Færsluflokkur: Bloggar
17.5.2006 | 00:37
mér finnst........
æðislegt að skoða sæta stráka
æðislegt að taka sjálfsmyndir
æðislegt að pósa með hans orra
æðislegt að fara í sund
æðislegt að borða hlunk með dýfu
æðislegt að fara á hestbak
æðislegt að vera hluti af fabulous three
æðislegt að daðra
æðislegt að fugga fugable people
æðislegt að labba í birtu klukkan ellefu um kvöld
æðislegt hvað mér finnst allt æðislegt og hvað ég er eitthvað mikill prósakpersónuleiki þessa dagana.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2006 | 17:19
nú er nóg komið
Næsti sem spyr mig hvort ég tali íslensku eða commentar á hvað ég tali góða íslensku fær að kenna á því. Síðan hvenær urðu íslendingar svona mikil fokkface! Ég sver að ef ég verð spurð aftur um þjóðerni mitt þá læt ég hendur standa fram úr ermum og ekki í því samhengi að taka vel til!
Annars er ég farin að halda að þetta sé bara afbrýðisemi því ég er svo elgtönuð! Ég get ekkert að því gert þó ég sé svona falleg, brún og frábær! Get over it people!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.5.2006 | 13:30
Prófum lokið
Það var laugardaginn 13. maí, þegar ég vaknaði dösuð eftir 16 tíma lestur, að ég fleygði mér á fætur við öskrandi vekjaraklukkuna og dreif mig af stað í síðasta prófið. Þremur tímum seinna sat ég ásamt öðrum alvarlegum líffræðinema á svölum Olivers og drakk bjór í tilefni prófsloka. Og það rann upp fyrir mér að það eina sem er gott við próf er að þeim lýkur á endanum og bjórinn eftir þau er sá besti sem um getur.
Sama dag ákvað ég að brjóta odd á oflæti mínu og bjóða fólki í mat. Ég, Inam Rakel Yasin eldaði lasanía og mér til mikillar furðu tókst eldamennskan (með hjálp Írisar og mömmu að sjálfsögðu), brauðið brann ekki, lasaníað var ekki furðulegt á bragðið eða brunnið. Ég reyndar slökkti á ofninum rétt eftir að ég setti lasaníaið inn og ég er Íris furðuðum okkur á því hvað það væri lengi að eldast....en þetta tókst og nú er ég meistara kokkur og er að spá í að leggja þetta fyrir mig!
Eftir átveislu var haldið í afmæli á einum súrasta stað landsins, Gauk á stöng. Þegar við komum á staðinn voru tvö afmæli í gangi.....í öðru var hattaþema og mér leið eins og ég væri mætt í myndband hjá einhverjum rappara þar sem allir voru með svona tískuhatta og stelpurnar ljóshærðar með bláan augnskugga. Umræðurnar voru helst: minnsirkus og flashútvarpseitthvað.
Langar að deila með ykkur að ég er orðin svo ót%u0155ulega brún að ég sést ekki lengur í mig þegar ég er í myrkri. Þannig ef þið haldi að þið hafið týnt mér þá stend ég líklegast bara við hliðina á ykkur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2006 | 07:54
Skólinn, netsíður, msn og fleira áhugavert
Ég vona að þið hafið höggvið eftir því að þetta er það sem er áhugavert eins og er í lífinu mínu. Bækur og bókasöfn eru að verða einn af mínum stærstu óvinum og næst á dagskrá hjá mér er að halda bókabrennur um land allt; dagsetningar auglýstar síðar. Bókasöfn landsins gætu alveg eins átt von á því að vera þakin eggjaslettum og jafnvel remolaði ef þannig liggur á mér.
