Færsluflokkur: Bloggar

Leiðrétting

Hans Orri er ekki dáinn! Hann lifir góðu lífi og ég var með honum á hestbaki um helgina. Hann er í góðum gír og mjög svo fersk lykt af honum.

Samviskan

Þegar ég vaknaði í morgunn klukkan sex sannfærði ég sjálfa mig um að ég væri með svo svaðalega hálsríg að ég gæti með engu móti farið í ræktina. Þegar ég vaknaði svo aftur klukkan 8 þá var hálsrígurinn búinn að breytast í stærðarinnar samviskubit. Maður fær ekki sixpack á að bera fyrir sig hálsríg....það er alveg á tæru.

Um daginn sagði vinkona mín að hún ætti það til að gleyma sér yfir tölvunni, sjónvarpinu eða annarri afþreyingu og enda svo á að fara alltof seint að sofa. Þegar ég kom heim var ég búin að velta þessu mikið fyrir mér. Sjaldnast get ég borið þá afsökun fyrir mig að ég hafi gleymt mér....ég er alltaf með augun á klukkunni. Ef ég er að horfa á sjónvarpið á kvöldin þá er ég alltaf að gjóa augunum á klukkuna, það sama þegar ég er í tölvunni, ræktinni, labba með hundan, jafnvel á hestbaki er ég með hugann við klukkuna. Þetta er eitthvað stress sem ég hef tileinkað mér því yfirleitt er ég ekki að verða sein í skapaðan hlut. Þarf helst að búa mér til tímaplan þar sem ég áætla hvað hver hlutur tekur langan tíma. Helst á ég til að gleyma mér ef það er einhver strákur (myndarlegur, skemmtilegur....the whole package) inní myndinni. Kemur á móti að þegar ég uppgötva að klukkan er orðin þetta margt eða hvað þá fæ ég panikkattack og verð hálf úrill útí viðkomandi fyrir að hafa rænt mig tímanum. 

Og við þessi skrif geri ég mér fullkomlega grein fyrir hversu sorglegt það er að vera svona háð klukkutímanum.... 


WC

Það var óvenju lítið af sætum strákum í World Class í morgunn. Það finnst mér uggvænlega þróun! Aftur á móti voru fjórar stelpur allar í bleikum bol hlið við hlið á tröppunum, það var dáldið skemmtileg shattering!

Fyrsta hjálp

Baywatch kom og blés lífi í bloggið sem var í dauðatygjunum.

Ég bað þá um að gefa mér gott nudd líka eeeeeen þá var einhver auli sem ákvað að fara að synda  í háfjöru.  


Manni hefnist fyrir....

Þetta er búinn að vera svaðalegasti mánudagur í heimi. Og til að toppa allt þá átti ég ekki nikótíntyggjó. Ætli ég fari ekki eldsnemma að sofa og verði svo eldhress á morgunn!

Sumarhelgarnar

Ég hugsa að meiri hluti ungmenna á Íslandi auki drykkju sína um helming frá maí og fram í ágúst. Löngunin í bjór með sólina á hnakkan er oftar til staðar heldur en þegar regnið lemur gluggana og tréin liggja í götunni. 

Við Hans heiðruðum nýja uppáhaldsbarinn minn Qbar með nærveru okkar föstudaginn og laugardaginn. Við kynntumst fullt af nýju og skemmtilegu fólki; rosalega fallegum Frakka, krúttlegum barþjón og mann sem vann mig í danskeppni.....ástæðan er sú að ég gat ekki tekið tvistið því ég hló svo mikið. 

Við Hans komust líka að því að við erum án efa besta dansdúó á stórReykjarvíkursvæðinu. Við stálum senunni svo svakalega á dansgólfinu að það hefði mátt ætla að þarna væru mættir dansarar úr So you think you can dance.

Vá hvað ég á eftir að sakna Hansa... 


...

Það er einhver dauðalykt af þessu bloggi.

Ástarjátning

Ég elska jeppa!

Nágranni

Ég er farin að hafa miklar áhyggjur af heilsu nágranna míns. Það virðist vera sem hann borði lítið annað en sheik og bragðaref. Kannski ég laumi einum heilsuseðli innum lúguna hans þar sem upplýsingar um ágæti tómata og banana verða svart á hvítu.

Ég er viss um að ég geti haft áhrif á mataræðið með þessu litla bréfi og innan skamms muni ég sjá hann með gulrót og próteinsheik í hönd í stað alls rjómaíssins! 


Auðkenni

Um daginn hringdi kona uppá dýraspítala (það er reyndar ekki markvert þar sem það gerist á hverjum degi). Eftir að við höfðum talað saman í smá stund og ég var að reyna að glöggva mig á hver hún væri sagði hún alltí einu uppúr þurru: "Heyrðu...ert þú ekki stelpan með nefið?" Það fyrsta sem ég gat gert var að skella uppúr....gott að ég þekkist frá öllum hinum, stend uppúr fjöldanum...með nefinu! Jú, víst er ég með nef og glæsilegt nef þar! 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband