lönglöng færsla

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey! 1. Ferðast, ferðast og ferðast 2. Vinna með stelpunum sem ég er að æfa með núna 3. Fara í fallhlífastökk 4. Fá mér sjéffer 5. Læra að elda 6. Manolo Blahnik, ragga I so agree 7. Velta mér í dögginni á jónsmessunótt 7 hlutir sem ég get gert 1. Farið úr brjóstahaldara undir fötunum 0 2. Eytt peningum 3. Gert skemmtileg stökk í fimleikunum 5. Snert nefið með tungunni 6. Talað ensku með indverskum hreim 7. Logið fólk alveg stútfullt 7 hlutir sem ég get ekki gert 1. Farið í spíkat 2. Eins og raggan, sparað pening! 3. Búið til mat 4. Rökrætt 5. Tekið fólk alvarlega sem er smámælt eða gormælt 6. Get ekki ekki borað í nefið 7. Drukkið viskí 7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið 1. Handleggir 2. Er sukker fyrir good abs 3. Húmor 4. Hár sem hægt er að rífa í..... 5. Metnaður 6. Smá harka 7. Og á móti hörku.....smá nörd 7 hlutir sem ég segi oftast 1. Djöfull 2. For helvede 3. Glæst eða glæsilegt 4. Fokkshit 5. Neeeeei 6. Hreinlega 7. æ, fyrirgefðu 7 frægir af hinu kyninu sem heilla mig 1. Orlando Bloom (drooool) 2. Jude Law 3. Jared Leto 4. Adrian Brody 5. Beck 6. Gaurinn í lost, þessi dökki 7. John Galliano, þó hann sé gay! Vá, þetta var erfitt en hafðist að lokum! Helgin.....þetta var hugsanlega skemmtilegasta helgi sem ég hef upplifað í langan tíma! Föstudagurinn var þrunginn svona kvíðaspennu, tvær meiddar í liðinu og við þurftum að læra nýtt munstur í dansinum daginn fyrir mót! Laugardagurinn rann upp, ekkert voðalega bjartur né fagur....ég skundaði til írisar þar sem ég málaði mig í fyrsta skipti fyrir hádegi! Skellti mér í spandex og svo var haldið á mótstað! Spenna og smá kvíði....mótið byrjaði og við náðum að stökkva klúðurstrambólin ársins! létum það ekki hafa áhrif á okkur, masteruðum dansinn með hæstu einkunn dagsins og dýnan....vá dýnana var mögnuð! Stúlkurnar pinnuðu hvert einasta stökk og ég fékk pissusting af gleði! Eins og við bjuggumst við enduðum við í þriðja sæti af þremur liðum.....en svo kom á daginn að elskuleg gróttan sem var kölluð í fyrsta sæti féll niður í það þriðja og við enduðum í öðru! Dómarar landsins eiga greinilega í einhverjum vandræðum með samlagningu! Og svo var komið að partýinu.....svei mér þá! Þvílíkt fyllerý á fimleikastúlkunum.....ekki að ég hafi verið mikið skárri! Dansandi flashdance með meiru sem ekki verður talið upp hér! myndir gætu hugsanlega ratað á síðuna.....Svo var haldi í bæinn eftir át og ótæpilega áfengisdrykkju, ég gerði uppreisn og í staðinn fyrir að fara með píunum á sólon að dansa ákvað ég að skunda á sirkus.....ekki veit ég afhverju en ég held ég hafi ætlað að hitta hans orra sem ég vissi ekkert hvort væri á sirkus eða ekki! hitti í staðinn buzby en viðveran á sirkus var ekki löng þar sem mín var orðin þreytt og ákaflega völt! Á Bergstaðastræti beið mín maður og nýr sófi! Afskaplega kósí að koma þangað! Sofnaði svo afskaplega vært í nýjum sófanum og vaknaði eldhress miðað við margar! Takk stelpur fyrir laugardaginn, þetta var brakandi snilld í alla staði og án ef að þetta er eitthvað sem verður endurtekið sem fyrst!

jiiiii, afsakið aðgerðaleysið

Maður er bara orðin að letihrúgu sem skrifar aldrei neitt og það er bara hreinlega til skammar! bið hér með þjóðina afsökunar á þessari leti! Get ekki sagt að marg merkilegt hafi drifið á daga mína að undanförnu og hef litla trú á að það muni gerast fyrr en eftir þessi yndislegu próf sem valda hnút í maga, aukinni svitamyndum og svitamyndun! Fór í plokkun á þriðjudaginn og jahh....litun! Nú spyrja sig margir hvernig svartaugnbrúnahærð kona geti farið í litun, en þannig er nú mál með vexti að ég lét aflita á mér augabrúnirnar! Neeeeeiiii, smá djók! Málið með hana mig er það að ég á við það vandamál að stríða að þegar ég verð stressuð þá plokka ég endana á augabrúnunum á mér þannig að þær eru alltaf næfurþunnar í endana! Þannig var það á þriðjudaginn að stressið hafði verið tíður gestur hjá taugunum og augabrúnirnar orðnar ansi þunnar! Stúlkan brá á það ráð að skella smá lit í endana og tata komin með fínar brúnir! Bara þannig það sé á hreinu þá er ég ekk að borga offjár fyrir þessa þjónustu þar sem ég hef verið tekin inní dýralæknacrewið og þær hafa sko sambönd! Verð að láta þetta duga í bili þar sem ég er að fara í leikhús í svakalega þröngum buxum......miss sixtie nr 26! fékk hláturskast þegar ég keypti þær adios amigos

i'm so wonderfully wild

ok, þetta er semsé inammið hérna og stundum sveifla ég líka hárinu svona voðalega sexílega

pfffhh

síðan hvenær þurfa prinsessur að læra svona mikið! og síðan hvænær fá prinessur kvef og afhverju í ósköðunum fór heimurinn svo að prinsessur geta ekki keypt sér allt sem þær langar í með cash og hver innleiddi þá fáráðu að láta prinsessur fá bólur, og hvenær fóru ástarmál prinsessanna að vera svona flókin, ég vissi ekki betur en maður á hvítum hesti ætti að birtast og grípa okkur (prinsessurnar) í fang sér og svo væri það bara ekkert meira mál?

bara svona.....hver er svona afbrýðisamur útí prinsessur heimsins að gera þeim lífið svona leitt......ert það þú gvuð?

í taumi

ég þóttist vera lebanese princess um helgina, fólki var alveg sama og ég fékk ekki að fara framfyrir þrátt fyrir lífvörð og fylgdarlið! komst líka að því að ég er í taumi og sé hann leystur af mér má ég búast við miklum skömmum og óhróðri! Honum hefur endanlega verið sleppt núna og samkvæmt öllu leik ég nú lausum hala....enginn taumur sem stoppar mig þar!

Svo sem allt í lagi að vera í taum en þegar það er hert að eru meiri líkur á að maður streitist á móti.....þangað til hann jafnvel slitnar!

Allavega, taumlaus kona er betra en kona sem er látinn húka fyrir utan bundin í staur meðan eigandinn sinnir sínum brýnu viðskiptum hver  svo sem þau nú eru!

ojæja

það er nú ekki mikið spennandi sem ég get deilt með ykkur! lífið gengur bara svona sinn vanagang, the camera adds five pounds! lítið sem ég get logið að ykkur, the camera adds five pounds! 

Er heima á föstudagskvöldi eins og alltaf! sorgleg kona  svona soldið eins og en gammel kone þó ég haldi jafnvel að þær séu aktífari!

en svo í lokin; the camera adds five pounds

fokk

ömurleg helgi.....ömurleg í alla staði! vonda skapið hefur tekið sér bólfestu í líkamanum mínum! særingamanns er óskað

vííííí

er að fara að keppa, er að fara ð keppa! hlakka ekkert smá til að finna adrenalínið flæða um líkaman, dansa fyrir dómara og áhorfendur, finna fyrir fiðrildunum í maganum! Þórunn slasaði sig á hnéi, og lítur út fyrir að hún nái sér ekki fyrir þetta mót! svo er hún svo indæl að ganga með mér í gegnum allan dansinn svo ég nái mínum stöðum í munstrinu! Gaman að því!

Svo fór ég á alþjóðaskrifstofuna áðan og nú fer ég að ganga í þau mál að sækja um nám í hinum ýmsu skólum erlendis! Sæki 100% um í danmörku, ungverjalandi og svo hugsanlega í noregi og indlandi! jebbs, fann skóla í uppáhaldslandinu mínu þar sem óþarfi er að vaða snjó upp á höku og klæða sig sjö lögum af fötum!  Bið alla að krossa fingur um að ég komist einhversstaðar inn! er alveg tilbúin að hella mér útí fimm ára nám! fyrr en seinna!

segjum það í bili!

ætla að kaupa mér loðeyrnaband í stil við ógisslega flotta vestið sem ég fjárfesti í á ebay!


letin tekur yfirhöndina hvað blogg varðar

ég viðurkenna það! ég hef orðið letinna að bráð þegar kemur að bloggi! Því hef ég nú ákveðið að setjast niður og skrifa smá klausa hvað sem það nú verður!

Fór á stærstu tónleikahátíð íslands og...heyrði óminn af barða gegnum tannglamur og skvaldur. Gafst upp á raðamenningu íslands, tróð mér fremst í röðina á sirkus og sigaði mikka ref á hvern þann sem reyndi að mótmæla....fólkið þangaði og ég gekk inn á rauðum dregli. Mannmergðin var yfirþyrmandi og deyfði skilningarvitin með gvuðaveigum! Dansaði við drenginn með gullna hárið og dömuna dökkhærðu! Fékk svo nóg af táástigum (enda í eðalkúrekastígvélum sem eiga ekki hnjask skili), lét mig hverfa úr mannmergðinni, át á mig gat og sofnaði með suð í eyrum

Hef tryggt mér tvenna miða á tónleika með þeim sigurrósarfélögum og ætla að draga hrokkinhært kyntröll með mér! Næsta mission eru tónleikar með hvíturandaparinu.....hver þarf svo sem tónlistahátíð sem sýgur þegar boðið er uppp á eðatónleika án raða

ég spyr?

nei detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði

á ég að fara að koma með þvagsýni í efnafræði til þess að efnagreina það! Og hvað á ég svo að pissa í, vissi ekki að pissusýnisglas væri nauðsyn á hverju heimili! Er að spá í að sleppa því að pissa í poka og bjóða myndarlega efnafræðikennaranum að gerast sjálfboðaliði og bjóða mér pissið sitt! Þori að veðja að hann myndi roðna alveg niður í litlu tá þar sem hann er svo ammerískur eitthvað! "Shouldn't we go on a date before i start giving you my pi" Gamlar myndir eru verk djöflans.....oh hvað ég vildi að ég væri ennþá svona! Vitiði hvað ég, sjá mig á þessari mynd, vá hvað ég var flott þarna......svo kemur bömmer, smá niðurbrot á sjálfsáliti og maður sver að maður láti aldrei taka myndir af sér aftur! allt annað en hressandi vi ses

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband