Færsluflokkur: Bloggar
25.6.2007 | 21:45
Afsökun
Ég ert búin að skrifa tvær færslur sem fengu að vera birtar í minna en sólarhring. Þegar ég las þær aftur sá ég að þær voru alveg kandítat að móðga fólk og fannst það óþarfi.
Ég er komin frá Mosfellsbæ og ég sakna þess agalega að vera ekki á fína jeppanum. Komst að því eftir þessa dvöl að ég eiginlega þarf að vera á svona fínum jeppa...það er planið eftir námið.
Annars finnst mér þessa dagana einsog ég sé við það springa...hef grun um að sú tilfinning hverfi þegar ég kem rassgatinu á mér aftur í ræktina. Á morgunn ætla ég að skella mér og synda í staðinn fyrir að liggja í pottinum og svo á Írisin afmæli. Ég kannski nota tækifærið núna og óska henni innilega til hamingju með afmælið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2007 | 12:09
Shit...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2007 | 23:32
Ástæða til að keyra varlega
Ég varð vitni af því þar sem sat inná vinnustaðnum mínum og talaði í símann þar sem hundur varð fyrir bíl á Breiðholtsbrautinni. Það er með því óhugnanlegasta sem ég hef séð, hvernig hún kastaðist nokkra metra og lenti svo á hörðu malbikinu þar sem hún rúllaði. Hún dó samt ekki, heldur stóð upp og hljóp í áttina að dýraspítalanum. Að ég best veit slapp hún með skrekkin og óbrotin og engar líffæraskemmdir.
Ég fékk nett sjokk og ég held að konan sem ég talaði við hafi í kjölfarið hætt við að koma með kisuna sína í aðgerð....og þó.
Ég er ekki að segja að stúlkan sem keyrði á hundinn hafi verið að keyra eitthvað óvarlega. Hundurinn slapp frá eiganda sínum og ákvað að hlaupa uppá veg í staðinn fyrir að hlaupa útá tún. Ég veit ekki hvort ég myndi höndla aðra hvora aðstæður; að keyra á hund eða vera eigandi hunds sem keyrt er á. Ég get ekki einu sinni hugsað til þess ef annar hvor hundanna minna myndi lenda undir bíl....
Annars er ég komin uppí Mosó og það er fínt! Margar stöðvar, margar bækur, fín tölva, fínir hundar og kettir, fínt baðkar og fínar rauðvín! Ég get ekki beðið um meira og svo eru hesthúsin í göngufjarlægð sem er afar hentugt!
Oh....einhver ástarmynd í sjónvarpinu. Gaurinn úr scrubs með greitt í píku. Auðvitað endaði hún þannig að allir eru glaðir og hryllilega ástfangnir! Nú segi ég stopp, tek rafmagnið af og les bók við kertaljós!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2007 | 13:31
Strákur eða stelpa
Í gær, þegar ég hafði ekkert að gera, ákvað ég að þykjast vera minn eigin stalker og reyna að finna myspeisprófílinn minn. Í fimmtu tilraun tókst mér að finna prófílinn sem er fáránlegt því ég heiti einfaldlega inam á honum. Það sem ég aftur á móti fann voru tíu prófílar með nafninu inam og 90% af því voru strákar. Ég fékk flashback frá því ég er var yngri og það var verið að lesa upp í einhverri skólarútu: "Inam, er hann mættur".
Eftir að hafa prófað fjórar tilraunir og ekkert nema strákar birtust á skjánum hjá mér gat ég ekki annað en spurt hana móður mína sem átti jú þátt í þessari nafnagjöf. Og mikið rétt, þar sem annar helmingurinn af mér á uppruna sinn þar er Inam bæði stelpu og strákanafn...Þannig ef ég færi í kynskiptiaðgerð þá þyrfti ég ekki einu sinni að skipta um nafn, heppilegt ef ég væri þá að spá í að fara í þesskonar aðgerð. Pabbi var meirað segja á því að hvort sem ég yrði stelpa eða strákur þá skildi nafnið verða Inam...í höfuðið á ömmu minni (og ég veit ekki betur en hún sé af kvenkyni).
Ég fann mig að lokum og ó hvað ég var glöð þegar ég sá myndina mína en ekki af einhverjum gaur. Leyndarmálið var að leita í display name!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 22:14
Útálandi
Á föstudaginn flyt ég út á land, nánar tiltekið Mosfellsbæ. Þar mun ég dveljast næstu tvær vikurnar að passa hús, tvo hunda og tvo ketti meðan eigendurnir sóla sig á Sikiley. Eins og margir vita get ég verið dáldið myrkfælin en ég er svo heppin að þetta eru tveir stórir hundar sem munu passa bæði mig og húsið.
Ekki hika við að hringja ef ykkur langar að kíkja út fyrir bæjarsteinana og fá gæða kaffi og góða sögu eða vantar félagsskap yfir einhverri spólu. Ég ábyrgist að bíltúrinn er þess verður og fallegur ef litið er á hann réttum augum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 12:36
Cravings
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 13:40
Djös bull
Ég hata af einskærri ástríðu fjöldapóst sem ber heitið: "Þetta virkar, mjög creepy". Og svo þegar maður er búin að asnast til að svara öllu fjandans draslinu þá endar það á: "Ef þú sendir þetta ekki á 150 manns þá a) Verðuru óheppin næstu 9 vikurnar
b) Rætist ekki óskin sem þú óskaðir þér í upphafi
c) Þú verður einhleyp og óhamingjusöm næstu 7 árin.
Hver sendir svona? Mér finnst það bara kvikindisháttur að senda mér svona, þar sem ég á það til að vera dáldið hjátrúarfull. Og þar sem ég sendi ekki svona þá er ég alltaf með hjartað í buxunum um að ég eigi eftir að verða óheppin næstu 9 vikurnar! Gleymi því reyndar alltaf tveimur mínútum seinna en þessar þrjár mínútur sem það endist eru afar óþægilegar!
Ég mæli því eindregið með því að senda mér ekki svona fjöldapóst með vúdúpælingum. Þetta skemmtir mér ekki hið minnsta!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2007 | 12:32
Meira af rigningu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2007 | 18:05
Sumarið er komið
Maí er bara sjónhverfingar. Í júní birtist sumarið í þeirri mynd sem það er; rigning og rok. Ég er mjög ánægð með að vera ekki unglingur í unglingavinnunni og þurfa að klæða mig, fúl og þreytt á morgnana í pollagalla sem vekur engan áhuga hjá hinu kyninu. Ég gleymi því ekki hvað þetta var frústrerandi; maskarinn lak niður á kinnar, hárið klesstist við ennið og svo skalf maður eins og hrísla þar sem það var fáránlega púkó að vera í pollajakka; peysa og trefill með víðum pollabuxum...það var það næsta við að vera kúl.
Ég var að vinna í unglingavinnunni síðasta sumar sem var sérstaklega vætusamt og tímarnir hafa lítið breyst. Þarna sátu þau skjálfandi af kulda með enga hanska og í peysu með trefil. Stelpurnar kvörtuðu eins og þær ættu lífið að leysa og strákarnir voru að skylmast með hrífunum (þess vegna skulfu þeir ekki eins mikið). Ég aftur á móti, töluvert eldri og miklu vitrari, stóð með hendur á mjöðmum í vatnsheldum lúffum, neonappelsínugulum regngalla, ullarpeysu innanundir með forláta húfu og skipaði (röflaði) þeim fyrir. En ó hvað ég er fegin að geta labbað um dýraspítalan í crocksinniskóm og bol meðan það er slagveður úti. Eina sem hrjáir mig er samviskubitið að nenna ekki að hundskast með hundana í göngutúr.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.5.2007 | 21:33
Allir feminístar þarna úti
Þetta er eitthvað sem þið gætuð skemmt ykkur yfir!
Þar kemur skýringin á að ég segi svo oft hluti sem ég hefði betur látið ósagt!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)