Færsluflokkur: Bloggar
10.9.2007 | 05:31
Prufukeyrsla
Í dag ætla ég að prufukeyra hjólið mitt. Ég veit hvar ég get keypt óbrjótandi lás en ég enn eftir að finna mér glæsilegan hjálm. Planið er að spreyja hjólið bleikt og ég þyrfti helst að fjárfesta í körfu og framljósi. Það verður hressandi að geta hjólað í skólann því ég hætti mér ekki uppí þessa strætóa og tramdót ef ske kynni að ég myndi villast. Aftur á móti fór ég ein í metróið um daginn og fannst ég hafa unnið mikinn sigur. Ég og fóbían erum að fjarlægjast hvor aðra; eins og er hætti ég mér bara á þá leið sem ég þekki.
Ég læt vita seinna hvernig gekk að hjóla heim. Þannig er mál með vexti að hér keyrir fólk eins og ætlunin sé að drepa þann sem fyrir verður. Vona að þeir sjái hvað ég er sæt og bremsa áður en kastast af hjólinu. Ég er búin að kastast af klár í ár; læt það nægja þangað til kannski næsta ár.
Ég bíð eftir pósti með fréttum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.9.2007 | 12:44
Þannig fólk
Ég þoli ekki teacherspet; það mætti jafnvel segja að ég hata þannig fólk smá. Heima er maður álitinn kennarasleikja við að sitja fremst. Hérna verður maður að sitja framarlega til þess að heyra það sem kennarinn er að segja. Þannig að það sem þessar (vegna þess að í meirihluta eru þetta stelpur) stúkur gera er að hlægja að endursögðum bröndurum eða bara að hverju sem er á að vera sniðugt. Rétta upp hönd og spyrja um mögulegustu hluti og eitthvað crap sem hefur ekkert að gera með það sem er í gangi. Ein gekk fram af mér í gær í biomath (sem er EKKI skemmtilegt): réttir upp hönd og spyr og eitthvað, kennarinn byrjar að babla eitthvað útí loftið og að ef hún skildi ungversku (sem hún gerir) þá geti hún tekið valkúrs í forritun og þannig myndi hún fatta merkin í hinu þessu og betur. Og þarna sat stelpuasninn og kinkaði kolli eins og hún lifandi gat og klikkti svo út með þegar hún spurði hvar í þessi kúrs væri.......Allan tímann sat ég og horfði á hana og sá að hún hafði ekki minnstan áhuga á því sem vesalings maðurinn var að tala um og umsvifalaust sá ég fyrir mér að ég gæti alveg sparkað í sköflunginn á henni án þess að fá mikið samviskubit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2007 | 11:23
Upphaf
Skólinn byrjadi í gaer med anatómíu! Kennarinn gerdi í tví tala óskiljanlega ensku auk tess ad skrifa med dvergaletri á töfluna. Ég var svöng og garnagaulid átti tad til ad yfirgnaefa rödd kennarans. Eftir ad hafa skrifad nidur latinu nöfnin á hinum ymsu pörtum hestins var tímanum lokid og inní stofuna skundudu tveir lögguhestar.....okkar hestar blikna í samanburdi midad vid staerd. Madurinn krítadi á hestinn hvar hitt og tetta var og klikkti svo út med ad tad vaeri eins gott fyrir okkur ad laera annars gaetum vid haett a tessari stundu.
Eftir tímann fór ég ásamt Erell og Salim og vid fengum okkur pasta med pestó. Ég held ég hafi gert gódan hlut med ad byrja ad spjalla vid Erell, hún er alger snilld. Salim er fyndinn karakter: bjó í Californíu og kallar okkur swíti og beib.....veit ekki alveg hvad mér finnst um tá nafnagift, gaeti verid ad ég turfi ad leidrétta tann misskilning ad ég sé beibid/svítiid hans.
Annars líst mér vel á tetta. Byst vid ad tetta verdi hell of a job ad standa sig eins og ég vil standa mig en tad má reyna tad med gódum vilja. Aetla ad naela mér í kók og súkkuladi ádur en tíminn byrjar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2007 | 16:41
Búdapest
Ég er sko ennþá lifandi ef þið voruð farin að hafa áhyggjur. Er að lesa bók um álfa áður en nefið á mér klessist við námsbækur sem mér skilst að sé málið í skólanum. Annars er afar fínt að frétta, mér er reyndar búið að vera illt í maganum sem er eflaust ógeðinu að kenna sem ég skóflaði í mig fyrr í dag. Og ég fattaði það ekki fyrr en ég var hálfnuð og tók mér pásu til að fá mér sopa af sprite hvað þetta var mikill viðbjóður.
Skólinn minn byrjar á mánudaginn og megnið af samnemendum mínum eru norskar aríastelpur.....only for you Hans. Ég hlakka dáldið til að sjá þær með hárið oní augunum og hendinni upp að öxl í beljurassi. Ég er búin að kynnast best og mest einni og einu frönsku stelpunni í skólanum. Við erum sko eins.....ein frönsk og ein íslensk. Hún kanna ð drekka sem er alltaf plús og við fengum okkur meirað segja irish coffee í gær en ég verð að viðurkenna að það crap í líkingu við hvernig los Hans býr það til!
í dag er það sushi með frakka og aríahittingur eflaust líka.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.8.2007 | 08:24
Update
Í morgun fór mamma á flugvöllinn að reyna við að komast heim. Eins og það er fínt fyrir budduna að ferðast standby þá er það ansi stressandi. Kemur í ljós hvort hún komist með eða ekki. Ég verð á lestarstöðinni í nótt því stelpurnar eru á ferðalagi.....djók.
Herbergið mitt er glæsó; stórt rúm, skápurx2, skrifborð, lampi og risastór gluggi. Íbúðin er eins og fín og á verður kosið, stór og björt og stelpurnar eru frábærar líka (það litla sem ég hef talað við þær). Önnur er að byrja á fjórða ári í dýralækninum og hin er að byrja á öðru ári í læknisfræði. Þær hafa svona aðeins frætt mig um hjálpsemi og þjónustulund ungverja sem er....engin. Maður er sendur í 18 raðir áður en maður kemst að þeirri réttu og þá er oft svarað "Nem értem" sem þýðir "skil ekki". En þar sem ég er svo þolinmóð og óskapbráð held ég að ég eigi eftir að tækla þetta á hin besta máta.
Eins og er sit ég á kaffihúsi að drekka einn versta cappocino sem ég hef á ævi minni smakkað en ég þræla honum ofaní mig eins og vel uppalin stúlka.
Annars líst mér vel á þetta, er að fara að hitta Kötlu á íslensku í kvöld og svo byrjar ballið á fimmtudaginn....ííííha
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2007 | 19:12
Ferðalag 2
Flugvellir eru alls ekki skemmtilegir; ég held að engum finnist þeir skemmtilegir nema fíflin sem drekka sig fulla á þeim og gera svo öðrum lífið leitt í fluginu. Aftur á móti finnst mér ekkert leiðinlegt í sjálfri flugvélinni; sérstaklega þegar ég lendi hliðina á myndarlegum manni og sef bak í bak við hann...örstutt ástarævintýr.
Þegar við loksins komum á hótelið með fáránlega þungar töskur fannst mér ákveðin árangur unninn, hann var verðlaunaður með ákaflega góðri tómatsúpu og gin og tónik. Svo svaf ég....Daginn eftir tók við meira flugvallastuð og ágætis flugferð. Og nú erum við ansi skondnu hóteli, ólíkt lúxusnum sem við fengum Danmörku eru allar stöðvar dubbaðar á ungversku eða þýsku nema ein...hana er bara hægt að hækka ákveðið mikið og textin er á einhverju humpa djumpa máli.
