Færsluflokkur: Bloggar

Inam ofurljóta!

Ég lenti í svakalegum hremmingum í gær! Var að vinna til hálftvö og svo fórum ég og mamma uppí hesthús og skelltum okkur á bak ásamt Lindu. Hann var agalega viljugur hjá mér hesturinn þannig ég fór bara undan þeim tveimur til að ná honum niður og ná honum að gera eitthvað. Svo tekur hann smá stælakast og ég er svona að vinna í því að ná honum niður þegar hann hrasar með mig....eða öllu heldur hrynur með mig niður á hnéin. Og ég datt af baki og beint á andlitið og skóf upp helminginn af reiðveginum. Eins og gefur að skilja rotaðist ég og skildi helminginn af blóðinu í andlitinuIMG_2930 á mér á reiðveginum. Þannig ég var þarna dáldið á undan múttu og Lindu og var bara á einhverju ráfi (man ekkert eftir því) þangað til þær komu að mér. Hestgreyið stóð bara yfir mér, fór ekki neitt, spáði bara í því hvort eigandinn hans væri gengin af göflunum. 

Ég fór svo upp á spítala með sjúkrabíl og svo var byrjað að tjasla saman á mér andlitinu. Þá kom í ljós að ég er nefbrotin, með nokkra skurði í andlitinu sem voru nú bara saumaðir saman af miklum snilling og síðast að neðri vörin á mér var laus frá kjálkanum. Þannig ég þurfti að fara í aðgerð til festa hana aftur við andlitið á mér. Afskaplega skemmtilegt.  Var að koma heim af spítalanum (var þar í nótt) og er rosalega ljót, án gríns ég svo afspyrnu ljót að ég fæ nett sjokk þegar ég labba fram hjá spegli! Svo fékk ég ís áðan og fann ekkert fyrir honum á vörunum...hahaha,þetta er IMG_2929rosalegt!

Hvað minni ég ykkur á?

 


Ja hérna hér!

Anna Nicole Smith er dáin. Hún fannst inná hótelherbergi, meðvitundarlaus og var flutt á nálægan spítala en hafð það ekki af! Spurning hvort það hefur verið; sjálfsmorð eða overdose! Núna er dóttir hennar án móður og án föður því enginn veit hver pabbinn er! Ég verð að segja að ég prísa mig sæla með mitt, myndi ekki vilja vera stjarna og einkalífið mitt væri eins public og publictoilet á lestarstöð!

hestar og hundar!

Ég heyrði í manni í dag sem var svo á móti því að hestamenn væru með hundana með sér í sportinu. Hann er sjálfur hestamaður en á greinilega ekki hund, nema hann eigi svona kjölturakka sem getur þá augljóslega ekki hlaupið með. Mér finnst alveg sjálfsagt að hafa hundana með í reiðtúr, auðvitað er ákveðin hætta að þeir geti fælt hestana en það getur líka krummi gert með því að fljúga alltí einu upp, flaksandi poki eða hvað annað. Reyndar þarf að þjálfa hundana þannig að þeir séu ekki að andsk...í hestunum með því að bíta í hælana á þeim eða taglið en ef það tekst vel til þá skil ég ekki hvaða óskunda þeir gera.

Mér þætti agalegt ef ég gæti ekki tekið mína hunda með í reiðtúr. Góð hreyfing fyrir þá og þær hafa gaman af því að fá að hlaupa með. Ég geri mér líka alveg grein fyrir því að þær geta orðið fyrir sparki, lent undir hestunum, undir bíl inní hverfi eða í reiðtúr og þeim lækniskostnaði sem því myndi fylgja. En common, að banna hestamönnum að taka hundana sína með uppí hesthús er eins og að banna tennisleikara að taka spaðann með sér (jah, það er kannski ekki svo drastískt). Þetta hefur verið svona í fjöldamörg ár að hundarnir fái að hlaupa með og svo lengi sem maður hefur stjórn á sínum hundum og þeir séu ekki að vasast í öðrum þá skil ég ekki hvað málið er.

 

ps. Rosalega getur fallegt fólk orðið ljótt ef tennurnar eru eitthvað mis


veivei!

Það er alltaf gaman að finna nýjan músíkant sem manni finnst snilld! Ég varð svo hrifin að ég pantaði mér disk á Amazon í dag! Rífandi alki með sexí rödd fram í fingurgóma sem fær mann til að fá gæsahúð frá toppi til táar! 

Kíkið á hana og hlustið á lögin....vill einhver koma með mér til spánar eða argentínu? 


Superman

Ég kom mér ekki í að skrifa þessu færslu fyrr en núna og ég býst nú við því að flestir hafi heyrt eitthvað um þessa ósmekklegu keppni. Og loksins rataði þetta á síður fjölmiðla. Það sem ég skil ekki í þessu máli er hvernig þetta getur átt sér stað á skemmtistöðum bæjarins, reyndar er það gefið mál að Pravda er mekka ólifnaðar á Íslandi; það eru engar nýjar fréttir að þar séu haldin ósmekklega partý þar sem allir mega vera í fötum nema stelpur sem eiga að vera í nærfötum, spígsporandi á milli sveittra manna í kjálkaæfingu. Og núna síðast supermankeppnin, þar sem einhverjar stúlkur áttu að heilla Superman með hvers kyns athæfi, hvort sem það var að hella bjór yfir brjóstin á sér, dansa eggjandi eða hreinlega fara út öllum fötunum.... og þetta var gert fyrir utanlandsferð sem er ekki einu sinni víst að verði.

Ég skil ekki að það hafi ekki verið gerð úttekt á þessum stað. Er ekki komin tími á það og jah, jafnvel loka þessum stað eða allavega fá einhvern sem virðir konur til að reka hann!

 


Íslandspóstur

Ég hringdi í Íslandspóst í einskærri móðursýki því ég hélt að bréfið mitt væri týnt og allt væri glatað því ég gat ekki rakið það lengra en til DK. Einhver svakalega fúl kona talaði við mig og var ekkert að reyna að róa mig eða neitt...ég hefði augljóslega getað verið að fá vott af móðursýkiskasti. Nema hvað að ég spurði hana hvort það gæti verið að bréfið mitt hefði týnst í bréfafarganinu á Kastrup.   Aldeilis ekki....það vill nú bara þannig til að það er bara hægt að rekja bréfið til Danmerkur, eftir að það er farið þaðan þá getur maður ekki séð hvar það er á síðunni hjá þeim....what! Ég ætlaði að fylgja bréfinu mínu alla leið í höfn....og svo er það ekki hægt.

Þannig er nú það börnin góð, það er bara hægt að rekja bréfið eitthvað ákveðið langt


ég er hugsanlega reið íslandspósti

Ég sendi bréf fyrir viku og sendi það í A pósti og lét setja svona þannig ég geti rakið hvar bréfið er. Agalega sniðugt en þessa vikuna hef ég verið að athuga hvernig bréfinu mínu gengur að komast á áfangastað og það virðist bara ekki færast spönn frá rassi frá Danmörku sem er hrikalegt! Á morgun ætla ég að hringja í Íslandspóst og reyna eftri fremsta megni að æsa mig ekki uppúr öllu valdi áður en símtalið byrjar. Ef þeir segja mér að bréfið mitt sé: A) Týnt

                                          B) Fast í Danmörku því það eru svo glæsilegar passamyndir af mér

                                          C) Að bréfið mitt hafi óvart farið til Úsbekistan

þá í alvöru talað fer ég niður í Íslandspóst og gef einhverjum sem á það ekki skilið glæsilegt glóðuraug. Bréfið mitt verður að komast, það bara verður að komast á áfangastað. Ég fer að missa svefn yfir þessu öllu saman, nógu stressandi að senda umsókn án þess að hún sé svona lengi á leiðinni!


handbolti

Já,já, þeir eru alveg búnir að standa hreint ágætlega þessir handboltamenn hvað sem þeir nú allir heita. Ég er reyndar mínusfan á handbolti og finnst hann meirað segja afskaplega leiðinlegur. Ein af hugsanlegum ástæðum er sú að við þurftum alltaf að víkja úr salnum á fimleikaæfingum fyrir þessum handboltabullum og það voru lagðar heilu og hálfu æfingarnar þannig þeir gætu fengið að æfa fyrir einhvern prumpleik!

En núna eru þeir nú búnir að vinna tvo leiki sem er alveg soldið gott og það eru líka nokkrir myndarlegir menn í þessu liði og það er aldrei amalegt! Upphandleggirnir þeirra eru líka alveg...droool! Efast samt um að ég horfi á nokkurn leik. Nenni ekki að eyða tímanum mínum í að horfa á handboltaleik og fá svitaköst af spenningu, gremju, hamingju eða stolti. Og ef þeir vinna þá erum við sterkasta þjóðin, fallegasta þjóðin, djammþjóðin, handboltaþjóðin og listinn lengist við hver ár sem á bætist! Ja, hérna hér. Vonandi vinna þeir ef ekki þá kemur það mér ekkert á óvart....ég held samt alveg með þeim.


mmmm....

franskur hreimur er svo sweet! ég er alger sucker fyrir frönskum hreim, ef ég gæti þá myndi ég kaupa mér frakka og láta hann tala fyrir mig áður en ég fer að sofa!

????

Er júróvisjon vettvangur fyrir vonda músík? Ég bara spyr

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband