20.2.2008 | 20:05
Niðurtúr
Hlaut svo sem að koma að því. Það er ekki hægt að búast við endalausum rósrauðum, vellyktandi dögum. Æfing í gær, hápunktar vikunnar er þegar ég fer á æfingar; skemmti mér konunglega og fæ útrás sem ekki næst að losa við skrifborðið. Ég fann fyrir smávegis ökklaóþægindum áður en ég fór á æfinguna en ákvað að vera ekkert að spá mikið í þeim. Óþægindin voru enn til staðar eftir æfinguna en ég ákvað að þau myndu lagast yfir nóttina.....ræt. Þegar ég vaknaði í morgunn var verkurinn þvert á móti farinn. Í staðinn er hvert fótatak vont og sífelldur seiðingur og þegar ég rétti úr eða kreppi ökklann þá er eins og bein nuddist í bein. Þetta er svo ógeðslega vont og óþægilegt. Skil ekki hvað er með þennan fokking ökkla. Þetta þýðir það að ég þarf að taka mér pásu frá æfingum (gvuð veit það þarf að vera löng pása) og díla við helv...læknana hérna. Ekki svalt, sérstaklega þar sem bæklunarlæknirinn heima sagði að ef sterarnir sem hann sprautaði inniá liðinn í sumar myndu ekki redda málunum þá væri næsta úrræði aðgerð.....frábært og ég er föst í ungverjalandi fram í byrjun júlí. Og hérna er þarf að borga læknunum undir borðið til að fá viðeigandi þjónustu þar sem þeir eru svo miklum skítalaunum!
Oki....ógisslega hress færsla....not!
Svo er þessi antióléttupilla verk djöfulsins. Gott ef bobbingarnir á mér séu ekki að verða á stærð við tvær myndarlegur melónur.....aint diggin it!
Ég ætla að fara að halda áfram að velta mér uppúr sjálfsvorkun og virkilega sársaukafullum ökkla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2008 | 09:54
Mér langar..
Ha....náði ykkur!
Sólin skín fyrir utan gluggan minn og mig langar svoo mikið að fara á hestbak. Reyndar langar mig á hestbak heima í nýja hesthúsin og fara í góðan túr með hansa. Drekka svo kaffi og dýfa súkkulaðikexi oní og jafnvel sulla smá viskí útí það.
Það er ekta hestbakveður hérna; sól en kalt og hreyfist ekki hár á höfði. Oooooo, hvað mig langar hestbak!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.2.2008 | 14:31
Síðasta færsla
Sem ég skrifaði var löng og skemmtileg og hnyttin og frábær í alla staði. Þegar ég hafði lokið við að lesa hana yfir þrýsti ég þéttingsfast á Vista og Birta takkan, beið í dulitla stund og færði mig svo yfir á slúðursíðurnar. Þegar ég ætlaði svo að lesa færsluna aftur til að fullvissa sjálfa mig um hvað ég væri nú skemmtileg var engin ný færsla. Sama gamlan færslan blasti við mér og ekki tangur né tetur af þeirri nýju hnyttnu. Líkurnar á því að ég skrifi eins langa færslu núna eru afskaplega litlar.
Ég er í tíma þessa önnina sem er Grasafræði. Ég man þegar ég tók grasafræði í Háskólanum, hvað mér fannst þetta algerlega fáránlega og tilgangslaust og asnalegt fag. Ég lét líka kennarana óspart vita af því hvað mér þætti kjánalegt að teikna upp fræ og blóm eins og sex ára gemlingur. Kennararnir mínir tveir í grasafræði hérna eru stórstórfurðulegir. Fyrirlesarinn blastar mozart meðan hann þylur upp latnesk heiti á fíflum og sóleyjum og verklegi kennarinn.......jah, hún er bara einkennileg í alla staði.
Rúmenski rómansinn er ennþá on. Hann hringir endrum og eins.....ég er að fíla longdistanrómans, miklu meira spennandi auk þess get ég hagað mínum tíma eftir mínu höfði. Ég ákvað að fyrrverandi miss rúmenska kærastan hans hafi unnið Miss Rumenia í óbeislaðri fegurð. Og ég ætla að halda áfram að trúa því þar til ég fæ áþreifanlegar sannanir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 23:56
Fyrsta vikan
Það er alltaf pínu maus að byrja aftur og koma af sér fyrstu vikunni. En ég verð að viðurkenna að það róar mig að vita að ég sé komin aftur í rútínu; skóli, læra, æfa, kaupa í matinn alltaf á sama degi og alltaf á sama tíma. Ég verð eitthvað svo rótlaus og órólega þegar ég á ekki rútínu, þegar dagarnir liggja bara einhvern veginn í lausu lofti. Erell er strax farin að sakna þess að vera í fríi......við erum á öðrum degi. Ég ákvað að taka prósakfílingin á þetta og líst bara vel á kúrsana (búin að stimpla það í hausinn á mér), nema kannski efnafræðina en það er bara vegna þess að kennarinn talar á hraða skjaldböku án fóta og ég held hann hafi gleymt að setja uppí sig efrigóminn í dag.
Var á æfingu áðan.....þetta verður bara skemmtilegra með hverri æfingu. Pínu spark hér og þar með dass af fimleikum og dansi. Ætlaði mér að prófa Art jazz en kemur í ljós að það er á sama tíma og capoeira og það er víst ekki hægt að gera allt sem maður vill. Á morgunn er stuttur skóladagur og planið er að fara á húðflúrstofu.....en örvæntið ei, ég er að fara með Tonje sem ætlar að fá sér gat einhversstaðar en ef ég skildi verða svo heppin að rekast undurfagra mynd........well! Svo ætla ég að læra og læra aðeins meira og ég hugsa að ég endi kvöldið á smá heimsókn til Miss iceland (katla).
Annars hitti ég afskaplega myndarlegan mann; fyrrverandi kærastan hans er Ungfrú Rúmenía. Ég er enn að gera það upp við mig hvort ég hafi áhuga og potential að keppa við það. Ég gæti hugsanlega unnið hana í Miss blaze; því það eru fáir sem skarta eins fagurri blesu og ég!
Hugsa að best væri að koma sér í háttin þannig ég geti vaknað á morgunn og búið mér til undursterkt kaffi. Það er eina leiðin til að hugsanlega ná að vaka þann tíma sem maðurinn í efnafræðinni bablar um 3 efni á tveimur tímum, gvuð minn góður!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2008 | 14:52
Úúúúúje
Búin að fá úr öllum prófum. Náði öllum prófum og með fínar einkunnir nema kannski stærðfræðin en hverjum er ekk sama um það; það er ekki eins og ég ætli mér að sitja á rassinum og reikna laun allan daginn.
Þannig nú er ekkert annað að gera en að demba sér í næstu önn og missa ekki móðinn yfir grasafræðinni frábæru. Ég get ekki beðið eftir að fara að teikna fræ og blóm og svona hressleika!
Er að spá í að fara og horfa á einhverja bíómynd eða leggja mig eða eitthvað svona áður en ég fer á los æfingu!
Aaaaa, fíls gúdd!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2008 | 15:38
Yesss!
Búin í prófum. Var að fá úr anatómíunni og fékk 4. Hefði ekkert haft á móti því að hafa gengið aðeins betur í efnafræðinni í dag en ég vona að þetta hafi gengið eftir.....ó hvað ég vona það.
Æfing og svo ætla ég að væta kverkar með gullnum veigum og hver veit nema ég baki á morgunn....eða ekki!
En vóh, hvað ég er glöð að prófunum sé hér með lokið í bili!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2008 | 15:57
Mánudagurinn fyrir próflok
Það er svo erfitt að einbeita sér daginn fyrir síðasta prófið. Einhvernveginn virðist það alltaf vera þannig að hugurinn er alltaf komin nákvæmlega á þann tíma sem prófið er búið. Og þar er ég núna; á morgunn klukkan 12. Ég er ekkert í dag.....á morgunn.
Ég er ennþá að drepast úr harðsperrum (fíla það). Æfingin í gær var svaðalega erfið en ótrúlega skemmtileg eins hinar sem ég hef farið á. Við fengum því uppljóstrað hvaða nöfnum við eigum að ganga undir á æfingum. Hópurinn hafði um þrjú nöfn að velja fyrir mig: elastic, ballerina og giraffe........og getið hvað ég fékk; Giraffe. Þjálfarinn var víst búin að finna það eftir fyrsta eða annan tímann sem ég tók þátt í. Þannig ég má búast við því að vera kölluð gíraffinn hægri vinstri á æfingum; hressandi.
Er að bíða eftir anatómíuniðurstöðum; þeir eru ekkert að flýta sér að setja þær á netið; kúkalabbar. Og svo er ég að reyna að neyða sjálfa mig til að lesa efnafræðina yfir einu sinni enn. Veit ekkert hvort ég sé tilbúin fyrir þetta próf en ég eins og ég segi; það þarf að beita sig hörku fyrir síðasta prófið. Á morgunn ætla ég í H&M og kaupa mér tvo til þrjá boli.....er að spá í að borga í brauði!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2008 | 10:54
Herre gud
Ég er með svo miklar harðsperrur að það er vont að setjast á klósettið. Æfing í kvöld og ég hef fulla trú á að þá muni þessar harðsperrur hverfa. Og vonandi fæ ég að vita nickneimið sem þjálfarinn er búinn að gefa mér......Spennó
Í dag, á morgunn og hinn er ég búin! Hlakka til!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 23:07
Jibbí kóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 09:58
okidoki
Eitt próf eftir á þriðjudag og þá er ég komin í vikufrí og veit ekkert hvað ég á að gera. Prófið í gær gekk ágætlega og ég vona að ég hafi náð fjandans inngangsspurningunum; ef ekki þá græt ég.
Capoeira var megaskemmtileg og ég er að fara aftur í kvöld þrátt fyrir óbærilegan verk sem er komin af streng í kálfa og ekki er ökklinn skárri. Skv. kennitölunni minni er ég 24 en ég er farin að hallast að því að líkaminn á mér sé a.m.k 8 árum eldri. En ég nenni eiginlega ekki að spá í því eða láta það stoppa mig. Í fyrramálið ætla ég svo í pilates og svo ætla ég að prófa einhverskonar Art jazz. Þessa önn ætla ég að gera eitthvað sem mér finnst megaskemmtilegt og ég er nú þegar búin að finna eitt; capoeira. En dem, hvað er leiðinlegt að vera ekki góð í því (við fórum í advanced class....). Svo í sumar ætla ég að fara dansnámskeið hjá æskuvinkonu, þannig það er eins gott að hún verði með námskeið.
Er að reyna að fá sjálfa mig til að byrja á þessari efnafræði. Það er ekki það að mér þyki hún leiðinlegt, þvert á móti finnst mér efnafræðin alveg ágæt. Afturá móti er ég komið hálfgert ógeð á að sitja í þessum stól fyrir framan þetta skrifborð en þetta eru ekki nema fjórir dagar og þá get hundsað það í allavega viku.
Ég er að upplifa stúdentabankareikning eins og er: tómur! Djöfull er það hressandi. Túnfiskur og gula baunir næstu daga. Og thank god að bjórinn sé eins ódýr og hann er, ef ég væri heima þá þyrfti ég að drekka vatn á barnum og hvaða fútt er í því. Og talandi um bari: Kæri sirkus, þar sem ég hef eytt meiri tíma en æskilegt er í drykkju og annan ólifnað hélt lokakvöld í gær. Þvílík sorg. Hvert á nú allt músíkfólkið, kvalin skáld, leitandi leikarar, mjóar módelínur og við fernan (ég, hans, lygi og ómar) að fara? Barinn? Nei, þar eru ungabörn enn með snuddu, Kaffibarinn? Jaaaá, en við þurfum þá að koma okkur upp samböndum við dyraverði, Boston? Jú, en ekki til að dansa, flippa og fíflast, Qbar? JÁ auðvitað, þar er gott og hressandi að vera. En sirkus verður saknað, ó já.
Er að hætta að reykja á morgunn; á ammælinu hans Hans Orra. Og að því sögðu TIL HAMMARA MEÐ AMMARA HANS (á morgunn).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)