Glæsileg heit

Þetta verður ekki mjög löng færsla (sorry hans) af því ég þarf að fara að koma mér í háttinn....Eros ætlar að koma með mér í skólann í morgunn og svo ætlum við í gönutúr með risanum hennar Erell! Mjög hressandi.

Þjálfarinn minn ákvað að sýna eitthvað trix á æfingu og ákvað að ég færi vel til þess fallin að sýna það á; þegar hann svo framkvæmdi trixið (sem var að fella mig) náði ég (hann) að snúa á mér ökklann; ég vona að þetta verði í lagi á morgunn..Hann var miður sín greyið; held hann hafi beðist afsökunar 5 sinnum.

Próf á mánudaginn, frí næstu helgi, svo aftur próf svo tvær vikur og prófí biochem (erfitt, pjúff, svo ógeðslega skemmtilegt workshop og svo los múttós og brósós í heimsókn! Vá hvað þetta er skemmtilegur mánuður framundan!

Að þessu loknu læt ég fylgja mynd af "hárlausa" hundinum sem frændi minn vill kalla "ofvaxna rottu". Ég vil benda fólki á að dont judge the book by it's cover. Okey, þetta er eitthvað bilað, set mynd næst! Núna ætla ég aftur á móti að fara að sofa!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er hættulegt að láta þjálfarana sýna trix á sér. Pabbi var að æfa jiu jitsu (or smt.) og þjálfarinn notaði pabba til að sýna eikkað trix og þjálfarinn braut á honum fótinn. Ekki sniðugt. Vona að allt verði í lagi. Gangi þér vel í prófunum.

Kv.Ásdís Dagmar

Ásdís Dagmar (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband