23.1.2008 | 11:29
23.01
Asnalegt að þurfa alltaf að setja einhverja dem fyrirsögn.
Heather Ledger dáinn!!! Eitthvað sem enginn bjóst við, það þýðir að tveir leikarar hafa dáið núna á nokkrum dögum; orsök=overdose.
Við fórum í capoeira í gær, hressandi og skemmtilegt þó ég þoli voðalega illa að vera ekki góð í einhverju. Þannig ég þarf að æfa af krafti til að reyna að ná hinum þar sem mig langar eiginlega ekki að fara í byrjendahóp. Kennarinn var að sjálfsögðu myndarmenni með myndarkropp en talaði hvorki ensku né ungversku (ekki að það hefði hjálpað mér mikið ef hann talaði ungversku). Kauði er frá brasilíu og talar því bara portúgölsku, ein ein stelpan í hópnum gerðist svo almennileg að túlka. Í upphafi tímans stóðum ég og Sheila eins og illa gerðir álfar og biðum eftir að einhver talaði við okkur, loksins kom svo gaur og spurði hvort við værum komnar til að prófa......obviously. Áður en við vissum af var búið að planta okkur á kolla og allir fóru á spila á hljóðfæri sem mér fannst afskaplega skemmtilegt þangað til að átti að skipta um sæti og ég allt í einu komin með einhverskonar kókóshnetuhljóðfæri í hendurnar. Ég get dansaði við músík og sungið með en að planta mér á stól og segja mér að slá á kókóshnetur í takt við eitthvað enn einkennilegra hljóðfæri......ekki að fíla það.
En afgangurinn af æfingunni var skemmtilegur og við lærðum jingajinga eitthvað franskt spark og eitthvað annað spark sem ég man ekki. Á föstudaginn ætla ég að vera hugrakkari en ef ég er látin spila á eitthvað hljóðfæri.......þá fer ég að gráta.
Back to ce books!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.1.2008 | 16:27
Motivation
Vá, hún er ekki til staðar. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að snúa mér í þessu. Finnst ég búin að lesa efnið sirka 100x yfir og að ég geti ekki lesið aftur yfir það. Búin að skrifa grillján blaðsíður af glósum sem ég er að dunda mér að lesa yfir. Vildi að prófið væri á miðvikudag en ekki fimmtdag, ljúka þessu af.
Þannig ég get ekki sagt að það sé mikið að frétta. Ég sit við skrifborðið mitt og milli þess sem ég hendi mér í rúmið og horfi á einhverja stórkostlega ameríska þáttaröð. Svo sest ég aftur við skrifborðið mitt í tilraun tvö að troða meiri visku í hausinn á mér. Við sjáum til hvernig þetta allt saman fer.
Ég og Tonje (roomie) erum að fara í capoeira á morgunn, ooo, ég hlakka svo til . Hefur alltaf langað til að prófa enda ótrúlegt hvað þetta fólk getur gert. Dansbardagaíþrótt; þetta verður spennandi.
Annas vona ég að handritshöfundar í hollívúdd hætti bráðum í þessu verkfalli, vita þeir hvað þeir hvað þeir eru að gefa okkur mikinn extra tíma sem við vitum ekkert hvað á að eyða í. Ég vil despó og gossip!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2008 | 20:52
.........
Það kemur mér alltaf meir og meir á óvart þegar fólk viðrar fordóma sína fyrir mér. Ég geri mér fyllilega grein fyrir að það er fullt af fólki með fordóma en þegar ég lendi í því að tala við einhvern sem svo allt í einu skýtur fram fordómacommenti þá fellur hakan á mér niður í gólf. Stundum reyni ég að malda í móinn en stundum þá reyni ég að skipta um umræðuefni.
Þetta fer gífurlega í taugarnar á mér og röddin hækkar alltaf um þriðjung og ég er viss um að ég verð rauð í kinnunum þegar þetta efni ber á góma. Sérstaklega verð ég hissa þegar fólk sem ég þekki vel og þykir vænt um fer að gera uppá móti fólks sökum landafræði. Það að geta látið pólverja, tælendinga, múslima fara í taugarnar á sér bara af því fólk er frá hinu eða þessu landi er með algerlega óskiljanlegt. Ef fólk er leiðinlegt, frekt eða ósanngjarnt þá fer það í taugarnar á mér, mér gæti ekki verið meira sama hvað stendur á vegabréfinu þeirra.
Skemmtileg færsla.....ha? Það sem fékk mig til að skrifa hana var að vinkona mín tjáði mér það yfir kaffibolla að hún myndi aldrei, ALDREI fara út með manni sem væri múslimi. Ástæðan var sú að þeir koma illa fram við konurnar sínar. Og þar sem hún hefur lesið grillján bækur og greinar um múslima sem koma illa fram við konurnar sína, þá er það algerlega rökrétt að setja alla múslima undir wifebeaterhattinn; HALLÓ, VAKNA! Samtalið enda reyndar á þá vegu að hún myndi aldrei fara út með öfgatrúarmanni og ég sagði henni að ég gæti getið það í sátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2008 | 14:45
Ferðalag
London var kósí. Það var skítaveður megnið að tímanum sem ég var þar, þannig ég hafði fína afsökun fyrir að hanga inni að læra eða horfa á sjónvarpið. Reyndar fór ég aðeins í Urban outfitters og keypti tvennar glæsibuxur og þar með var það upptalið (ólíkt mörgum konum þá á ég afskaplega erfitt með búðarráp og mátanir).
Á leiðinni á luton hlustaði ég á rútubílstjórann og mann sem mér skildist að væri prestur tala um allt milli himins og jarðar. Fyrst töluðu þeir dáldið um veðrið, næst voru það rútuferðir, þá var það 11 mánaða gamalt barn rútubílstjórans sem hafði meira gaman að því að éta jólapappírin en því sem var inní honum og konan hans er víst búin að vera í fríi frá lestarmiðasölunni þar sem hún er að hugsa um barnið. Næstu helgi fær hann sex daga helgi (rútubílstjórinn). Svo snerist umræðan aftur um rútuferðir og hvernig best væri að komast frá london til luton; samkvæmt prestinum verður það mikið mál með miklum strætó/lestarskiptingum þannig hann vonar að "the green line" haldi sinni rútínu.
Þegar ég kom á flugvöllin var ég alveg búin að búa mig undir að: það yrði seinkun á fluginu, að taskan mín væri í yfirvigt, að passin hefði dottið úr töskunni minni og fleira í þeim dúr. Ekkert af því gerðist. Ég keypti mér bók; Skinny bitch og Animal ignorance. Ég fékk sæti við gluggan og hliðina á mér sat par þar sem annar einstaklingurinn (pían) var afar upptekin að lesa bókina sína og strjúka handlegginn á manninum sínum. Það fór alveg óstjórnlega í taugarnar á mér og ég var nærri búin að lemja hana með bókinni minni. Flugvélin hristist ansi mikið hér og þar og einstaka sinnum gaf hún frá sér óskemmtileg hljóð, í hvert skipti reyndi ég að ímynda mér hvernig ég myndi bregðast við ef hún hrapaði. Ég komst að þeirri niðurstöðu að ég myndi hreinlega halda ró minni og þykjast vera í rússibana.
Skemmtilegasta leigubílstjóri í heimi skutlaði mér svo heim (gegn gjaldi). Hann samkjaftaði ekki á ekki svo góðri ensku. Hann á hund og hefur átt risahund og svo átti hann einu sinni ungverska vizslu. Einu sinni fór hann á kóka kóla beach (það eru augljóslega engar strendur hérna þar sem landið er landlocked, þannig ég læt mér detta í hug að þetta sé vatnsbakki) og skammaði þýska konu fyrir að skilja barnið sitt eftir útí vatninu. Við vorum sammála um þetta væri mikill glannaskapur og jafnvel forheimska.
Og núna er ég búin að versla í matinn en hef ekki enn tekið úr töskunni. Það kemur að því en fyrst ætla ég að klára hauskúpuna sem ég var byrjuð á.....namminammi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2008 | 20:13
jæja
Jóla/áramótafríinu er lokið. London á morgunn og budapest á föstudaginn. Og ég er alveg orðin dáldið stressuð fyrir prófin. En ég hef tíma til að læra þannig það er eins gott að þetta klúðrist ekki. Er ekki í stuði fyrir klúður, hvernig sem þau eru.
Planið fyrir 2008: læra fyrir öll fög jafnt og þétt yfir alla önnina, æfa meira og finna dansinámskeið, læra, laga hjólið mitt, hjóla í staðinn fyrir að labba eða taka strætó, vera dugleg að halda áfram að horfa á despo og gossip, fara til læknis þegar ég kem heim og láta athuga með þetta fína ör á nefinu á mér, synda, vinna, labba með hunda og eitthvað svona sneddí.
Sjáumst að fimm mánuðum liðnum. Vona að mér verði boðið í einhver kokteilpartý þannig ég hafi ástæðu til að nota hæla og kjóla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.12.2007 | 13:04
2007
Ég var að skoða einhver blogg, því mér leiðist óheyrilega og flest þeirra eru með svona líta til baka móment. Og þar sem mér leiðist ennþá og myndin sem er í tækinu er bara alltí lagi en ekkert greit þá ákvað ég að gera líka svona sneddí.
- Ég vann í bestu og uppáhaldsvinnu fyrr og síðar.
- Íris tjáði mér það að hún væri sperminated og ég fékk áfall en náði mér svo.
- Datt af hestbaki, braut á mér nefið, reif vörina frá andlitinu og horfði á heila seríu af house á einni og hálfri viku. Og var í lyfjamóki þessa einu og hálfu viku og hélt kjörís uppi með hlunkaáti.
- Fékk besta tölvupóst í heimi á meðan ég leit út eins og fílamaðurinn en gat ekki brosað yfir fréttunum vegna bólgu. Komst inní dýralæknanámið.
- Seinna kom í ljós að Anna væri að fara til Sverge í skiptinám (eða var það á líkum tíma).
- Ég, Hans og Lygi stofnuðum eitt öflugasta þríeyki sem sögur fara af og dönsuðum alla dansara útaf stöðunum dántán.
- Bumban á Írisi stækkaði og stækkaði.
- Ég fékk tanórexíu um sumarið og lá eins og rotuð í öllum hádegishléum þegar sólin lét sjá sig. Íris tók þátt í því með mér en ég vann brúnkukeppnina.
- Sumarið fór í fiskát, rauðvínsdrykkju, gin og tónik, hestbak, sund, vinnu og almenna gleði.
- Tímamótaskipti: inam til ungverjalands, Anna til sverge, íris mamma, hans að vinna með "kærasta mínum" og los lygos að kenna.
- Nýtt fólk í mínu lífi í Búdapest. Ekta stúdentalíf.
- Hansel keypti sér glæsilega íbúð rétt hjá stangó, planið er að fara í matarboð þar í sumar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2007 | 16:55
Ólíver
Í gær fór ég ásamt fríðu föruneyti á skemmtistaðinn sem bannar hettupeysur; aka Ólíver. Það er alltaf rosalega mikið af fallegu fólki á Ólíver og oft er það líka appelsínugult á litinn. Við sátum þarna allmörg og drukkum gvuðaveigar og höfðum hátt. Þegar ég fór út til að smögga mig þá heyrði ég útundan mér stelpuskottu vera að tala um að frægur leikstjóri væri á leiðinni á Ólíver; vá en frábært. Þegar ég kom niður þá var frægi leikstjórinn og vinir hans komnir.......Tarantínó og Eli Roth. Commoooon, ómyndarlegustu menn í kvikmyndabransanum, þannig það var ekkert meira spennandi við það. En ó mæ ó mæ, stelpurnar á staðnum voru ekki sammála mér. Þær hentu sér þarna fyrir hann og svo valdi hann það sem honum leist á, ein ógesslega heppinn fékk að skiptast á munnvatni við hann, önnur dillaði risabrjóstum framaní hann. Eli var ekkert skilinn útundan en það var ein sem var búin að hertaka hann og fældi alla hugsanlega keppinauta frá með ógnvænlegu augnaráði.
Mér leið dáldið eins og gamalli kerlingu því það hnussaði í mér hægri vinstri. Var það ekki einmitt Tarantínó sem fór í eitthvað viðtal þar sem hann lýsti því yfir að íslenskar stelpur væru auðveldar og þær kæmu til hans og ekki öfugt og svo var það líka frítt. Ojojojoj.....Það má vel vera að íslenskar stelpur séu auðveldar sem er svo sem í lagi en þegar það er komið útí það að þær nánast fara úr fötunum inná skemmtistaðnum og leggjast svo á borðið fyrir framan.....ææææ það finnst mér dáldið lágt legist. Er svona spennandi að komast í séð og heyrt? Enda magnað tímarit þar á ferð,
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.12.2007 | 17:28
Vá jólin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.12.2007 | 23:14
Vávávívá
Íslenska elítan bara bloggar og bloggar. Roslega er það skemmtilegt að þau séu að deila þankagangi sínum með almúganum. Færir okkur öll nær hvert öðru...
Ég er að koma heim eftir 5 daga. Jibbí kóla!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)