Færsluflokkur: Bloggar
13.8.2007 | 21:25
Traust
Góðvinur minn treystir fólki. Hann treystir fólki svo vel að hann sér ekki ástæðu til að læsa skápnum í sundi. Þetta tjáði hann mér þegar hann stóð á sundskýlunni með handklæði á herðunum í hvítum strigaskóm eftir sundið. Hann fann ekki fötin sín og þar með kortin og lyklana. Þar sem ég er illa innrætt (Hans Orri þar með líka því hann var með) hló ég eins og svín af örvæntingarsvipnum....manninum var ekki skemmt. Eftir dágóðan tíma mundi einn ævaforn sundlaugarvörður eftir að hafa lokað einhverjum skáp í einskæru góðmennskukasti. Tíu mínútum seinna kom góðvinur minn út fullklæddur og töluvert hressari. Hann var þó ekki tilbúinn til að hlægja að atvikinu, held reyndar að hann sé búinn að jafna sig í ljósi þess að hann bloggaði um atvikið.
Mig vantar einhvern til að passa Lampa í mesta lagi þrjú ár. Hann á það til að taka undurfagrar aríur sem gott er að hlusta á í góðra vina hóp!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2007 | 22:51
Saknaðarljóð
Það virðist vera sem fallegustu kynblendingssystkinin séu að hverfa af landi brott. Tár blikar á hvörmum karla og kvenna þegar ég ber þeim þessi tíðindi. Þó hef ég í flestum tilvikum náð að stöðva táraflóðið þegar ég segi fólki að von sé á okkur í heimsókn endrum og eins. Eins og flestir vita er ég á leiðinni til Búdapest að læra til dýralæknis. Mér skilst að þar sé eitthvað af vasaþjófum...þeir mega vara sig á mér, ég get hlaupið ansi hratt þegar sá er gállinn á mér. Ég er ennþá að æfa mig í ungversku, við sjáum til hversu vel það á eftir að reynast mér. Bróðir minn er svo á leiðinni til Hasslands....nei ég meina Hollands og segist vera að fara leggja stund á hagfræði (sel það ekki dýrara en ég keypti það af honum).
Annars kenndi Lygi mér að næra nikótínfíknina á annan hátt en með tyggjóinu: neftóbak með mentolbragði. Það gefur ekki bara nikótínrush heldur er það svo asskoti svalt. En þið megið ekki misskilja mig; ég er alls ekki með svarta tóbakstauma niðrúr nefinu heilu og hálfu dagana þvert á móti anga ég oftast af fruitnicotinell. Tóbakið er brúkað þá helst um helgar eftir háttatíma barna.
Hressir, bætir, kætir eins og spirulinan hans Hans Orra!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.8.2007 | 12:48
bumbubúi
Íris og Trausti komu í heimsókn og stelpuskjátan státaði líka af þessari myndarlegu bumbu/kúlu. Ég sé það núna að ég ef hitti hana ekki í dálítinn tíma í senn þá sér maður betur stækkun kúlunnar; annars virðist hún svosem alltaf eins. Þið megið samt ekki misskilja mig, Íris er afskaplega nett miðað við að vera með heilt barn inní sér og ég hef séð menn skarta stærri bumbu.
Í gær ákvað ég svo að sjá hvort barnið myndi nú ekki taka smá spark....svona fyrir Inam frænku. Ekkert....ég held að það hafi dregið sig saman og ákvað að hafa eins hljótt og mögulegt var. Ég reyndi að hækka í músíkinni (ellý vilhjálms var á), syngja fyrir það, potaði í bumbuna til að sjá hvort ég fengi pot til baka (þetta var reyndar ekki vinsælt hjá Írisi)....en nei, ekki múkk. Að sjálfsögðu varð ég móðguð og sagði við Írisi að þetta barn yrði augljóslega ekki fótboltihetja ef það kynni ekki einu sinni að sparka. Hún reyndi að sannfæra mig um að þegar svo langt væri komið þá færu spörkin minnkandi....ég veit ekki hvort ég geti tekið mark á því!
Það fær víst líka að sprikla nóg þegar það kemur í heiminn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2007 | 22:12
Þrjóska
Ég stóð sjálfa mig að því að skoða smáauglýsingarnar um dýrahald í fréttablaðinu í gær. Það fylgdi því ákveðin nostalgía; þegar ég var yngri þá skoðaði hverja einustu smáauglýsingu í leit að rétta hundinum sem þó var ekki velkominn inn á heimilið. Ég linnti ekki látum fyrr en ég eignaðist hund, jafnvel þó amma ætti besta hund í heimi. Sá hundur missti fljótt áhugann á fjölskyldunni og flutti sjálfviljugur niður til ömmu. Þá tók við næsta verkefni; fyrr en varði var komin nýr hundur á heimilið sem hefur verið trúr fjölskyldunni í sjö ár ásamt afkvæminu sem kom í heiminn fyrir fimm árum.
Ég ætlaði líka alltaf að verða dýralæknir. Það breyttist í ca. tvö ár þegar mér fannst það að vera rithöfundur eða fatahönnuður svalast. Ég sem betur fer braust ég útúr þeirri ranghugsun því eftir að hafa unnið undanfarið eitt og hálft ár á dýraspítalanum þá hef ég komist að því að ég hafði rétt fyrir mér þegar ég var smákrakki. Og eftir tæpan mánuð fer ég að leggja grunninn af því sem ég hef ætlað mér að gera frá því ég var smákrakki og linni ekki látum fyrr en ég verð komin á fullt blúss!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.7.2007 | 18:57
Truntuferð
Ég var í svo frábærri ferð um helgina og sannfærist enn og aftur um það hversu frábær hestamennskan er. Jafnvel þó það hafi rignt, komið haglél og verið rok á okkur þá komum við alltaf alsæl uppí hús þar sem rauðvíni var skenkt í glös og dýrindismatur borin á borð. Við riðum um Landbrotið rétt hjá Kirkjubæjarklaustri; virkilega fallegt og þessi hrikalega langa bílferð þarna uppeftir var alveg þess virði.
Það besta er að fólkið sem ég stunda hestamennskuna með er svo ónískt á að lána hestana sína mér, þar sem ég get ekki notað klárinn minn. Held samt að ég taki prufutúr þegar ég kem heim næsta sumar....þá er hann búinn að vera í fríi í ca. eitt og hálft ár og verður eflaust viljugur fram úr hófi. Kemur í ljós...
Til marks um hversu mikið rauðvín var drukkið í ferðinni þá stakk ég mig á nál í vinnunni í gærog hvað gerist.....út flæðir rauðvín í stríðum straumum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 21:05
Mjólk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2007 | 22:22
....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.7.2007 | 20:34
Einhleyp...
Sú var tíðin að ég gat ekki tekið hrósi; hvort sem það kom frá vinnuveitanda, vinkonum eða strákum. Alltaf hélt ég að fólk væri að gera lítið úr mér og átti til að bregðast hin versta við.
Í dag veit ég ekkert skemmtilegra en að fá innilegt hrós og sérstaklega er gaman að fá hrós frá hinu kyninu, þó "Rosalega ertu sæt" eða "Flottur rass" risti frekar grunnt þá eru það hin sem eru einlæg og falleg sem fær mann til að brosa allan hringinn og hjartað að slá örlítið hraðar. Ætl ég verði ekki að viðurkenna að ég sakna þess dáldið að fá ekki koss og fallega athugasemd hvíslaða í eyrað þegar ég á síst von, að liggja upp í rúmi og sofa og kúra í hálsakot þess á milli, að kikna í hnjánum undan einhverjum. Þegar ég fæ svo tækifærið til að njóta þessara augnablika þá nýt ég þeirra...það er ekki það, ég bara kann ekki á framhaldið eða er hrædd um að hlutirnir fari að verða hversdagslegir og þar með leiðigjarnir. Það hlýtur að vera hægt að viðhalda sambandi án þess að það verði hversdagslegt og leiðinlegt með nöldri um þvott eða matseld.....ég verð allavega að halda í þá trú, annars er mikil hætta á að ég fái ekki að njóta þess að taka einlægu og fallegu hrósi.
Ég skil ekki afhverju þessi hræðsla um ófullkomnun í sambandi á sér stað. Ég var ekki í hjónabandi sem fór illa, ég hef aldrei enst nein ósköp í samböndum (alltaf hætt áður en sambandið varð hversdagslegt?) og ég hef átt sömu vinkonurnar í mörg ár (hvað með hversdagsleikann þar?). Ég var í sambandi sem var kannski ekki það besta fyrir sálartetrið og ég óskaði þess svo oft að það væri fallegra, en það er svo löngu liðin tíð og ég búin að pakka því niður og grafa í garðinum. Kannski er ég bara algerlega eftirá í ástarmálum...ætli það þroskist ekki bara með tímanum. Það er ekki eins og ég standi á grafarbakkanum ein og krumpuð, þangað til held ég að ég haldi áfram að skemmta mér og þegar ég tilbúin að fá mér kall þá fæ ég mér eitt stykki!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.7.2007 | 22:24
Framtíðarplön
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2007 | 19:01
Poweryoga
Vóó, það er svo erfitt. Ég hristist og skalf eins og sófadýr meðan ég reyndi að halda hinni og þessari stöðunni. Ofaná allt saman var kennarinn algert augnayndi og hver kona í salnum reyndi að teygja rassinn hærra en hin: "Fyrirgefðu gætiru sýnt okkur þessa stöðu aftur" og þegar kennarinn fetti sig til suðurs fengum við allar hland fyrir hjartað.
Ég ætla að finna mér poweryogatíma í ungverjalandi, ég held nefnilega að maður fái alveg hörkukropp á svona yoga...þetta reynir á alla vöðva líkamans. Og miðað við vaxtarlag þjálfarans þá skjátlast mér ekki. Og það er ekki eins og ég þurfi að kunna ungversku til að gera yoga, ég hermi bara eftir vonandi eins myndarlegum kennara og var í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)