Góður vinur benti mér á um daginn að vera kannski aðeins jákvæðari og í ljósi þess má benda á að inniveran hefur svo sannarlega gefið mér eitthvað (þó meirihlutinn einkennist af pirring og potential geðveiki). Sem dæmi um gjöf inniverunnar má nefna endurnýjaðan tónlistarsmekk sem einkennist af gröðum takti og misvísandi textum, misskemmtilegum msn samtölum þarsem myndum, músík og myndböndum er dreift á milli eins ólöglegt og mér skilst að það sé. Að lokum má svo minnast á allar hinar skemmtilegu netsíður sem hafa bæst í bookmarkhópinn eins og t.d http://gofugyourself.typepad.com sem er hugsanlega ein mesta egóbúst síða sem finnst á netinu. Tískuglæpir, brjóstaskorur sem gætu hrætt marsbúa og almenn ósmekklegheit. Even the stars make mistakes and BIG MISTAKES
Ég aftur á móti ætla að snúa mér enn og aftur að möppu sem inniheldur ca. 200 bls af upptalningu á einhverjum genum sem mér er svona nett sama um svo lengi sem þau virka mér! Og þau gera það svo sannarlega......sjáið bara textann og myndina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2006 | 15:04
Mér er haldið nauðugri
og skrifa þessa færslu því geri ég það ekki gæti ég hlotið skaða af. Kristín Arna er fljóð í verkfræðideild; stúlkan er sterk á velli og er það ein af ástæðunum að ég skrifa eftirfarandi færslu; ég ræð ekki við hana! Hún er í þessu agalega vinsæla bootcamp og ber af því góðar sögur. Reyndi að fá mig til að gangast með í þennan söfnuð en ég sagði henni að ég væri með fóbíu fyrir að láta fólk segja mér fyrir verkun og hlaut glóðurauga fyrir vikið!
En sko,hún er alveg megakropps always doing armbeygjur hjá einhverjum sadista sem er pottþétt krúnurakaður og með upphandleggi á við læri á súmóglímukappa!
En hún er farin, ég ætla að drífa mig þannig ég haldi lífi!
Skrifa seinna í skjóli nætur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2006 | 14:53
Afsakið börnin góð
Fyrir bloggleysið.Óánægjuraddir hvaðanæva úr heiminum, frá hverju heimshorni hafa dunið í eyrum mínum vegna færsluleysis og nú er komin tími á að sinna aðdáendum mínum. Undanfarna daga hef ég legið í móki á bókasafni er kennt er við verkfræðihús háskóla íslands. Ykkur má undra hvers vegna ég kjósi að læra þar en ekki ásamt samnemendum mínum úr líffræðinni; ástæðan er einföld: í áðurnefndu húsi úir og grúir af myndarlegum mönnum og fátt finnst mér skemmtilegra en að virða fyrir mér myndarlega menn. Þannig það má segja að milli þess sem ég skoða sæta rassa á sætum strákum hef ég reynt að troða einhverri tortroðanlegri visku í hausinn á mér sem ég er ansi hrædd um að glatist þegar líða fer á sumarið. Á móti kemur að einhver önnur viska eða óviska nær að festa sess í hausnum á mér sem er svo sem allt í lagi þar sem einhver fróður maður sagði að öll reynsla er góð reynsla.
Er búin með tvö próf af þremur. Fyrsta prófið mitt var skemmtilegt skop á efnafræði með sadista ívafi. Blessaður kennarinn hefur verið í hatursham með brennivín við hönd þegar hann samdi prófið og svo hefur ekki verið runnið af honum þegar hann lagði það fyrir. Ekker við því að gera nema taka það á húmornum. Blessaður maðurinn er fastur í heimi efna og talar í efnaformúlum. Seinna prófið var núna áðan og eins og alltaf þegar ég fæ blað og blýant fer ég að slá um mig með orðatiltækjum og orðum sem ég annars nota ekki í daglegu máli: "Sá böggull fylgir skammrifi "er eitt af því sem ég notaði í prófinu og fannst ég hljóma ógeðslega klár......rann svo upp fyrir mér áðan hvað ég er mikill montsnobbmálkona.
Þriðja prófið mitt er svo ekki fyrr en eftir viku svo ekki er annað að gera en að prófa nýju glösin sem íris var að kaupa í IKEA sem er víst alveg ægilega skemmtileg búð þegar maður er fluttur inní sitt eigið húsnæði. Sjálf er ég nú hrifnari af skóbúðum og alla þá gleði sem þær geta fært manni með litríkum skóm, háum, lágum, flötum,lakk,leður nú eða efnisskó fyrir þá sem vilja ekki ganga í dýrum.
Við skulum, kæru aðdáendur láta þetta nægja í bili! En örvæntið eigi því ég aldrei mun ég vanrækja ykkur og aldrei gleymi ég ykkur. Ef blogg mitt litar líf ykkar þá er ég öll af vilja gerð og skal rausa um risastórar ranabjöllur rífandi í sig rasandi ráðherra sem rangla um í rífandi rappmennsku um rasisma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2006 | 13:41
I might as well.....
As I was walking on a rather cloudy day, yesterday to tell the truth, I looked through my pockets and found out that I was running out of cigarettes. With horny electropopmusic in my ears I decided to stop to buy some ziggis! My mood wasn't the best that cloudy day and when the mood is swinging, cigarettes are something you need otherwise people around you are in great danger. I walked into this small sjoppa that's been on laugarvegur for ages and the lady was talking to a man (who I know is a bum). Anyway, electropopmusic out of ears and I ask this lady, who has too much makeup on and too rough voice for a pack of marlboro's! And.....she looks at me smiling and says with her whiskyvoice: "How good you speak icelandic" (in icelandic).
"Well, I've been living here since I was four so that's no wonder" I said, with my lips close to each other, trying to stop nasty words.
And that lady who's never done anything but serve cola, candy, hot dogs and cigarettes says without even thinking: "Well, I just think it's always nice to hear foreigners speak so good icelandic"
WHAT, excuse me missy, I'm pretty sure my icelandic is better than yours, wanna compete, wanna bet, wanna fight. But i didn't say any of it, I just stared, took my marlboro and walked out, shocked! Honestly, wake up guys, we have a very stupid woman working down town, stop her before she does something she'll regret!
With love
The foreigner
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2006 | 19:14
Enn annar misskilinn snillingur.....
hefur brotið sér leið og komið verki sínu á framfæri. Ég ætla að fá að sleppa að nafngreina manninn enda væri hætti á að aðdáendabréfum myndi rigna innum lúguna, í email-boxið, sms-boxið og símareikningur landsmanna myndi hækka uppúr öllu valdi til að hylla snillinginn. Maðurinn hefur setið sveittur yfir þýðingu á hinu vinsæla dægurlagi James Blunt, "You're beautiful" og tekist líka svona svakalega vel til svo við förum ekki útí hvað hann syngur unaðslega. Hér er ekki skafið undan neinu og textinn látinn flakka á íslensku sem aldrei hefur heyrst áður á Íslandi, né neinu Íslendingahverfi hvort sem er í Kanada eða Danmörku.
Gott fólk, ég kynni með miklu þjóðarstolti: Okkar nýja þýðanda og tónlistarsnilling með meiru!
Að lokum. Eins og ykkur þykir einkennilegt að ég kunni að meta Top gear þá get nú státað mig af því að hafa orðið vitni af nunnu á risajeppa að keyra yfir röð smærri bíla. Það er eitthvað sem ekki allir geta státað sig af. Top gear er kúl og svo er einn kynnirinn líka svo agalega myndarlegur (og hann er ekki með hring!)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
23.4.2006 | 14:57
What the stars say about me!
This straight-up means ur the most good-looking person possible... Loyal and generous. Patriotic. Competitive in everything. Active in games and interactions. Impatient and hasty. Ambitious. Influential in organizations. Fun to be with. Easy to talk to, though hard to understand. Thinks far with vision, yet complicated to know. Easily influenced by kindness. Polite and soft-spoken. Having lots of ideas. Sensitive. Active mind. Hesitating, tends to delay. Choosy and always wants the best. Temperamental. Funny and humorous. Loves to joke. Good debating skills. Has that someone always on his/her mind. Talkative. Daydreamer. Friendly. Knows how to make friends. Abiding. Able to show character. one guy/girl kind of person. Loveable. Great in bed . Prone to getting colds. loves music. pretty/handsome. Loves to dress up. Easily bored. Easily hurt. Takes time to recover when hurt. Sensitive.
I think this is a pretty good description of me! But then again always when you get something like this, you read it with your mind set on that it must fit your personality. But I like this one and it's also so true:ur the most good-looking person possible, fun to be with, great in bed.
There we have it black on white! I'm not being cocky, this is just something I found on the internet!
I should study, I definatly should study! But just to have one thing clear, I'm not a big fan of smileys in text so this will be the first and last time I put a smiley in my blog!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2006 | 18:47
famous all over.....
Or maybe not, might me getting just a little bit to cocky here.....let me rephrase it; Writing in english, 'cause english is soooo this season! That's more like it and talking english is also very this season, let's hope it won't go out of fashion 'cause we might get in to trouble when it would come to communication between countries! Know what I'm saying!
My tests are coming up and I'm not up for them! So what to do:
1. Skip them and start working in a supermarket
2. Kick my lazy ass and start studying
3. Smooth talk the teachers or manipulate them
What do you people think..... don't be shy to comment!
Later aligator
Bloggar | Breytt 21.4.2006 kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)