rótum í hugarskotinu! Ekkert annað að gera en að taka því með stóískri ró sem ákvað að láta sig hverfa í kringum 25. nóvember! Þeir sem orðið hafa hennar varir vinsamlegast sendið hana á mig!
Lenti í því óhappi á mánudag að misstíga mig.....mánudagur til mæðu. Ekkert alvarlegt, en ég haltra um með bólginn fót sem fer þó ört minnkandi! Verð komin á æfingu eftir viku til í slaginn!
Fékk þetta líka dýrindis gæruvesti sem ég keypti mér af ebay og það er ekki annað að segja en þetta sé tískuvesti sem sæmir hollívúddstjörnum enda er ég vart látin í friði þegar ég skelli mér í það! allt í góðu, ég kem vel fram við aðdáendur mína!
Er að fara að flytja fyrirlestur! ætla að lesa núna um súrefnisupptöku og tíðni hjartsláttar og því um líkt!
smá innskot í lífð
chiao
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.11.2005 | 23:37
fokk
Breytt 16.4.2006 kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)