4.4.2008 | 23:11
ojojoj
Ég veit að mörgum finnast grísir algerar dúllur og allt þar fram eftir götunum og mér finnst gríslingar alveg dúllur líka en.....Grísainnyflafýla er ógeðslegasta lykt sem ég hef upplifað á ævinni og ég vann á elliheimili. Það er eins og 18 gamalmenni og öll með niðurgang á sama stað og ég er ekki einu sinni að ýkja. Ég er alls ekki viðkvæm fyrir lykt; þvert á móti get ég vel þolað allskyns óþef (á reyndar dáldið erfitt með vonda lykt af fólki, svitalykt eða fólklykt, oj) en ég þegar ég nálgaðist þennan tiltekna grís og kúkafnykurinn dundi yfir gat ég annað en snúið mér við og labbað í burtu. Ég gerði heiðarlega tilraun til að krufla í einhverjum æðum en ég þessa lykt gat ég ekki þolað. Skrítið þar sem ég dýft mér oní hunds-eða kattarhræ án þess að fitja upp á nefið. En svín og þeirra innyfli, oj. Og mér skilst að við gerum mikið af því að kryfja svín í Pathology eða eitthvað seinna mér. Aumingja ég!
Komin tími á að fara í háttinn, á morgunn ætla ég að vakna snemma og fara útað skokka með Fridu og svo er ég að fara á tónleika annað kvöld....Stomp! dammdamm!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2008 | 07:59
Próf
Prófið í dag gekk vel. Það var sanngjarnt og ekkert svo erfitt. Ef ég fæ ekki sæmilega einkunn verð ég móðguð og hissa. Og þar sem ég var í prófi í morgunn þá þurfti ég að vakna klukkan 6 þar sem ungverjum finnst augljóslega ótrúlega sniðugt að hafa próf klukkan sjö fimmtán. Þetta gera þeir þannig við missum ekki af hundleiðinlegum fyrirlestrum frá kennurum sem stama, standa á grafarbakka eða skortir allan sjarma (þetta á aðallega við efnafræði og eðlisfræði...skrítið?).
Á mánudaginn þegar við vorum í verklegri efnafræði stóðu Annie og Frida og biðu eftir að fá undirskrift hjá öðrum kennaranum. Á undan þeim var feit, írsk, rauðhærð stelpa og þar sem þær biðu heyrðu þær hana eftirfarandi:
Íri: "Geturu hjálpað mér að ná prófinu ef ég borga þér 50.000"
Kennari: "Nei, því miður."
Ír: "Ertu viss, við erum að tala um 50.000 forint"
Kennari: "Nei, ég get það því miður ekki"
Bæði létu þau eins og ekkert væri sjálfsagðara en að múta eða taka við peningum til að ná prófi. Er ég pollíanna eða er þetta ekki í lagi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.3.2008 | 10:16
Vor/sumar
Það er komið hvort sem fólk vill kalla það vor eða sumar. Fyrir mér er það sumar þar sem það er 20 stiga hiti, 20 stiga hiti, 20 stiga hiti og já var ég búin að segja að það er líka logn (rub it in rub it in). Ég var að koma úr skokktúr á eyjunni hérna rétt hjá, djös sem það er hressandi. Og núna finnst mér eins og ég verði að kaupa mér eins og eitt par af skóm. Það fylgir vorinu að kaupa sér eitt par af skóm, er það ekki?
Er að fara í próf á miðvikudaginn. Vona að það eigi eftir að ganga vel, það ætti að gera það þar sem ég hef gert þetta áður en efnafræðikennarinn okkar en ófullnægður hrokagikkur sem fær eitthvað út úr því að láta manni líða eins og erkifífl. Nei, ok stundum er hann allt í lagi en það gerist once in a blue moon.
Ooooog, ég óska hér með eftir að einhver nenni að koma með mér eina helgi í smá túristaleiðangur um landsbyggðina þegar ég kem heim. Skoða fossa og steina og gras og svona dót sem maður finnur í landsbyggðinni.
Anna ég treysti dáldið á þig því þú varst á Snæfellsjökli, mig langar líka á jökul en ég get alveg látið það bíða aðeins og mig langar líka í ísklifur og labba upp á Esjuna. Mútts þú kemur með mér í það. Glæst og þá ætla ég að snúa mér aftur af efnafræðinni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.3.2008 | 06:16
Nikotínið
Ef ég tygg nikótíntyggjóið of hratt fæ ég undantekningarlaust hiksta. Ég fékk hiksta í grasafræði í gær (hugsanlega af leiðindum) og tók eftir því í kjölfarið að ein stelpa sem hafði orðið vitni af gubbustöntinu deginum áður fylgdist grant með mér. Augun skinu af áhyggjum og eftirvæntingu en ekkert gubb bara hiksti.
Svo leyfði nokkrum vel völdumað smakka harðfisk. Ekki vinsælt. Ég skil ekki að fólki finnst harðfiskur ekki góður en ég skil heldur ekki áráttuna að maka á hann smjöri. Djös sem ég hlakka til að fara á hestbak með harðfisk í kjafti og jagermeister í brjóstvasa....það er lífið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2008 | 08:32
Ferðasaga2
Ég hitti líka pabbann. Hann býr í miðri Bucarest með konu og pabba sínum og hann er með söfnunaráráttu. Þannig er það með þá feðga að þegar þeir fara út fyrir húsið þá taka þeir upp allt smálegt af götunum, hvort sem það er pappakassi eða járndrasl. Þessu sanka þeir svo að sér og eru vissir um það einn daginn muni það koma að góðum notum. Af þessari ástæðu er bílskúrinn fullur af dóti og drasli og ekki bara bílskúrinn heldur má finna allskyns dót í kringum húsið. Robert stakk upp á því um daginn við pabba sinn hvort ekki væri sneddí að taka aðeins til í bílskúrnum; þegar þeim hófust handa kom upp á bátinn að engu mátti henda. Þar með var það mission drepið í fæðingu. Pabbinn talaði heldur enga ensku en var feiknagóður að gera sig skiljanlegan á handapati og leiklistarhæfileikum. Afinn horfði djúpt í augun á mér og talaði við á rúmensku eins og ég væri infædd, ég sat bara og brosti og kinkaði kolli. Þarna fékk ég svo að smakka heimabruggað rauðvín sem var ansi gott og grappa sem er þjóðadrykkur. Þannig að þegar við kvöddum fólkið var ég farin að finna ansi vel á mér.
Ferðinni var aftur heitið í þorpið. Í þetta skiptið til að hleypa risahundinum hans út og leyfa henni að hlaupa um. Ég man ekki hvaða tegund hún er en hún er risastór og ég varð algerlega skotin í henni þegar ég sá hana og hún í mér. Hún sýndi það með að stökkva á mig og ég þurfti að hafa mig alla við til að detta ekki undan þessum massa búk. Greyið var lokuð inni þar sem
1. hún var að lóða og 2. hún kom heim með hænur og hana frá nágrannanum og það var ekki vinsælt. Og alltaf þegar við hleyptum henni út var lítill riddari mættur til að reyna að vinna hjartað hennar. Eina vandamálið var að hann náði rétt svo upp á læri en lét sér það nægja og humpaði þangað til hann gat varla andað.
Við röltum niðrað ánni þar sem einhver þurr gróður pirraði Robert.....þannig hann kveikti í honum. Mér leist alls ekki á blikuna þegar ég fann sjálfa mig standa fyrir framan megabrennu og ég var alveg viss um að að allt þorpið myndi brenna. Og ég var viss um að nú værum við vandræðum, sem var algerlega afsannað þegar nágranninn, stór, drullugur bóndakarl kom og sagði að þetta hafði einmitt verið það sem hann ætlaði að gera. Við horfðum á eldinn brenna út og mér var ekki kalt lengur. Nágrannin bauð okkur í heimsókn þar sem amman og mamman voru og önnur gömul lítil kona og eiginkonan. Aftur var mér boðin matur og vín. Í þetta skiptið einhverkonar djúpsteiktar bollur með flórsykri og ógeðslega vont heimabruggað rauðvín. Þetta var víst einhverskonar sáttarkvöldverður þar sem einhver ágreiningur var leystur. Ég held að Rúmenar séu upp til hópa mjög skapheitt fólk og á tímibili hélt ég að sáttarkvöldverðurinn myndi enda í matarslag þegar fólkið fór að tala hátt og hratt; á þeim tímapunkti grandskoðaði ég glasið mitt að innan og klárað viðbjóðin sem í því var. Við ákváðum að við tvö myndum borða heima og drekka pinot noir.....mér til mikils léttis.
Á leiðinni heim urðum við bensínlaus.....beint fyrir utan bensínstöð. Heppsilegt, en bíllinn vildi ekki í gang. Ég mundi eftir vitrum orðum móður minnar að þegar tankurinn er alveg tómur þá þarf að setja hell of a lot af bensíni þannig bíllinn vilji í gang aftur. En Robert var ekki á því og sagði að þetta væri mjög flókið mál..blablabla. Þannig við tókum leigubíl heim og hvað.....jú leigubílstjórinn sagði nákvæmlega það sama og ég svo Robert fór og aftur og prófaði. Viti menn, það gekk upp. Ég spáði í því í smá stund hvort ég ætti kannski að verða bílaviðgerðamaður þar sem ég er svona klár.
Á laugardaginn fórum við svo útúr bænum. Robert þurfti ekkert að gera þannig við skelltum okkur í kaggann og útfyrir bæjarmörkin. Eftir þriggja klukkustunda keyrslu komum við að Drakúlakastala.......sem var lokaður; story of my life. Ég var ekkert að deyja úr sorg yfir að komast ekki inn og sjá hann, hefði verið gaman en seinna. Í staðinn skoðuðum við eitthvað húsasafn og tókum bjánalegar myndir. Við komust að því að kannski Robert ætti að reyna fyrir sér í modelbransanum.
Miklir möguleikar. Ég held að hann gæti orðið súpermódel á nó tæm.
Kvöldmatur á skrítnum rúmenskum stað sem að sjálfsögðu var ekki með neinn grænmetisrétt (allir sem hann sagði að ég væri grænmetisæta settu upp furðusvip og spurðu afhverju í ósköpunum ég borðaði ekki kjöt; djös pjattrófan!). Þannig ég át súrsaðar gúrkur, sveppi og kál og osta. Og aftur var ég látin smakka grappa nema í þetta skiptið var það heitt....ooooooj.
Þriggja tíma akstur heim og við gerðum heiðarlega tilraun til að horfa á mynd. Eftir þrjár mín var ég farin að hrjóta. Sunnudeginum var svo eytt í aflsappelsi þangað til kominn var tími á að fara í lestina. Ég var búin að byrgja mig upp af myndum til að eyða tímanum. Robert borgaði svo lestarkallinum aðeins aukalega þannig ég gæti verið ein í bás (það er hægt að fá öllu sínu framgengt ef maður bara flassar nokkrum seðlum). Þannig var ég ein í bás alla leiðina til búdapest sem var miklu betra en að deila með einhverjum. Á leiðinni til bucarest var ég í bás með þremur skrítnum kellingum sem drukku einhvern viðbjóð úr kókflöskum og ég var viss um að þær ætluðu að stela passanum mínum meðan ég svaf.....paranoid. Endaði svo í búdapest snemma morguns í rigningu......hressandi.
Næst þegar ég fer til Bucarest er planið að fljúga til Cluj og skoða meira af fjöllum og einhverju svona landslagi......
Og það eru fleiri myndir á flickr síðunni. Ef litið er til hægri má sjá link sem heitir myndir, ef smellt er þéttingsfast á þennnan link má skoða nokkrar myndir sem hafa verið teknar. En það verður að viðurkennast að ég er aumasti túristi sem sögur fara af. Ég kann ekki að taka myndir af húsum og landslagi og solleiðis, einfaldega vegna þess að ég er ekkert voðalega hrifin af húsum nema til að vera inní þeim og landslög.....æj ég veit það ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.3.2008 | 16:02
Innskot
Martröðin um að vera nakin í skólanum varð að raunveruleika í dag nema hvað ég var ekki nakin heldur.......gubbaði ég Í TÍMA. Smart, finnst ykkur ekki. Ég ákvað því af gefnu tilefni að gefa mér nikknafnið; Mrs. Pjúkí.
Vóh,þetta er svo vandræðalegt að ég veit ekki alveg hvernig ég átti að haga mér. Sem betur fer hafði ég ekki gúffað í mig egg og beikoni í morgunmat þannig það var bara eins og ég hefði helt vatni á gólfið....je ræt! Kennarinn benti mér vinsamlega á að kannski væri góð hugmynd að fara heim sem ég og gerði og verð að viðurkenna að ég get ekki alveg treyst maganum á mér eins......en það er þó allavega klósett í byggingunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2008 | 17:17
Ferðasaga1
Þegar ég vaknaði í morgunn eftir að lestarkallinn var búinn að banka þrisvar til að segja mér að komið yrði í höfn eftir 20 mín, var mér litið útum gluggan: slydduógeð. Ég íhugaði alvarlega að fara og kaupa mér miða til baka í sólina og rykið og geðveikis umferðina í Bucarest. Í staðinn tók ég strætó heim og lagði mig og viti menn þegar ég vaknaði sást glitta í sól.
Það var líka rigning og dimmt þegar ég fór frá Búdapest og það var sól þegar ég kom til Bucarest. Afskaplega myndarlegur maður á afskaplega myndarlegum silfruðum jeppa beið eftir mér og leiddi mig útaf lestarstöðinni. Þegar við héldum á stað útí umferðina leist mér ekki á blikuna og hélt í allt sem ekki var á fleygiferð um bílinn. Það eru engin strik á götunum þannig fólk vippar sér þar sem er pláss jafnvel þó fimm bílar séu hlið við hlið og brunar svo framúr öllum um leið og græna ljósið er við það birtast. Framúrakstur er í tísku sérstaklega ef hann er nógu glæfralegur; í nokkur skipti sat ég stjörf og horfði í gular glyrnur á bílum sem komu á móti okkur (hvort sem þeir eða hann voru að taka framúr). Ég er ekki þekkt fyrir að vera bílhrædd og hef verið kölluð glanni og óþolinmóð í umferðinni; í þessari umferð væri ég eflaust ennþá að bíða eftir plássi á einhverjum gatnamótum.
Fyrsta daginn var mér hent útí djúpu laugina. Ferðinni var heitið í þorpið þar sem mamma hans og amma og fyllibyttufrændi búa. Amman var lítil (pínulítil) í pilsi og vesti með sjal um hausinn og tannlausan munn fyrir utan eina gulltönn (Robert og amman eru að fara til tannlæknis í vikunni, hann að láta rífa úr sér jaxl, hún að fá sér nýtt sett), hún var líka með fallegt sett af augum. Mamman (Constantina) var krúttlega ítölsk í útliti og talar hátt. Samskipti okkar á milli fólust í brosi og augngotum. Ég tala ekki stakt orð í rúmönsku og þær ekki ensku (ég kann reyndar að segja bróðir, nei, já og takk og alltí lagi). En amman var mega sæt, ég hefði átt að taka mynd af henni.
Robert er að vinna í að endurnýja heimakynni þeirra mæðgna, nú og frændans. Hús ömmunnar er tilbúið og krúttlegt í meiralagi, mömmuhúsið er í vinnslu og frændinn er kominn með eldhús og sturtu. Áður bjuggu þau í mjög hrörlegu húsi sem frændinn náði svo með undraverðum hætti að rústa; mér dettur í hug drykkjulæti og amman flutti út. Svo kom hetjan og reddaði málunum; nú fá allir sitt eigið hús og svo ætlar hann að búa sér til hús á sömu lóð við vatnið. Þannig er það að þegar ungarnir eru flognir úr hreiðrinu þá verða þeir á einhverjum tímapunkti að snúa til baka og hugsa um foreldra sína og foreldra þeirra. (p.s það var líka kamar því amman neitar að nota nýja fína klósettið inní húsinu, fyrr skal rassinn á henni frjósa en að tefla við páfann inní húsinu).
Frændinn. Ætli sé ekki best að lýsa honum.....nei annars. Eflaust getið þið fundið tvífara hans einhversstaðar við Austurstrætið niðri við ríkið og ef þið leitið vel þá getið þið jafnvel tekið eftir kærustunni hans. Hann talaði heldur enga ensku en lagði ríka áherslu á mál sitt með því að grípa þéttingsfast um upphandlegginn á mér. Svo kvaddi hann mig með einum blautum beint á kinnin....næs! Fyrst þegar ég hitti þau skötuhjú sátu þau saman og spiluðu á hljómborð, kella með sár á nefinu eftir slagsmál. Næst þegar ég hitti þau var sárið á kellunni gróið en í staðinn var frændinn með brotið nef.....Og Robert hvíslaði því að mér í eitt skiptið þegar frændinn tók gúlsopa af einhverju áfengu að hann drykki aldrei vatn en væri ótrúlega hress (þangað til.....)
Þegar komið er útúr Bucarest má sjá sígauna eða sveitafólk á hestvögnum. Ég tók aldrei eftir fólkinu sem sat á vögnunum en gvuð minn góður ég tók eftir ástandinu á mörgum af hrossunum. Það sást í hvert rif á fætur öðru, mjaðmabeinin sköguðu út og þau voru mött og rytjuleg. Það virðist nefnilega vera svo að margir líta á hestana sína eins og gamlan bíl: nota þau eins mikið, eins ódýrt og hægt er þangað til þau detta niður dauð. Þau líta á hrossin sem vinnuvélar. Ég hef ekkert á móti því að nota hesta sem vinnudýr en það er lágmark að hlúa að þeim og sjá til þess að þau skorti ekkert þannig þau geti unnið vel. Og götuhundar voru á hverju horni hvort sem það var í þorpunum, Bucarest eða við þjóðvegin. Ótrúlegt en satt þá litu flestir þeirra vel út og virtust vera í ágætis holdum. Sumir taka að sér að gefa þeim að éta en svo eru það allra villtustu sem halda sig í hópum og gæða sér á hvers kyns rusli og eru aggresívir gagnvart fólki. Nokkrum sinnum kom ég auga á svona gengi og þetta eru 5-15 hundar sem halda sig saman, minnti mig soldið á Ógnargengið úr Garðabænum. Það gerist víst endrum og eins að þeir ráðast á fólk og þeir hafa jafnvel drepið fólk......
Spurning um að fara í mission og gelda alla götuhunda.......hmmm!
Læt hér við sitja í bili, ætla að fara og fá mér súpu með erell þar sem allar búðir voru lokaðar í dag og það eina sem ég á er dós af maís. Og ég vona að staðurinn sé opinn sem við ætlum á.....annars eru það gular baunir og súkkulaði í kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2008 | 10:16
Vikan
Ég er búin að vera löt að blogga. Ástæðan: Rúmenski rómansinn er búinn að vera í heimsókn síðastliðna viku. Upprunalegt plan var að hann myndi vera frá sunnudegi til miðvikudags. Þannig við fórum fínt út að borða á þriðjudagskvöldið þar sem við drukkum rauðvínsflöskur og önnur lenti hálf á gólfinu þegar hann var að segja mér frá einhverju stórkostlegu og þurfti að gera handasveiflu sem endaði með vínflöskunni á hliðinni. Á miðvikudagsmorgunn sagði hann að hann myndi vera einn dag í viðbót. Á fimmtudeginum ákvað hann seinka förinni fram á föstudag. Á þessum tímapunkti var ég farin að spá hvort ekki væri rétt að rukka hann um leigu; ég benti honum kurteislega á að ég þyrfti að læra og hann þyrfti að finna sér eitthvað að gera á meðan. Nó próblem. Eftir að hafa bókað miðann á föstudaginn og við sátum með krökkunum úr skólanum og hann komst að því að um kvöldið var afmælispartý hjá Salim með líbönskum mat.... héldum út á lestarstöð og í grilljónasta skipti breytti hann miðanum sínum fram á sunnudag.
Að sjálfsögðu fórum við í partý til Salim og það var svívirðilega gaman og þegar það gaman þá er það oft þannig að glasið tæmist aldrei. Við stauluðumst út og heim á leið. Ég stakk uppá að fara á subway og kaupa gulrótaköku; góð hugmynd? Alveg þangað til ég þurfti að fara á salernið sem er á efri hæðinni. Þegar ég var svo á leiðinni niður í glæsilegum jakka sviku fæturnar mig og ég rann á rassinum niður allar tröppurnar og staðurinn var fullur af fólki. Ég stóð upp og leit í kringum mig en sá engan hlægja nema.....Robert sem lá á gólfinu í hláturskasti. Ég komst aldrei í það að borða gulrótarkökuna og þegar ég vaknaði morguninn eftir var ég með einn þann stærsta marblett á vinstri rasskinn sem sögur fara af; og hann er þar enn.
Þannig í dag er hann að fara heim og á föstudaginn fer ég til Rúmeníu og sé hvernig staðan er þar.
Stay updated!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.2.2008 | 19:03
Búdapest í febrúar
Þegar það er 15 stiga hiti og sól er fínt að rölta í rólegheitunum úr skólanum með einhverja hressandi músík í æpod. Yfirleitt þegar ég labba í eða úr skólanum þá arka ég og horfi oní gangstéttina en í dag var ég hálf lúin eftir þriggja tíma grasafræði (það er ómanneskjulegt að láta fólk sitja inní í þrjá klukkutíma og tala um fræ) og rölti þessvegna. Og þegar maður röltir þá sér maður meira það sem er í kringum mann og þá sem labba framhjá manni. Í dag þegar ég rölti framhjá strætó sá ég mér til mikillar furðu hvar strætóbílstjórinn tók sér dágóðan smók af sígarettu. Ef hann hefði staðið fyrir utan strætóin sinn í sígópásu þá hefði ég ekki numið staðar en þar sem hann sat inní strætó og var við að sameinast umferðinni gat ég ekki annað en stoppað og glápt. Hvernig er hægt að ætlast til að fólk hætti að reykja í þessu landi þegar það má reykja í strætó og það þarf að taka það sérstaklega fram að það má ekki reykja í skólabyggingunum.....þessvegna keypti ég mér los nikótínótyggjó aftur; þvílíkur unaður.
Ég á mína eigin ávaxta/grænmetiskonu. Ég á öll mín ávaxtaviðskipti við hana; alltaf og þegar hún er ekki við og ég ávaxta/grænmetislaus þá fæ ég kvíðakast. Á mánudaginn þurfti ég að beina viðskiptum mínum til konunnar á básnum við hliðina á þar sem minn bás var með öllu lokaður. Þessi kona sér mig koma tvisvar í viku, arka að básnum mínum, eiga mín brosmildu viðskipti og arka í burtu með fullan poka af vörum. Ég hef grun um að henni hafi liðið eins og second hand vændiskonu þar sem hún valdi ónýtar appelsínur handa mér og svo voru bananarnir heldur ekki góðir. Í dag fór ég á minn bás og fékk dýrindisbanana og appelsínur og epli. Við erum orðnar ágætis vinkonur; nú þarf ég bara að læra málið og þá förum við að fara að fá okkur kaffi saman.
Ég á að vera að læra. Er samt búin að vera læra í dag síðan ég var búin í skólanum....eða svona nærri, horfði á tvo þætti af Klovn meðan ég borðaði soðið grænmeti með tómatsósu. Ég var að lesa um æðarnar í hausnum og ég held svei mér þá að við lesturinn hafi allavega tvær sem ég var að lesa um poppað í hausnum á mér. Þetta er eins og landakort af Indlandi og ég þarf að læra utanaf allar smágötur sem bera nafn.........Gotta love it.
Það er annars að frétta af rúmenska rómansinum að það er von á honum í næstu viku. Ég sagði honum reyndar að það væri kjánalegt að koma á sunnudegi þar sem ég er í skólanum á virkum dögum. Hann getur dundað sér við að leita að fínum skóm fyrir mig eða eitthvað svona í líkingu við það.
Aftur að lærdómnum og nú skal það vera efnafræði....júhú!
mamma verður 14 á föstudaginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2008 | 14:53
Læknisheimsókn
Ég nenni ekki að skrifa neitt allt of mikið um læknisheimsóknirnar sem ég átti í dag. En eins og venja er fór ég fyrst til heimilislæknis (hef aldrei haft mikla trú á þeim nema maður sé með streptokokka eða kvef). Lenti á þessari líku stórfurðulegu bollukonu, sagði henni að mér illt í ökklanum og eitthvað bla. Nema hvað að hún forwardaði mig á sérfræðing og ákvað að skrifa smá sjúkrasögu (ekki veit ég afhverju, ég er ekki veik bara illt í ökklanum). Fyrir það fyrsta þá staðsetti hún sársaukan á vitlausan stað og svo allt í einu vildi hún fá að kíkja uppí mig og ég var mikið að spá í hvernig hálsinn á mér væri tengdur verk í ökkla. Ég verð að láta sjúkrasöguna sem hún skrifaði fylgja, þetta er hilaríus:
"Past medical history: nothing
Currently: right ancle pain (from 2 days very badly), but this from 1,5 year. Before: no cold,no inflammation, no fever, no throat sore, nothing
Good physical status, pain in right ancle, in Achilles, no fever, no sore throat, no inflammation in throat, bu in right side (in submand. region) nodes (no tenderness, no painful), no throat inflammation, clear tonsils
Diagnosis: Achilles inflammation (?) in the right ancle"
Þetta er skrifaði af heimilslækninum. Ég er ennþá að reyna að átta mig á hvað hiti, hálseymsli, kvef og kirtlar hafa að gera með ökklann. Og greiningin hennar var röng....hvernig þessi manneskja komst í gegnum læknisfræði skil ég ekki, sérstaklega í ljósi þess að skólarnir hérna eru ekkert grín. Það er allvega alveg ljóst að ég er ekki með hálsbólgu eða sýkingu í hálsi.....
Svo þurfti ég að borga og ég gat ekki annað en brosað útí annað: TIH=This is Hungary.
En sérfræðingurinn minn var afskaplega indæll og talað hreint ágætlega ensku þó hann hafi sagt að ég ætti að message my muscle. Skilaboðin komust til skila og hann heimtaði ekki að skoða hálsinn á mér. Ég ætla á annað deit með honum á miðvikudaginn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)