Færsluflokkur: Bloggar

in common!

ég og ragsy eigum það sameiginlegt að vera karlmannslausar! Og eins og ég hefur ragsy oft lent í því að þegar hún er búin að finna þennan sem hentar svo vel; myndarlegur, klár, skemmtilegur og allt sem óskað er eftir í karlkosti þá kemur það í ljós að sá hinn sami er að sjálfsögðu með kærustu, unnustu eða konu. Og í síðustu færslunni kemst hún bara svo frábærlega að orði að ég verð að hafa hana eftir: "Karlmenn eru bara orðnir eins og bílastæðin í miðbænum, taken or handicapped!" Þetta er fyndnasta samlíking sem ég hef á ævinni heyrt og svo sönn......bwahahaha!

 


extreme makeover

ég er að spá í að fá mér steyptar neglur, fara í ljós, fá mér strípur, flegna skyrtu og push up bra. Drekka skyr.ispróteinsheik á morgnana og borða lax í hádeginu og setja á mig megamaska á kvöldin og gúrkur á augun. Svo seinna ætla ég í bótox þannig ég verði aldrei óhamingjusöm......og svo ætla ég að vera stelpan sem hætti við að verða dýralæknir og fór í lögfræði!

Nei, djók! Sjáiði mig í anda; ég hef ekki þolinmæði til að vera í ljósum, myndi aldrei getað setið meðan einhver væri að setja á mig neglur sem seinna yrðu svo fyrir mér, fer í klippingu á hálfsárs fresti og vil þá að það taki nó tæm. Finnst óþægilegt að hafa skoruna blasandi við jóni og gunnu útí bæ og finnst súkkulaði of gott til að geta nokkurn tímann sleppt því. 

Var að skoða mæspeis og gat ekki annað en dáðst að stelpunum sem eru úbertanaðar (í mars), með óaðfinnanlegt hár, steyptar neglur og agalega fínar.....öfunda ég þær? Ætli ég öfundi þær ekki smá, og þá aðallega að þær nenni að nostra svona við sig, ég væri alveg til í að hafa vott af þeirri nennu. 

En ég nenni allavega að fara til lýtalæknis en það er líka alveg smá spennó!  


......

ég er í svo makalaust skemmtilegri vinnu og ég er að vinna með svo makalaust skemmtilegu fólki! Dagurinn í gær var magnaður; ég var með að gelda tvo hesta og svo var aðgerð á hesti! Gaman þegar það koma svona öðruvísi dagar! En vinnan mín er samt snilld og ég get ekki beðið eftir að byrja að læra og geta svo eftir fimm ár gert eitthvað í líkingum við það sem dýralæknarnir gera dags daglega!

Og svo var ég svo þreytt í gær að ég sofnaði eftir matinn klukkan níu og svaf til klukkan hálf átta í morgunn! Býst fastlega við að dagurinn í dag verði líka mjög viðburðarríkur! 


WC

Mér finnst dáldið fyndið að skammstöfunin af World Class sé WC: "Hey, ég ætla að skreppa í WC" og vera svo í tvo tíma, bwahahah! Það þarf ekki mikið til að gleðja mig. Og það var svo fínt þegar ég var að púla á einhverju stigabretti og svo hlupu alveg tveir megakroppar útí sundlaugina...brrr, ég sá að þeim var kalt!

Ég kemst samt ekki uppá lagið að vera svona megagella eins og 60% af dömunum sem eru þarna. Þær eru í svakalega fínum outfittum og virðast vera með óvirka svitakirtla eða eitthvað....og svo eru þær svakalega brúnar, ég vona að þær séu ekki að treina ljósabekkina!

Finnst samt alveg mjög fínt að vera þarna í WC, því maður þarf aldrei að bíða. Einu sinni var ég baðhúsinu og maður þurfti oft að bíða til að fá tæki og svo var tímatakmark! Ég var ekki að fíla það, en núna get ég verið eins lengi á tæki og ég vil og þarf ekki að fá samviskubit því einhver er að bíða!

Thumbs up for WC  (þetta er alveg smá fyndið)


MRI

Mér finnst mjög gaman að segja frá því að I had an MRI! Eins og er alltaf í House nema að mitt MRI var á ökkla en ekki höfði. Og þetta tekur ekki tvær mínútur eins og í House heldur klukkutíma....og það er ekkert skemmtilegt eða spennandi við þetta! Ég sat í klukkutíma með fótinn inní einhverju dóti sem gaf frá sér svakaleg hljóð og las Vikuna.  Og svo þegar ég var búin og hélt að einhver myndi segja mér að liðböndin væru í hakki þá sagði einhver gráhærð kona mér með plastarmbönd í stíl við hárið, að heimilislæknirinn minn myndi hringja í mig...verst að ég á engan spes heimilislækni! Ég er dáldið lauslát þegar kemur að heimilislæknum, tek bara þann sem er laus á þeim tíma sem mér hentar!

Þannig nú bíð ég bara eftir að svari! Og ef svarið er gott og kemur eftir mánudaginn þá get ég brosað með nýja brosinu mínu! 


singing in the rain

ahhh, það er svo gott veður að mig langar helst til að fara útað skokka í bikiní!

helv...

djö...,andsk...,fjan...,bölv...,bannsettur dagur!

 Þannig gír er ég búin að vera í í dag! Afar gott fyrir sálina eða hittþó og heldur! Ég er ennþá í svona megaskítagír! Kannski að drulla mér út að labba með þessi hundkvikindi sem ég á.....sjá hvort fýlan brái ekki af mér!


darn...

ég hefði átt að vera búin að ná mér í kærasta áður en ég datt af baki. Bölvað hugsanaleysi. Í staðinn þarf ég leggja harðar af mér; setja á mig meiköpp (sem mér finnst bara megaleiðinlegt), dilla rassinum svo svakalega að þegar ég labba liggur við að ég hrökkvi úr mjaðmalið og reyna að brosa sem minnst þar sem brosið er alveg hrikalegt þessa dagana (lýtó ætlar samt að laga það) og það er meira, man bara ekkert í augnablikinu. 

Hver sagði að innri fegurð sé það sem skipti máli. Þvílík endemisþvæli og að reyna að troða þessu í hausinn á ungum börnum. Það er bókstaflega kvikindslegt!

Ástæða þess að þessi færsla er málfarslega fáranleg er sú að bróðir minn er að segja mér skoðun sína á hverri frétt sem birtist á skjánum. Reyndar ógisslega fyndið comment sem hann kom með; afhverju eru fréttir um heyrnalausa alltaf textaða en engar aðrar fréttir. Eins og heyrnalaust fólk hafi bara áhuga á heyrnaleysisfréttum. Þ

Að síðustu, smá update um Lampa: Hann er á vítamínkúr til þess að fá glæstar fjaðrið. Mér finnst hann mun skemmtilegri núna en þega ég bjargaði honum frá bráðum dauða. 


fóbíuInam

Það eru tónleikar fyrsta apríl. Tónleikar sem styrkja gott málefni; Forma sem er félag til hjálpar átröskunarsjúklingum. Núna eru þær blankar og ríkið er nískt og vill ekki styrkja þær sem gerir það að verkum að fleiri átröskunarsjúklingar fá ekki þá þjónustu sem þeim ber og sjúklingur sem ekki fær meðhöndlun og er langt leiddur, er á góðri leið að koma sjálfum sér undir græna torfu. 

Eins og mér finnst mikilvægt að þessu kippt í lag og átröskunarsjúklingar fái þá meðhöndlum sem þeir þurfa þá get ég ekki fengið mig til að kaupa miða og fara á þessa tónleika. Og þar kemur fyrirsögnin inní málið; ég er með algera fóbíu fyrir tónleikum sem eru ekki sitjandi. Ég fæ innilokunarkennd á: 

  • að vera innan um svo mikið af fólki að það er ekki hjá því komist að fá kinnasvitann af einhverjum á sig (oj)
  • að geta ekki labbað þangað sem ég þarf að fara (hvort sem það er til að væta kverkar eða klósett) án þess
  • að þurfa að olnboga mig áfram og passa mig að stíga ekki á tærnar á hinum tónleikagestunum
  • að vita að þó ég þurfi nauðsinlega að komast út þá tekur það mig að minnsta kosti 10  mínutur og líkurnar á að einhver setji sígó í andlitið á mér eru miklar!

Svo er ég líka óþolinmóð. Ég nýt kannski fyrstu 15 mínútnanna en svo er ég bara orðin óþolinmóð að komast út og gera eitthvað annað. Athyglisbrestur? kannski smá. Þannig finnst mér ólíklegt að ég fari á þessa tónleika því það eru grilljón hljómsveitir að spila og svo verður eitthvað rabb og í sannleika sagt þá er ég viss um að ég haldi það ekki út. Ég vona samt að það fari allir aðrir og styrki þennan málstað. Ég hef afsökun; fóbía og ég fæ illt í sálina að standa of lengi og illt í rassinn að sitja of lengi.

Góða skemmtun allir hinir 


ég hlakka svo til

að fara til Ungverjalands og hella mér útí þetta nám. Ég er að leita mér að íbúð, búin að finna Animal shelter þannig ég get farið og bjargað eins og einum ketti þannig ég verði ekki ein. Svo mega allir sem vilja koma í heimsókn og búa til mat og svona handa mér. Hlakkar ykkur ekki til?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband