Færsluflokkur: Bloggar
30.5.2007 | 23:49
Matarboð
Ég ætlaði að halda matarboð/grillveislu og nú er ég að renna á rassinn með það. Í fyrsta lagi þá er ég alls ekki góð í matargerð, í öðru lagi þá fæ ég svo mikinn valkvíða að fletta gegnum kokkabækur að þegar ég er komin á fimmtu blaðsíðu þá er ég alveg komin í klessu og í þriðja lagi þá er ég svo hrædd um að fólki finnist maturinn ekki góður og það myndi ég aldrei höndla án tára. Þar sem ég er ekki góð í matargerð þá vil ég sem minnst taka þátt í henni, ef fyrri tilraunir mínar til matargerðar hefðu heppnast og ég ekki verið í hálfgerðu tremma yfir útkomunni þá væri ég ekki svona stressuð yfir þessu. Og jafnvel þó ég fengi einhvern annan til elda meðan ég sötraði rauðvínið þá myndi ég samt lenda í vandræðum með að velja hvað ætti að vera á boðstólnum.
Ég veit ekki afhverju ég er með svona valkvíða. Ég er ár og öld að velja vídeospólu og enda oft á því að labba út með enga spólu því ég gat ekki með neinu móti valið hvað ég ætti að taka, ef ég fer svöng í búð þá enda ég á að kaupa banana og hnetur eða döðlur því það er svo fáránlega mikið úrval að ég fer alveg í kleinu (fyrir utan það hvað mér finnst hryllingsleiðinlegt í matvörubúðum) og oft get ég með engu móti valið hvort ég eigi að fara að synda eða hlaupa! Ótrúlegt en satt þá virðist þessi valkvíði samt ekki vera til staðar í skókaupum...ég held það sé vegna þess að skórnir tala oft til mín og þannig þarf ég ekki að velja.
En það er alveg á hreinu að ef ég er búin að ákveða að mig langar í eitthvað þá á ég það til að beita öllum brögðum til að eignast/nálgast það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2007 | 22:40
Dýraspítalinn
Ég er búin að vera vinna á Dýraspítalanum núna í dágóðan tíma og í hverru viku fæ ég að upplifa og sjá eitthvað nýtt. Þetta er magnað.
Svo er nánast ekki til klígjukennd í mér lengur. Reyndar finnst mér fyrir neðan allar hellur að prumpa í líkamsrækt. Þá fæ ég æluna í hálsinn....hvað er að fólki sem lætur gammin geisa með rassinum innanum fullt af fólki í sal sem er mettaður af svita. Þetta fer bara ekki saman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2007 | 11:25
Styttist í útrás!
Ég finn bara hvernig fiðrildið í maganum á mér stækkar með hverri vikunni sem líður. Það styttist og styttist í að ég fari út. Og þetta fiðrildi blakar vængjunum þannig að mig kitlar í magann. Og það á bara eftir að stækka.
Skipulagsfríkin er að brjótast fram og ég er svo nálum yfir að ná ekki að skipuleggja mig eins og ég vildi gera!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2007 | 11:55
Ungfrú Ísland
Þetta er nú meiri keppni, svei mér þá! Þær voru allar furðulegar litinn og ég hef grun um að það hafi ekki verið lýsingunni að kenna, frekar spreytaninu sem þeir sofnuðu í! Bikiníatriðið var líka alger disaster, ég skil ekki að spígspora um á bikiní og labba á tánum....afhverju eru þær ekki bara frekar í háum hælum! Það er miklu eðlilegra en að labba á tánum og labba þar með eins og hæna. Svo endaði atriðið líka hrikalega; ein stór bikiníorgía á gólfinu...mjög furðulegt.
Mér finnst að það ætti að slá Herra Ísland og Ungfrú Ísland saman. Það væri hin mesta skemmtun og jafnvel væri hægt að selja það á DVD. Það virðist vera eins og skipuleggjendur keppninar leggja sig í lima við að gera keppendur eins kjánalega og hægt er. Og þar sem þær/þeir vilja helst af öllu fá fína kórónu og sprota þá taka þau þátt í sundatriði með sundhettur frá speedo, spranga um léttklætt á tánum og gera ýmislegt sem maður myndi aldrei láta sér detta í hug að gera. Verst að það vinnur bara einn og sá hinn sami fær verðlaun sem snúast öll um útlit. Eins gott að sigurvegarinn fái ekki skyndilega slæmt kast af ljótu! Hvað þá?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.5.2007 | 21:40
Nöturleg staðreynd
Ég kann ekki að elda, ég hef ekki áhuga á að læra það og þegar ég reyni það þá leiðist mér það. Hvað get ég gert í því....ég er að fara flytja til útlandsins og þar verður enginn sem nennir að elda fyrir mig. Eldamennska tekur allt of langan tíma og ég hef ekki þolinmæði í að bíða eftir að einhver laukur brúnist eða hrísgrjónin verði mjúk. Svo hef ég ekkert hugmyndaflug í matargerð. Ég er með mæliáráttu, þannig ég verð að hafa nákvæma uppskrift og öll tiltæk mælitæki. Ef það stendur dass af salti eða eitthvað þá fer ég alveg í kerfi og veit ekki hvernig ég á að snúa mér í málunum. Þá er auðveldara að baka, þar stendur nákvæmlega hvað sé mikið af hverju og nákvæm hráefniröð!
Bróður mínum finnst frábært að elda. Hann sullar einhverju saman í wokpönnu og úr verður dýrindismáltíð. Skil ekki hvernig það gengur fyrir sig....þannig ég er ekkert að velta mér uppúr því, fæ mér bara bita eftir bita og nýt bragðsins!
Ég er miklu betri í að njóta en að skapa, það er hin nöturlega staðreynd!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.5.2007 | 13:00
Í framtíðinni
mun ég eingöngu vera með stút á vör þegar teknar verða af mér myndir! Þetta virðist vera í tísku að setja kyssustút á varirnar og god only knows að ég læt það ekki framhjá mér fara!
kys og knus
inam
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007 | 22:59
Frí í miðri viku
Ég veit að flest ykkar elska þá....taka frí á föstudeginum og eigið langa helgi eða njóta þess að eiga einn aukadag í frí í vikunni. Persónulega þoli ég þá ekki, skemma algerlega rútínuna fyrir mér. Ef hann kæmi á föstudegi eða mánudegi væri það í lagi en í miðri viku...neineinei! Yfirleitt bíð ég bara eftir að þeir klárist, reyni að finna mér einhver verkefni yfir daginn tilþess að hann sé fljótari að líða. Sunnudagar eru til að hanga, ekki fimmtudagar, föstudagar og laugardagar eru tilvaldir til að fá sér guðaveigar með vinum, ekki miðvikudagskvöld.
Kannski er ég bara eins og lítill krakka sem þarf að hafa rútínu sem er helst eins alla daga. Helst allt að vera planað fyrirfram annars fer kerfið í rúst. Venjulega vinn ég níu tíma á fimmtudögum, svo alltí einu á ég bara ekki að mæta í vinnuna og hvað í ósköpunum á ég þá að eyða þessum níu tímum í?
Í ljósi þess að ég fer ekkert út í kvöld sökum bílleysis og almennrar þreytu þá þykir mér vænlegast að fara í ræktina á morgunn, sund ef það er opið og smá sólarglæta, útað labba með hundana og svo hestbak. Þá ætti að ég að ná að dekka daginn og gott það. Sofna svo þreytt og glöð til að takast á við rútínuna mína sem skerðist ekki næstu vikurnar.
Það er svo gott hafa rútínur og hlutina eins og maður vill hafa þá!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 19:42
Hreinræktuð leti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 20:11
Sorrý kids
Ég get því miður ekki verið þekkt fyrir að vera copycat....
Sigmar er með kaldhæðnustu mönnum sem sögur fara af! Hann ætti að skrifa eins skemmtilegt blogg eins og hann lýsir júróvisjon!
Annars ætla ég að leggja sérstaklega vel við hlustir þegar ungverska lagið kemur! Sjá hvort ég skil eitthvað; ef lagið samanstendur af bless, góðan daginn, já og nei þá eru miklar líkur að ég geti sungið með!
Mig langar að læra tangó eða salsa eða bæði! Ef einhver gríðarmyndarlegur maður les þessa færslu þá er viðkomandi velkomið að bjóðast til að kenna mér! Ég vil samt ekki dansa við norska júróvisjonlagið kannski frekar Gypsi Kings.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)