Færsluflokkur: Bloggar

spenna

Þið bíðið eflaust spennt eftir Ellý færslunni! Spurning um að hafa hana meira krassandi....eða á maður ekki að skrifa á dónó þar sem allir geta lesið?

hugarfóstur

rachel ray var í imbanum þegar ég var í WC áðan og þar sem þoli ekki þessa algerlega snælduóðu ofvirku konu þá horfði ég bara á sundlaugina og lét hugann reika. Þetta er eitt sem ég lenti á: Spáið í því hvað það væri óborganlegt ef maður væri að alveg að hjóla frá sér vitið og svo allt í einu væri pikkað í öxlina á manni og fyrir aftan stæði djúsdaman: "Þetta er gulrótarsafi frá herramanninum á hlaupabrettinu ská fyrir aftan þig". Vá hvað það væri fáránlega fyndið..... 

Augljóslega er ég ennþá high frá því á laugardagskvöldið!

Annars fór ég á hestinn sem datt með mig og sjiiiii ég var svo stressuð! Ég hef sjaldan verið svona stíf á baki og skoppaði nærri því af. Ég datt þó allavega ekki á fésið en aftur á móti held ég að það sé ráð að setja hestinn í pásu! Hann hefur hlotið nafnið Hnjótarinn eða Dettarinn þar sem hann dregur fæturnar á eftir sér eins og krakki í of stórum stígvélum!

Ég var að lyfta í ræktinni í dag....ég fékk smjörþefinn af því hvernig er að líða eins og megamassa! Var alltaf að þyngja og varð fyrir vikið alltaf rauðari og rauðari í framan. Hef grun um að ég fái harðsperrur á morgunn.....kannski glittir meirað segja í six pack! Það væri þá saga til næsta bæjar!

Næsta blogg verður í anda Ellýar, svona fantasíblogg! 


What comes around goes around!

Það er víst þannig að allri geta lesið bloggið manns! Meira segja þeir sem maður skrifar um....undir rós. Eins gott að fara ekkert að skíta yfir einhvern nema einhverjar stórstjörnur í hinni mögnuðu Hollívúdd!

Alveg finnst mér frábært að það séu tveir júróvisjonþættir. Það er einn núna og þeir eru að segja okkur að Finnland sé land þungarokksins og svo sýna þeir myndir af einhverjum afar ómyndarlegum mönnum sem gætu allt eins verið skeggjaðar konur; með sítt hár greitt í píku! 

Brósi niðurhalaði Mika fyrir mig! Það argandi hressandi lollypopp rokk og ég get ek84_Mika_L310107ki annað en hrist axlirnar og sungið með þegar ég með það stillt í hæsta í World Class. Gott ef Arnar Grant hafi ekki tekið sporið þegar ég var að raula Grace Kelly! Svo er hann líka svo myndarlegur (þá er ég að tala um Mika...ekki svo að segja að Arnar Grant sé það ekki). Enda ekki við öðru að búast....hálfur Líbani eins og ég. Sú blanda klikkar ekki!


Egóbúst

Í gærkvöldi fékk ég eitt mesta egóbúst sem ég hef fengið lengi. Þannig var það að Anna bauð okkur vinkonunum í mat ásamt mönnunum þeirra. Hún kokkaði dýrindis máltíð handa okkur sem var skolað niður með dýrindis veigum. 

Ferðinni var haldið á B5 sem er svona bar/bistro og virkilega smart staður. Við styrktum staðinn eins vant er og spjölluð eins og gert er. Í miðju samtali kemur bardaman að mér, réttir mér vínglas og segir: "Þetta er frá herramönnunum við barinn". Ég vissi ekki hvernig ég átti að vera, ég var svooo upp með mér og mér fannst þetta svo frábært. Skal alveg viðurkenna að ég var alveg búin að taka eftir þessum manni og búin að vera gjóta á hann augunum enda fáránlega myndarlegur maður þar á ferð.  Eins og sannri dömu sæmir fór ég að sjálfsögðu að þakka fyrir mig....og eins og sönnum fávita sæmir þá tók ég ekki niður nafn og númer. Ég var svo hugfangin af þessum fullkomleika að ég gleymdi að nota þær fáu sellur sem ekki voru búnar að fá sér hvítvín og fá nánari upplýsingar um herramannin. Og trúið mér ég er búin að vera að berja hausnum við stein í allan dag, sillysillysilly girl! 

Ég held samt í vonina að finna mr. Handsome! Ég kalla hann bara það þangað til ég finn hann aftur.


what the....

Ég er ekki fordómafull en þetta finnst mér dáldið weird! Og kærastinn er klárlega krípí!

ástarmál

Það virðist vera að þegar ég á eitt þá vil ég annað, sérstaklega á þetta við í ástarmálum. Ég get nú ekki státað mig á löngum samböndum gegnum tíðina, þvert á móti hafa þau öll verið frekar stutt. Ástæðan held ég að liggi algerlega hjá mér....ég er óþolinmóð og á erfitt með að tileinka frítíma mínum einhverjum öðrum en mér. Í upphafi finnst mér það frábært en eftir nokkrar vikur fer mér að leiðast þófið... vil frekar eyða tímanum með vinkonum, uppí hesthúsi, ræktinni og áður en ég veit af er ég orðin svo upptekin að ég hef hreinlega ekki tíma í að vera í sambandi. Hvernig stendur á því að ég verð alltí einu svona upptekin? Hef grun um að það sé áhugaleysi, ef ég hefði áhuga myndi ég væntanlega finna mér tíma, ekki satt? Ég man eftir einu sambandi sem entist lengur (þá erum við að tala um 6+ mánuði). Ástæðan: Við rifumst eins og hundur og köttur og sættumst inná milli. Ég gat ekki annað en haft hugann við verkið og ég fann allan þann tíma sem ég gat fundið til að vera með manneskjunni, hugsanlega því ég var svo hrædd um að missa hann eftir ósætti.  

Oftast tekur það mig dag til tvo að jafna mig eftir breik upp. Enda eru samböndin ekki það löng að ég þurfi að gráta þau alltof lengi. Ég var reyndar aðeins lengur að jafna mig eftir fyrrgreint samband en það var augljóst öllum (og þá sérstaklega mér) að það var best fyrir báða aðila og áður en ég vissi af var ég farin að gjóa augunum á aðra fiska. 

Þegar ég er svo single þá langar mig agalega til að vera í sambandi. Þó verð ég að viðurkenna að singlelífið er alls ekki svo slæmt. Ég get gert hvað sem mig langar til, no strings attacked. Engin tilkynningaskilda, engin óvænt matarboð, engin leiðindafýla/rifrildi um gjörsamlega tilgangslausa hluti. Bara ég um mig frá mér til mín.  Það er samt alltaf gaman að vita af einhverjum sem dáir mann frá toppi til táar....þessa stundina eru það hundarnir mínir. Ég þarf ekki annað en að gefa þeim að éta og fara út að labba með þær og voila; skilyrðislaus ást! Ég læt mér það nægja þar til hún birtist í mannsmynd!


Sundlaug að morgni

Í ljósi þess að ég var ekki að vinna í morgunn og sofnaði fyrir allar aldir í gær þá ákvað ég að skella mér í sund snemma morguns. Ég vissi svosem að það yrði fullt af eldriborgurum fljótandi um í lauginni en ég vildi ekki vera með fordóma og láta það stoppa mig. Að sjálfsögðu þurfti ég að skipta um braut svona tíu sinnum vegna floteiginlega þeirra eldri en náði að synda minn kílómeter án þess að verða sjálf að eldriborgari. Það sem vakti hjá mér pirru var það að gamla fólkið hafi flutt pottaumræðu sína úr pottinum yfir í laugina, þannig myndaðist svona grúppa af eldra fólki við bakkan og ég var alveg í stökustu vandræðum hvar ég átti að snúa. Mér yfirheyrðist hvað laugardagsmálefnið var: Kastljósið í gær! Ein kona sagði "Jónína Bjartmarz og hennar hyski eru ekkert nema svikarar" þá sagði önnur kona " Ja, það ætti bara að reka þennan dreng...hann er bölvaður dóni".  

