Færsluflokkur: Bloggar
24.6.2006 | 15:54
ég neita að skrifa fyrirsögn.....
en þá kemur færslan ekki inná síðuna og eitthvað crap!
Þetta er líka ógeðslega fyndið, ég hefði fengið hláturskast væri ég ekki svona dofin í hausnum og þreytt!
Bloggar | Breytt 25.6.2006 kl. 14:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2006 | 15:48
ég hata að þurfa að skrifa fyrirsögn
Besta og sannasta klausa í heimi er án efa: "If gymnastics were easy, you would call it football" ahahahahha! Brilljant alveg, brilljant og svo sannarlega mikið í til í þessu. Ég hlakka svo til að byrja að æfa almennilega aftur, æfingabúðir og hressleg heit!
Youtube er æði, takk fyrir youtube! Hérna geti þið skoðað fimleika á youtube....tveir hlutir sem mér finnst æðislegir!
Svo var katrín að breyta síðunni sinni með hjálp demantssonarins! Hún er rosalega falleg síðan hennar katrínar, kíkiði á hana og segði katrínu hvað hún sé fín!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 00:23
nýtt hobbí
ég fékk mér nýtt hobbí í dag; etja kapp við skeiðklukkuna í kópavogslauginni! Nú get ég farið í kapp hvenær sem ég vil og ráðið því hvort ég vinn eða ekki! Og ef ég vinn ekki þá held ég bara áfram þangað til mér finnst ég hafa unnið! Er að hugsa um hvort ég ætti ekki að fjárfesta í neongrænni sundhettu því hár eykur mótstöðu vatns....svo segja fróðir menn allavega.
Er að upplifa flökurleika vegna þreytu akkúrat þessa stundina, þannig með réttu ætti ég að koma mér í háttinn. Af einhverjum ástæðum ákváðu allir túristar heimsins að koma og fá sér mat hjá mér og kaffi og kökur og te og bjór og léttvín og í hvert skipti tóku þeir smá orku frá mér og eru þar af leiðandi örugglega allir með hiksta núna. HANS KOM LÍKA OG GAF MÉR SMÁ ORKU!
Þyrfti að komast í nudd en á ekki pening til að leyfa mér þann lúxus! Ef einhver vill gera góðverk þá er ég alveg rétta manneskjan til að njóta þess.....
Farin í háttinn
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2006 | 16:44
i'm singing in the rain...
right! Þetta er alveg orðið ómannlegt og fer að jaðra við landfordóma á vegum veðurguðanna. Hvað höfum við gert á þessari blessaðri eyju til að verðskulda annað eins veðurfar. Meirað segja innivinnandi fólk er farið að kvarta og þá er mikið sagt! Við fólkið sem erum að vinna úti þurfum að andskotast í allra veðra vindum og jafnvel þegar hundi er ekki útsigað er okkur hent útí beð til að sameinast hryggleysingjum sem skríða um í eigin kúk.
Annars er HM í fótbolta í gangi og ungir sem aldnir að missa vatnið yfir hinum ýmsu fótboltaleikjum, eyða sólarhringum í að spá hvernig hinir og þessir spila, hvort Ronaldiniho sé að missa neistann og hvort Lambdini sé að fara að leggja skóna á hilluna. Ég aftur á móti hef ekki glóru um hvað fótbolti snýst en kann vel að meta: leikslok þegar þessir afskaplega vel byggðu menn fara úr bolunum og fótbolta í rigningu þegar bolurinn límist við vel stælta bringuna. Hans og Katrín deila þessu áhugamáli með mér og á síðunni hennar katrínar má finna afskaplega fallegan mann á andlit og líkama.
Ekki skil ég afhverju fimleikar eru ekki eins vinsælir og fótbolti! Þar er að finna gífurlega vel vaxna menn með svo svakalegt þvottabretti að það er ógjörningur að horfa/stara/slefa ekki. En svo ég tali ekki bara um mennina þá eru stúlkurnar líka algerir kroppar (ég æfi sko) og lítið um vöðvavarnir að finna á þeim (ég er reyndar með svaðalega sixpackhlíf)
Minnir mig á það....ég á snúð hérna einhversstaðar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.6.2006 | 00:42
internetið og annað sem fer fram í kassalaga hlutum
ég held ég eyði of miklum tíma á netinu, nánar tiltekið myspace, gofugyourself, katrínu, listinn er endalaus. Það sem veldur mér áhyggjum er að ég verð ekki vitrari fyrir vikið, ekki svo að segja að ég verði eitthvað vitlausari en tíminn sem ég eyði í að flakka um netið er ekkert til að státa sig af. Svo stóð ég sjálfa mig að því um daginn að fara á flass.is, og það er eins og alkólisti sem stendur sjálfan sig að því að drekka spritt í kók. Það er vond síða og ég mæli ekkert frekar með því að þið klikkið á linkinn!
Bróðir minn er líka alltaf netinu. Munurinn á okkur er sá að hann skoðar vitrænar síður og þar af leiðandi er hausinn á honum fullur af einhverjum fróðleik sem ég á oft erfitt með að skilja! Kemur á móti að hann veit pottþétt ekki að Jessica Simpsons er búin að fitna og fremur tískuglæp á hverjum degi, að Nicole Richie er ennþá sama mjónan og var bara að nota Steve O úr jackass, að Lindsay Lohan sé kókaínsmábarn sem fór of oft á klósettið í tískupartý og Voguedrottningin kvartaði við Karl Lagerfield! Þessi vitneskja kemur sér mjög vel, svona í ljósi þess að allt þetta fólk eru svo góðir vinir mínir.
Við deilum þó einu sameiginlegu áhugamáli, ég og bróðir minn. Við elskum mythbuster, brainiac(mér finnst kynnirinn líka svo sætur) og top gear.
Sjónvarpið er annar kassalaga veikleiki sem hrjáir mig. Ég get eytt endalausum tíma fyrir framan skjáinn, jafnvel þó það sé ekkert á honum (allavega mjög ómerkilegt). Þeir hefðu aldrei átt að afnema sjónvarpslausan fimmtudag, þá myndi maður hugsanlega gera eitthvað sniðugt, eins og taka til. Reyndar eru nokkrir þættir á fimmtudögum sem ég vildi ekki missa af og svo er líka ANTM endursýnt á fimmtudögum.
Með þessum orðum ætla ég að ljúka þessari færslu því mér ofbýður að ég sé eins háð rafmagnsháðum kössum og raun ber vitni. Eina huggunin er sú að ég veit að það eru fleiri og ég veit að það eru sumir dýpra sokknir en ég!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.6.2006 | 23:13
af lirfum og fiðrildum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2006 | 23:32
útþrá hin eilífa útþrá
Sumir geta bara setið á sér alla ævi! Klárað skólann, fengið sér vinnu, mann, hús í Grafarholti, 4X4 bíl með barnastól aftur í, barn í barnastólinn, bang og ulafsen græjur, garð með heitum pott á sólpallinum,vildarkort sem safnar bara punktum, líkamsræktarkort í laugum og árlegar ferðir til kanaríeyja með sólbrunnum leiðsögumanni. Og þessir sumir una vel við sitt og grobbast í saumó meðan vinkonurnar taka andköf yfir nýjustu GK dragtinni.
Svo eru aðrir sem þurfa endalaust að vera að rassakastast útum allt. Og þegar einu ferðalagi er lokið og foreldrar og vinir halda að viðkomandi sé loksins tilbúin að festa rótum er nýtt plan um ferðalag komið upp á borðið. Öll plön um nám, kærasta eða kærustur, barneignir og í þeim dúr, eru lögð til hliðar, pakkað í tösku og hoppað um borð. Og þetta er svo góð tilfinning að vera bara á ferðalagi þurfa ekki að hafa áhyggjur af morgundeginum eða deginum á eftir, að þurfa ekki að vakna fyrir eitthvað ákveðið sem er svo ekki víst að maður hafi áhuga á að gera, hvort sem það er vinna eða skóli. Kemur á móti að til að geta lifað svona, þarf maður að staldra við nokkra mánuði í senn, vakna í vinnu, safna pening, sem er svo sem í lagi þar sem afraksturinn af vinnunni er ferðalag í nokkra mánuði.
Þið megið giska í hvorum hópnum ég er (eru þið að ímynda ykkur mig í GK dragt......)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2006 | 19:08
þarna þekki ég þig!
Blessaða sumar með sína rigningu og sitt rok! Súrrealísk byrjun á sumri og fyllti okkur öll von um spánarsumar, sló okkur svo í framan með blautri hálf myglaðri tusku. Einn afskaplega bjartsýnn drengur lét þau orð falla að þetta yrði hrikalegt sumar, veðurlega vegna þess hve vel það byrjaði.....dáldil svartsýni verð ég að segja.
Var að byrja að vinna í dag og líst bara nokkuð vel á; vinna úti með krökkum á erfiðasti aldri ævinnar og reyna að fá botn í hugsanagang þeirra. Fékk ógó flottan neonappelsínugulan regngalla sem myndi sóma sér vel á rauða dreglinum í hollívúdd og er að hugsa um að kaupa mér neongrænt hárband í stíl.
Allskonar lið á myspace.....dáldið eins og var á nýja Barnum um daginn! Fórum, ég, hans, Anna og Katrín á fyrsta degi opnunar. Mjög svo hipp og kúl staður....því verður ekki neitað en pakkið sem hafði villst þarna inn í von um nýjan stað sem hentaði þeim var okkur ekki bjóðandi og þar af leiðandi fórum við bara heim á sirkus þar sem við dönsuðum fram á rauðan morgunn! Hef nú lúmskan grun að umtalað fólk hafi fengið tilfinninguna og snúið aftur á staðina sína sem flest allir byrja á G og eru fyrir neðan Bankastrætið! Finnst ykkur ég fordómafull???? Aflitun og brjóst uppúr bolum virkar ekki alveg á mig.....ég fæ vélindabakflæði og það er voðalega óþægilegt að vera með vélindabakflæði þegar sopið er á!
Illa klæddar stúlkur hljóta alla mína vorkunn! Veikindadagarnir þeirra hljóta að skipta hundruðum yfir árið.
Ég klingi út með: Stelpur, föðurlandið er kúl.....bláar með typpaopi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2006 | 15:55
djíses!
ég er svo löt að það er örugglega ólöglegt! byrja ekki að vinna fyrr en í næstu viku og mig langar að skjóta mig í þessu aðgerðarleysi!
Miss world datt, bónaði gólfið á broadway með bláa, fína kjólnum sínum og setti nýtt met í kórónukasti innanhúss. Hún meiddi sig víst aðeins í olnboganum.....hún hefði átt að vera bara á tánum eða jafnvel í kínaskóm! Þá hefði hún pottþétt ekki dottið! Og að sjálfsögðu er þetta komið á netið undir yfirskriftinni: "Miss World falls flat on her face". Og ekki nóg með að þetta sé komið á netið heldur er þetta í blaðinu í dag, þar er atvikið sýnt í tímaröð! Best af öllu er svo greinin sem fylgir og ummæli Elínar Gestsdóttur framkvæmdarstjóra: "Hún stóð sig eins og sannkölluð hetja. Unnur var með Ungfrú heimur-kórónuna á höfðinu sem er mjög verðmæt en sem betur fer kom ekkert fyrir hana." Semsé....fokk the beautiqueen the crown is ok! Það hefði jú verið hrikalegt hefði kórónan skemmst.....ef stúlkan hefði brotnað....ah, það grær áður en hún giftir sig!
Einu sinni datt ég inná sirkus (það er reyndar lygi, ég hef oft dottið inná sirkus) og það kom gat á buxurnar mínar. Í split second var ég niðrá hnjánum og vorkenndi mér alveg svakalega, þegar ég svo gerði mér grein fyrir að enginn annar vorkenndi mér stóð ég upp og hélt áfram að dansa. Munurinn á því atviki og unnar birni: Það kom ekki gat á kjólinn hennar, ég fékk enga grein í blaðið(þrátt fyrir gatið á buxunum) og það hjálpaði mér enginn! Hvers á ég að gjalda, bara því ég á ekki kórónu!
ég má alveg vera öfundsjúk útí hana....hún er ungfrú heimur og á pottþétt mikið að skóm!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.5.2006 | 12:07
streptococcar, silvía night og fleira í þeim dúr
Á undanförnum dögum hafa einhverjar litlar krúttbakteríur verið í óðaönn að byggja samfélag í hálseitlunum á mér. Þær eru búnar að kjósa borgarstjóra, byggja kirkju og lögreglustöð og eru alltaf úti að djamma. Sem kemur dáldið hart niður á mér þar sem ég get ekki sofið fyrir drykkjulátunum í þeim. Á þriðjudaginn var mér svo nóg boðið, þá hafði einhver orgía átt sér stað og í kjölfarið stækkaði samfélagið um milljarð sem olli því að ég gat með engu móti kyngt almennilega og raddböndin þurftu að sætta sig við 5 fm íbúð í breiðholtinu. Eftir árangurslausar tiltölur að koma þeim í burtu gat ég ekkert annað gert en að drepa þær allar. Nú ét ég pencillin eins og mér sé borgað fyrir það og krúttbakteríurnar drepast hver á fætur annarri. Þetta er sannköllluð útrýming, helför, þjóðarmorð og finn ég fyrir samviskubiti? Nehei, aldeilis ekki, þær fá ekki einu sinni útför....ég hræki þeim bara í vaskinn og skola þeim útí sjó!
Silvia Night fékk reisupassann og í staðinn komst meikaður armeni og væminn íri áfram. Eru evrópubúar (fyrir utan okkur að sjálfsögðu) ekki með vott af húmor. Gera þeir engan greinamun á raunveruleik og uppspuna; afhverju er ekki búið að stinga vonda gæjanum úr einhverri vondri mynd í fangelsi og afhverju mega bara sumir vera með í þessum matrix heim. Svo er kannski bara ágætt að Silvia skyldi ekki komast áfram, hún er of töff og of fræg fyrir svona lúðakeppni. Ég nenni nú varla að horfa á þessa keppni á laugardaginn, ég hefði hugsanlega nennt því ef nærfatasýningin hefði komist áfram en þær voru bara með eitt sett af nærfötum og meikið sem lak af andlitinu á þeim meðan þær dönsuðu (ekki) næst ekki úr. Ég nenni ekki að rausa meira um þessa eurotrashkeppni, finnarnir mega alveg vinna mín vegna þó þeir séu ómyndarlegir í meira lagi en mér finnst krúttlegt að leyfa ljótu fólki að taka þátt líka....sýnir víðsýni.
Að lokum langar mig að benda lögreglumönnum borgarinnar að aðeins slaka á í sektargjöfum. Þeir fá bara alla uppá móti sér og verða rosalega óvinsælir og missa alla vini sína og enda aleinir að tala við talstöð þar sem enginn svarar. Þetta eru bara vinsamlegar viðvaranir....enginn vill enda vinalaus og óvinsæll.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)