Færsluflokkur: Bloggar

Strákar og stelpur!

Ég las blogg ekki alls fyrir löngu þar sem myndarlegur maður óskapaðist yfir kvenmannsleysinu á Íslandi, þ.e.a.s að allar konur væru fráteknar. Sjálf hef ég kvartað sáran yfir þessu; að hver einasti karlmaður sem eitthvað er varið í (útlitisleg meina ég þá) sé annað hvort frátekinn eða ekki alveg hentugur góðum stúlkum eins og mér. Þegar ég nefndi þetta við bróðir minn sem er yfirleitt með allar staðreyndir á hreinu, benti hann mér að eflaust væri þetta rétt hjá kauða...þ.e kvenmannsleysið. Skv. Hagtölum frá 2006 þá eru 5000 fleiri karlmenn á landinu en konur. Og þá spyr ég: Hvar í ósköpunum eru þeir allir? Það er ég viss um að þessi 5000 eru annað hvort á aldrinum 1-17 ára eða 37-103 ára. Sem þýðir það að ég þarf að fara ansi langt niður fyrir mig eða fjárfesta með reglulegu millibili í Viagra til að deyja ekki með sambandinu. 

En það verður að segjast að hann hefur tölurnar með sér...það hef ég ekki! Hugsanlega hef ég óheppnina með mér en mér eins mikil vorkunn.  

Reyndar er önnur staðreynd sem íslenskir karlmenn sem hræðast einlífið gætu íhugað. Í Líbanon eru fjórar konur á hvern einn mann. Ástæðan er sú að menn fara úr landi í tekjuleit, flytja bisness í bisnessvænni lönd eða flýja stríðið. Það er ekki eins auðvelt fyrir konur að taka til sitt hafurtask og flytja úr landi, þannig þær sitja eftir með sárt ennið og berjast með kjafti og klóm um hvern karlmann! Ef einhver ætlar að segja mér að það sama gildi með karlmenn í Kína og Indlandi....dont bother! Ég veit það vel, enda er ég að íhuga að setjast þar að og eiga nokkra eiginmenn!


ohhh, frábært

Ungfrú ísland píurnar og nylon grúppan eru allar að æfa niðrí laugum! Það á algerlega eftir að bústa upp egóið....dem!

.....

ég hata óvænt! Ég fer alveg í kerfi ef það er eitthvað óvænt sem viðkemur mér. Ég þoli ekki þegar dyrabjöllunni er hringt og enginn á von á neinum, ég verð rosalega óróleg þegar mér er boðið út að borða með engum fyrirvara, ég vil alltaf vita hvert ferðinni er heitið þegar við förum á hestbak þannig ég geti fundið út hvað við verðum ca. lengi og ég get haldið áfram að telja. Ég vil vita hvað er í vændum í nánustu framtíð, ég vil að ég sé látin vita að einhver ætli að koma í heimsókn þó sá hinn sami viti að ég verði heima í allt kvöld og mér finnst ekkert gaman sé mér boðið útað borða "bara á eftir"! Mér fannst ég alveg megaspontanius þegar ég ákvað að fara til London um páskana.....ég held ég hafi ákveðið það í febrúar!

Annars er ég bara að fara á morgunn! Só sí jú after ðe íster!


á franskan máta

Ég var að enda við að klára "Franskar konur fitna ekki" og ákvað í kjölfarið að tileinka mér nokkra góða siði: drekka mikið vatn, taka svona ógeðslega lýsispillu, borða mikið af ávöxtum og svoleiðis sniðuga hluti. En í dag....díses, mér líður eins og flóðhesti! Ég er bókstaflega búin að vera að borða í allan dag, en eins og franskar konur þá get ég bætt það upp á morgunn þegar ég fer í ræktina!

Það er alltaf svo gott að geta friðað samviskuna! Þið sjáið mig á morgunn klukkan sjö í World Class að hlaupa af mér 1. apríl!


bwahaha

Ég veit hvaðan ég fæ það að vera svona clueless eins og ég get verið.....frá mömmu! Hún er búin að leita hátt og lágt af aprílgabbi í öllum blöðum sem heimilinu berast. Það er 31. mars í dag, á morgunn er 1. apríl.

Hundurinn minn Kría skemmti allri fjölskyldunni í gær þegar hún bar samviskusamlega hjólkopp allaleið frá Klambratúni og heim. Hún var afar stolt þar sem hún marseraði á undan okkur með hjólkoppin í kjaftinum! Hún er óborganlegaIMG_2012


.....

ég læt ýmislegt fyrir mig í sambandi við stráka....minnstu smáatriði læt ég stoppa mig í að tala við hitt kynið.  Ég er hrædd um að ég verði að minnka kröfurnar!

Djöfull er ég ekki að fíla þessi ör í helvítis fésinu á mér!

Afsakið orðbragðið....deal with it! 


óveðurskráka

Ég er að spá í að taka Rakel út og setja Óveðurskráka í staðinn; Inam Óveðurskráka Yasin. Þannig var það síðustu viku þegar ég ætlaði á bak eftir vinnu varð veðrið alltaf ömurlegt, rok og rigning og almenn skítleiki. Í þau skipti sem ég var að vinna lengi og hafði ekki tekið reiðfötin með, skein sólin og dansaði á himninum.  Laugardagurinn var afspyrnu leiðinlegt veður og enginn lét svo mikið sem sjá sig í hesthúsunum, sunnudaginn fór ég á bak og veðrið var ágætt. Þessa vikuna er veðrið búið að vera brilljant, sól, hlýtt og semi sumar.....og guess what? Ég má ekki fara á bak því ég er með opin sár og bólgna vör! Það fyndnasta við þetta allt saman er að ég held að veðrið eigi að versna um helgina, akkúrat þegar ég gæti hugsanlega farið á bak! 

Ég er svo að fara til London á miðvikudaginn.....ég verð virkilega sár ef veðrið verður leiðinlegt þegar ég og bróðir minn erum þarna! 


Bjartsýni?

Ég keypti mér tvær bækur á netinu ekki alls fyrir löngu; "Teach yourself Hungarian" og "Hungarian verbs....(sumthing)". Ég ætla svona að reyna að læra smá áður en ég fer út; svona beisic hluti eins og biðja um mjólk og hvar næsti banki sé og svona! Sumum finnst ég dáldið bjartsýn því ungverska er víst svakalega erfitt tungumál....en það má reyna! Ég veit allavega að utca þýðir gata!

ljós í myrkrinum

um daginn sá ég konu sem var með svo fáránlega aflitað hár að ég hélt að sólin hefði gleymst að setjast. Það er allavega á hreinu að einhver gleymdi að segja þessari konu að aflitun sé ekki lengur málið og það sé ekki töff að vita ekki hvort það sé hetta eða hár sem er á hausnum á henni (hárið var í sama lit og úlpan)!

new smile!

Ég skil ekki konur sem fara í:

  • Brjósastækkun
  • Varastækkun
  • Nefaðgerðir
  • Liposuction
  • Andlitswhatever

Í dag fór ég til að fá mér nýtt bros! Það vildi þannig til að það myndaðist örvefur fyrir neðan nebbaling sem ég fann til í og ég gat ekki brosað almennilega með hann. Og þar sem þessi örvefur var ekki að fara on his own þá þurfti að fjarlægja hann. 

Þannig að í hádeginu hélt ég af stað galvösk að fá mér nýtt bros. Ég er ekki hrædd við nálar og ég kippi mér lítið upp við stungur og blóð og ég er nokkuð góð í svæfingum og hef alltaf vaknað alveg megahress. Svo byrjaði prósessinn og ég steinrotaðist á sama augnabliki og læknirinn setti í mig svæfingarlyfið....mig dreymdi ekkert skemmtilegt eins og ég vonaði. Svo var ég bara ekkert svo hress þegar ég vaknaði, það lítur nefnilega útfyrir það að maður fær ekki verkjalyf áður en maður vaknar á einkastofum, þannig ég hélt fyrst að ég væri að vakna í aðgerðinni og hann væri að vesenast í vörinni á mér. En svo var nú ekki, þannig ég greip næstu hjúkku sem labbaði framhjá og bað um verkjalyf....og fékk þau en fékk samt bara eitthvað prump! Fékk mér svo megasterkar þegar ég kom heim og er bara miklu betri.

Þannig að ég skil ekki að ganga í gegnum einhvern óþarfa sársauka til að bæta í bobbinga eða hverskyns fegrunaraðgerðir. Reyndar get ég vel skilið að gera við hlutina eða ef sjálfsálitið er í hakki en svona bara til að líta betur út! Goddamn....þetta er vont, maður þarf frí úr vinnunni og þetta er dýrt! Ég skal samt alveg viðurkenna að ég myndi hugsanlega fara í nefaðgerð ef yrði boðið það! Ég var með arabalegt nef (stórt og áberandi) en eftir byltuna af hestinum þá er það mun verra og trónir eins og stóríbúðarhús í andlitinu á mér og það er með skíðapalli líka! Ef ég myndi dreifa snjó á nefið á mér gæti ég selt inná skíðastökk fyrir dverga! nó kidding

 

Arabanef kveður! 

 

ps. Fljótandi fæði í ca. fimm daga sem þýðir að ég á eftir að mjókka aftur (kannski sést þá sixpakkinn minn).....að detta af baki er makalaust góður megrunarkúr....sérstaklega ef þú lendir á andlitin(hefur reyndar ókosti í för mér sér líka).

Mæli með að allir strákar horfi frekar á rassinn á mér en andlitið...hehe


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband