Færsluflokkur: Bloggar
26.2.2007 | 21:25
i'm hot
Á laugardaginn ákvað ég að brjóta odd af oflæti mínu og skella mér út meðal djammglaðra Íslendinga, þrátt fyrir almennan ljótleik sem felst í ljótu sári á nefi og skelfilegu brosi. Katla var að útskrifast og ég, Díana, Hrund og Oddný fórum í fínasta útskriftarpartý þar sem boðið var uppá guðaveigar og rosalega góða smárétti. Á tímabili stóð ég við hlaðborðið og ÁT. Svo fórum við á nýja, heitasta staðinn í dag q-bar og svei mér þá, þetta er alveg hreint fínasti staður. Hann er víst gay-straight friendly, ekki að ég viti um einhvern stað sem gefur sig út fyrir að vera gay-straight hostile! En þarna var agalega góð músík og fullt af fólki og megnið af því var að reyna við mig.....nó kidding! Það er greinilega inn að vera með svona sár á nefinu og skakkt bros, ég er mest hissa á að stjörnurnar hafi ekki skartað því á rauða dreglinum með óskari!
En for sure ætla ég aftur á q-bar, hrikalega góð stemmning og algerlega laus við einhvern svona cocky skítafíling, allir bara brosandi að dansa saman. Reyndar var ein kona sem hellti yfir mig bjór og ég sneri mér við og ætlaði að fara að æsa mig! En hún var svo mössuð og ógnvekjandi að ég varð eiginlega bara hálfhrædd og hætti snarlega við og brosti.....ekki að það hafi gert nokkuð skárra! Hún lamdi samt ekkert eða þannig.....hún var bara ekkert rosalega straight friendly!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.2.2007 | 17:12
oh lord wont you buy me
eins og eina svona fína tölvu. Ég þarf jú að fá nýja,unga tölvu sem hentar mínum þörfum þegar ég byrja í skólanum . Þið skiljið alveg hvað ég á við, er það ekki!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2007 | 10:50
you're gonna miss me
Mér finnst dáldið töff að hafa alltaf enska fyrirsögn....mér líður dáldið eins og rokkstjarna þegar ég sletti svona á ensku!
En ég er nokkuð viss um að þið eigið eftir að sakna mín...því í haust kveð ég frónið og sigli á önnur mið. Í þetta skiptið verð ég í fimm ár í það minnsta! En örvæntið ei, því eg mun halda uppteknum hætti með pistlaskrifum mínum og má ætla að þeir verði eilítið bragðmeiri því þeir verða að öllum líkindum skrifaðir frá Ungverjalandi. Fer í ágúst, beint í skóla....anatómía,efnafræði og annað ó svo skemmtilegt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2007 | 14:04
it's a new beginning
eða svona þannig!
Ég fór og keypti mér nýjan hjálm áðan því ég er að fara á bak á morgun! Ég fór í Lífland, gömlu MR-búðina og keypti hjálmin þar og svo sagði undurfallegi afgreiðslumaðurinn mér að það væri rýmingarsala þannig ég keypti mér agalega fínt vesti á kostaverði. Held ég þurfi að fara á morgunn aftur til að sjá hvort það sé eitthvað meira sneddí sem ég get keypt og taka út starfsfólkið líka.
Verður agalega spennandi að fara á bak aftur! Ætla á hrasarann inní gerði og taka hann svo með mér í reiðtúr þannig hann fái ekki orkuútsprengikast þar sem það er ekkert búið að hreyfa hann og drengurinn eflaust uppfullur af orku!
Læt ykkur vita hvort ég hafi náð að halda mér á baki í þetta skiptið, læt ykkur reyndar vita ef ég næ því ekki! En ég er þó allvega glæsileg með nýjan hjálm og geggjuðu vesti!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2007 | 13:32
back to business
Ég er loksins komin í vinnuna aftur og aðalstarf mitt er að hrella kúnnana! Eins og gefur að skilja þá má ég lítið sem ekkert vera í kringum dýrin sökum sýkingarhættu þannig ég er bara frammi í afgreiðslu! Svo koma kúnnarnir inn og hika svona aðeins í hurðinni þegar skrímslið tekur á móti þeim með skakkt bros á vör. Ég náði samt að ljúga að einum að ég hafi verið bitin af rottweiler, næst ætla ég að prófa að ljúga að ég hafi lent í ryskingum downtown Reykjavik!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2007 | 17:05
Viku seinna!
Jæja, hérna er mynd af mér viku seinna! Miklu betra, varirnar á mér eru komnar í nánast samt far þó ég eigi í smá vandræðum með að brosa og hlægja, þá teygist á öllum saumunum sem eru inná vörunum á mér! Og þið kannski takið eftir því að efri vörin á mér hverfur þegar ég reyni að brosa. Nefið á mér lítur líka mun betur út þrátt fyrir smá sár sem eru á þeim og bólgan er farin sem þýðir að kannski brotið sé að gróa svon avel saman. Þannig þið sjáið það, að þetta er allt að koma hjá mér! Ég fór út að borða á laugardaginn og vesalings þjónninn átti svo erfitt með að taka niður pöntunina mína því hann var svo mikið að einbeita sér að því að horfa ekki á nefið á mér!
En ég er allvega að fara að vinna á miðvikudaginn sem verður ó svo fínt! Og kannski get ég farið á bak næstu helgi! kemur allt í ljós
Gleðilegan bolludag og ekki troða ykkur út!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
18.2.2007 | 20:11
kerlingadagur
Það er kvennadagurinn í dag, ég vissi það reyndar ekki fyrr en áðan þegar ég las það einhversstaðar! Ég hefði samt hugsanlega fattað það ef einhver hefði sent mér blóm, boðið mér út að borða eða gert eitthvað sem er gert á kvennadaginn! En ég fattaði það nú samt....breytti deginum mínum algerlega og ég breytti um stellingu í sófanum sem ég er búin að eyða megninu af deginum í!
Líður mun betur, er öll að skána! Núna þarf ég bara að halda aftur af mér að kroppa í þessi sár....rosalega erfitt að standast það að kroppa! En nú fer ég að skella mér í vinnuna og svo bráðum á bak! JESSSS
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2007 | 11:51
læknisheimsókn 2
Var hjá lækninum aftur áðan! Hann var nú aðeins jákvæðari í dag í en í gær! Sýking er eitthvað að minnka og hann naði öllum saumunum og ég er ekki lengur með nefið fullt af storknuðu blóði og get þar með andað gegnum það! Þannig ég er nú aðeins hressari með þetta núna og læknirinn var líka í betra skapi held ég, hann allavega brosti og sagði "Þá er sú ljóta komin" hehe! Svo fór ég að kíkja á nýjan hjálm því minn er ónýtur! Ég er að hugsa um að kaupa mér einn sem er mjög smart, svona lítill og nettur en viðurkenndur samt!
Svo á ég tíma hjá þeim sem saumaði á mér fésið eftir tvær vikur til að sjá hvort það sé þörf á að gera við örin í andlitinu. Ég vona að þau verði ekkert svakaleg! Ég er allavega hressari í dag en ég var í gær og ætla núna að horfa á house og borða smámál....mmmmmmmm! Ég ennþá erfitt með að borða allt sem þarf að tyggja mikið, þannig ég borða LGG, smámál, Kók light, hlunk og þannig dót! Sindri kom svo í heimsókn í gær og gaf mér ís sem var innpakkaður og tvær sósur útá og svona dót sem á stóð: "usually I'm thin and gorgeous but today is my day off" ahahahah!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2007 | 13:17
andsk....
ég var hjá lækninum og fékk ekkert alltof góðar fréttir þannig ég er ógeðslega neikvæð og sár núna! Fékk líka blóðsykursfall hjá honum og var alveg hvít í framan og svitnaði og þurfti að leggja mig aftur!
En allavega var ég ekki vonast eftir þessum fréttum frá honum, kannski ég hafi tekið þeim aðeins of illa, kannski eru þær ekki svo slæmar en mér finnst þær andsk....slæmar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.2.2007 | 23:09
Dagur 2
Úff ég er strax orðin leið á aðgerðaleysinu en ég skal fúslega viðurkenna að allur þessi svefn er að gera mér mjög gott. Ég er komin með nánast venjuleg augu og nefið á mér fer hægt minnkandi, þó virðast varirnar eitthvað ætla að vera lengi að hjaðna. Vona að ég verði ekki eins og Ellý x-factor að eilífu, það þætti mér agalegt.
Það sem ég geri svona yfir daginn er að vakna alltof snemma, taka verkjalyf og sýklalyf, leggjast uppí sófa með Grey's Anatomy, House, SATC, Shark eða bíómynd og dotta yfir þeim og ná engan veginn samhengi í þáttunum/bíómyndunum og rugla öllu saman. Svo ligg ég eins og slytti í sófanum megnið af deginum og stend aðeins upp til að fá mér eitthvað í vökvaformi; kók, vatn eða safa og þá oft til að kyngja pillum. En þessar pillur eru að gera mér gott og þessi hvíld er að gera mér gott þannig ég ætla ekki að vera kvarta heldur setja met í að ná mér!
Þannig þið sjáið að ég er alveg orðin hörkuhress með geggjað fínar og kyssilegar varir. Þannig þið verðið bara í sambandi strákar mínir ef þið viljið fá mig á deit á Valentínusardag....og ef það er á tali þá skulu þið nú ekki gefast upp, kannski heppnin sé með ykkur! Standast fáir þessar varir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)