Ég masteraði kortakunnáttu mína, eða öllu heldur sjónminnið. Mamma tók ofan fyrir mér þegar við fundum skólann og leiðina heim frá ítalska veitingastaðnum. Hún fær kredit fyrir að spotta OgVodafon. Það er heitt og svitinn lekur niður eftir bakinu og oní buxurnar. Ég kann samt að meta hita og best er svo að komast í kalda sturtu eftir labbið. Á morgunn fer ég og kíki á herbergið, nú og hitta dömurnar.
Þangað til ætla ég að nota nýju græjuna til að fjarlægja líkamshár og horfa á útlenska stöð sem er bara hægt að hækka ákveðið mikið.
Update....later
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2007 | 17:19
Ferðalag
Ég hata að pakka. Fyrir manneskju sem þjáist af eins svaðalegum valkvíða og ég þá er þetta ekkert grín. Það tók mig ca. 3 klst að ákveða hvaða skó ég ætti að taka og þegar ég var búin að setja eitthvað niður þá fékk ég bakþanka, tók það uppúr og setti ofaní aftur. Svo finn ég líka að ég er að byrja aðeins að stressast, þá get ég orðið ansi nastí við fólk og hreytt í það óyrðum sem það á alls ekki skilið og ég hef líka aldrei tuggið nikótíntyggjóið af annari eins áfergju og undanfarna tvo daga (sem minnir mig á það...ég þarf að bæta á byrgðirnar).
Annars hef ég fulla trú á að þetta verði glæsó. Þarf bara að koma leiðinlegum og nauðsynlegum hlutum frá áður en ég get farið og notið mín almennilega.
Verð í skrifum um hvernig skólinn gengur og hvernig lífið gengur. Örvæntið ekki ef þunglyndistextar birtist öðru hvoru; þá vantar mig eflaust tyggjó eða er bara í sjálfsvorkunn. Það gengur nú yfirleitt fljótt yfir!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.8.2007 | 21:53
Þannig fílingur
Í dag hefði ég viljað eiga kærasta. Þetta var bara svoleiðis dagur. Í staðinn varð ég skotinn í hrokafulla, skoska lækninum í "King of Scotland".
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 21:11
16.ágúst
Ég hefði gefið mikið fyrir að sjá Lísu Maríu Presley taka dúett með föður sínum. Ekki held ég að hann hafi litið vel út karlinn, búinn að liggja í gröfinni í 30 ár. Áreiðanlega hálf grænn og eflaust ekki sá allra best lyktandi.
Friðrik Ómar söng svo 30 gömul Elvislög í dag. Ég heyrði viðtal við hann á Bylgjunni og lærði þar með að í gamla daga voru lögin ekki lengri en ein og hálf mínúta; þannig réttlætti hann fyrir sjálfum sér og spyrlinum að tónleikarnir myndu ekki taka eina einustu stund. Ég lét það eiga sig að fara....ætla heldur að blasta Elvis ballöðum í allt kvöld og dansa skrikkdans í takt!
Brósi er að fara á morgunn, taskan er ca. 28 kíló!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2007 | 22:11
Haust
Það er byrjað, hægt og rólega síast það inní merg og bein. Treflar, húfur, flíspeysur og dúnúlpur verða fyrr en varir orðinn dagleg sýn á götum borgarinnar. Haustið gerði svo innilega vart við sig í morgunn og fólk hafði orð á því að það hefði ekki verið nema sex gráður á hitamælinum. Og rokið, blessaða rokið sem fær nefið til að leka og hleypir roða í kinnarnar.
Mér skilst að í Búdapest sé ekki svona hvasst eins og þessari Djöflaeyju en aftur á móti verði svo hryllilega kalt að ég má búast við að horið í ennisholunum frjósi. Kannski ég pakki eins og einum til tvennum síðum nærbuxum og taki með mér thermóbolinn og kaupi mér svo bara jafnvel hjól úti, þá eiginlega getur mér ekki orðið kalt...hjóla bara rosalega hratt. En ég þarf eflaust ekki að hjóla hratt nema í ca. þrjá mánuði og þá get ég farið að krúsa á stuttbuxum í skólann og tanað leggina á meðan.
Þetta verður fínt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)