Léleg hugmynd að færa pottaumræðurnar í laugina, ef þau hefðu veri að synda og einhverjir krakkar væru að sullast þá hefðu þau látið í sér heyra. Ég ákvað samt ekkert að æsa mig, skáskaut mér bara á milli baujanna (ómar sagði að gamla fólkið væri eins og baujur sem maður gæti hvílt sig á).

Svo hljóp ég meðfram gluggunum á WC í bikiníu einu saman og fannst ég agalega berskjölduð. Weird að setja þetta þannig upp að maður þurfi að hlaupa svona langt! 


de la rækt

Mér finnst ég fáránlega dugleg í ræktinni! Fer amk þrisvar í viku og ef ekki þá fæ ég svo mikið samviskubit að ég labba daglega göngutúrinn með hundana helmingi hraðar og sveifla höndunum með helmingi meira afli. Nema hvað í gær þá mætti ég líkamsrækt um kvöldið og þar var stelpan með dreddana (hún er mjög oft þarna), það er nú ekki frásögu færandi eeeen hún var þar líka í morgunn! Ég ÞURFTI að fara í morgunn því ég er svo bissí að fara á kaffihús, hestbak, æfa mig í ungversku og allskonar.  Í kjölfarið  fór ég að spá í hvort hún fari kannski tvisvar á dag....á morgnana og á kvöldin! Ég verð að komast að þessu og það er aðeins ein leið til þess að komast að því.....ég er nefnilega komin í keppni við hana núna (sem hún veit ekkert af). Og ef hún er að fara tvisvar á dag þá er ég algerlega búin að tapa. Ég veit samt ekki hvort ég hafi orku eða þrek í að fara tvisvar en ég hef ráð undir hverju rifi; ég verð þá bara aðeins lengur í einu og geri allt miklu hraðara!

Ég er alltaf of eða van....þið kannist nú eflaust við það!


Sumarið

Með hækkandi sól eykst löngunin í bjór! Er það ekki fullkomlega eðlilegt?

hví að blekkja mig sjálfa!

Mér þykir ekki gamana ð stjórnmálum, það er sama hvað fólk segir að ég eigi að taka þátt í stjórnmálaumræðu. Þetta er algerlega ekki my cup of tea! Núna er fullt af einhverju fólki að ræða hin og þessi mál og það er alveg magnað að ekkert af þeim er sammála, þau tala bara öll rosalega hátt og reyna að grípa frammí hvort fyrir öðru. Ég reyndi að einbeita mér að umræðunni en greip mig alltaf við að flétta hárið á hundinum og bear i mind ég á loðna hunda. Ég bara get ekki, get ekki skilið hvernig fólk nennir að hækka róminn í gríð og erg og vera með skoðanir á ÖLLU og þá meinum við gjörsamlega öllu; allt frá skólagjöldum að klámráðstefnu. 

Og það að vera með svakalegan áhuga á stjórnmálum og geta ekkert gert annað en að æpa á imban því xB er með ömurlegar áherslur, það hlýtur að vera lýjandi. Ég get ekki einu sinni hlustað á stefnumál flokkana....ég dett bara út, allt í einu er ég farin að spá í hvort ég hafi sett gulu buxurnar með þeim rauðu. Þið veltið ykkur eflaust uppúr því hvernig ég viti þá hvern ég eigi að kjósa....ekki gera það, þ.e. velta ykkur uppúr því! 

Sjónvarpið heldur áfram að valda mér leiðindum frekar en afþreyingarefni meðan mamma og ómar velta því fyrir sér hvort þessi flokkur sé betri en hin...zzzzzzzzzzzzzzzz 

Updated: 21:35

Ég veit að ég á að láta þetta mig varða því þetta er fólkið sem tekur ákvarðanir sem hafa áhrif á landann! En truly, honestly.....ég get það ekki!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband