Færsluflokkur: Bloggar

ííha!

fjúff hvað Melrose Place eru miklir eðalþættir! Gott ef kvefið mitt hafi ekki hlaupið í burtu af ótta við að smitast af ólæknandi Melrosedramatík!

ansans

ég er með kvef og eini félagsskapurinn sem ég er með er pakki af kleenex og nezeril! 

Veðurfréttakonan er að segja að það sé að fara vera rigning, heppin ég að eiga eins flott stígvél og ég á. Gabríela konan hans pabba gaf mér þau því yngri bróðir minn er með óeðlilegan fótavöxt og þau eru glæsileg, hermannagræn með brúnum botn. Gott ef ég sá ekki Kate Moss í solleiðis!

Off til að ræða frakklandskosningar við kleenexpakkan! 


ný uppgötvun

VEGAMÓT. Það er bara hin fínasti staður að fara að dansa á og fá sér augnkonfekt. Það er allt morandi í fallegu fólki inni á vegamótum, bæði strákar og stelpur. Reyndar tek ég frekar eftir strákunum og deeem hvað þeir eru sætir. En í ljósi þess hvað eru svo mikið af fáránlega sætum stelpum þarna inn þá verður maður að láta sér það gott lynda að skoða því sætu stelpurnar eru með allar tiltækar tiktúrur að næla sér í stykki; pout a munninum (svona eins og viktoría beckham), flegnir bolir niðrá maga og push up bra undir, slétt hár og varalit! Ég gæti kannski lært á þeim.....og þar með nælt mér í einn glæstan.

Karlmannsleysið er virkilega farið að hafa á áhrif á skrif mín.


ætli ég.....

fái áhuga á börnum ef ég verð ólétt? Ég hef aldrei verð mikil barnakona; í gamla daga reyndi ég eins og allar mínar vinkonur að passa börn til að ná í aukapening en endaði eiginlega alltaf á því að vera rekin. Ég á rosalega erfitt með að hlusta á barnavæl eða krakka að leika sér, hvort sem það er úti á götu eða sundi, ég þoli engan veginn kaffihúsasetu þar sem krakkar eru, þrauka í mesta lagi korter! Það er auðséð að ég er ekki með þetta móðurgen í mér; ég fæ panikkattakk þegar mæður rétta mér börnin sín og vilja að ég haldi á því og ég skil ekki þessa áráttu að halda að allir vilja halda á barninu. Það er alveg sætt og allt það en mér finnst krakkar bara miklu sætari í fjarlægð...þegar ég þarf að fara að halda á því og gera eitthvað meira en að horfa á það í fjarlægð þá verð ég bara óörugg og reyni að koma króanum aftur í hendur foreldrana.

Nú vill svo skemmtilega til að besta vinkona mín á von á barni. Ég held nú reyndar að hún geri ekkert þær kröfur til mín að ég fái áhuga á börnum, geri mér samt fyllilega grein fyrir spenningnum og jafnvel smá spennt sjálf. Þó verð ég farin af landi brott þegar barnið kemur í bæinn og þá er alveg bókað mál að ég þurfi ekki að hafa áhyggjur af að missa barnið í gólfið....ég get dáðst af í fjarlægð. 

Ástæðan með þessari færslu er sú að Fyrstu skrefin voru í sjónvarpinu. Sá þáttur getur vakið upp svakalegan viðbjóð í mér.....mér þykir lítið gaman að detta inní miðja fæðingu þar sem einhver kona útí bæ orðin fjólublá af rembing reynir að koma út krakka sem er í sama lit. Þetta er bara eitthvað sem pabbin getur tekið á vídeó....óþarfi að sýna allri þjóðina það!


býst fastlega við því

að ég þurfi að leggjast undir hnífinn aftur! Í þetta skiptið ætla ég að láta laga á mér nefið í leiðinni og kannski komast í E skálar! Það þarf allavega þokkalega að fjarlægja þennan "#$%& örvef sem heldur að við séum ótrúlega góðir pallar. Þvílík örvefssjálfsblekking!

Mæli með allar stelpur fari í brjóstahaldaramælingu eða hvað þetta kallast. Can make you feel great....ég komst að því að ég átti að vera í  stærð stærri. Hvort það sé lýtaaðgerðinni að þakka eða minnimáttarkennd, það er annað mál. Samt kannski bömmer að vera í 34C og svo mælir einhver kona þig fram og tilbaka og upplýsir þig um að 34A sé meira þú. Ég persónulega hefði fengið hláturskast hefði ég lent í því...Maður á algerlega að nýta sér svona ókeypis sem er í búðunum. Næst ætla að fara í förðunardeildina í debenhams og láta einhverja konu klína á mig einhverju meiköppi.....reyndar heyrði ég um daginn að það hafi fundist fullt af ecolibakteríum í þessum vörum sem þær eru að nota á fólk, þannig kannski ég geri það ekki!

Helgin framundan! have fun people!

 

 


RÚV

er með ísafjarðarþema....og skjáreinn er með snowcross! Er þetta samkeppni um ömurlegasta sjónvarpsefnið! Ég veit ekki hvort er verra en ég hallast frekar að ísafjarðarþemað hafi vinningin! 

long time no see!

Það er svo gaman að hitta frábært fólk sem maður hefur ekki hitt heillengi (alltof lengi) og ætlað að hitta í lengri tíma og hefur saknað þess. Ég fór að hitta Bryndísi, eina af mínu bestu vinkonum úr Garðabænum, við höfðum ekki hist í fáránlega, skammarlega langan tíma ooog það var svo frábært. Hún er svo sæt og skemmtileg og klár og það var alveg brilljant að loksins hittast aftur og catch up on old times! Samt náðum við ekki að klára að tala um allt sem við þurftum að tala um! En það bíður bara betri tíma, who knows, kannski með bjór, í sól og grillaður fiskur.

Líður að sumardeginum fyrsta og þrmeð hestavorferðinni líka! 


ísland best í heimi!

Eða allavega á Norðurlöndunu í trompfimleikum. Gamla liðið mitt vann Norðulandamótið í dag! Yeah, hversu magnað er það og hversu skítt er að hafa ekki getað verið með! Og það besta er að liðið sem var í öðru sæti var lið undir stjórn fólks sem eru svo mikil nitvit....gotta love it! Ætla að fá mér hvítvín í tilefni af sigrinum, reyndar frekar með Bryndísi.....ég hef sko ekki hitt hana í way too langan tíma! kominn tími á að ranka úr rotinu og rifja upp good ol times!

"jiii

ætlar þetta mar aldrei að hverfa" fékk ég um daginn. Ég spurði komandi from da mountains, hvaða mar manneskjan væri að tala um. Jú, þá var hún að tala um marið milli augnanna á mér, ég horfði nú á hana heldur sposk á svip og var svona að spá í hvort manneskjan væri með svona óðgeðslega ömurlegan húmor og benti henni penlega á að þetta væri sko ekki mar heldur ör. Þá var þetta ekkert brandari, hún hélt hreinlega að þetta væri mar. Svo lenti í því sama þar sem örið var misskilið sem mar. 

Og ef fólk heldur að þetta sé mar þá langar mig dáldið að vita hvernig fólk heldur að ég hafi fengið þetta mar; kýld, dottið af hjóli, labbað á. Ég veit ekki, ég veit heldur ekki hvort það sé betra að fólk haldi að þetta sé mar.....held samt ekki, því efþað svo hittir mig nokkru seinna þá fæ ég pottþétt spurningu hvort þetta sé "ðe never ending mar".

Allavega til að gera það sem flestum ljóst þá er þetta sumsé ör þar sem nefið á mér flettist opið eins og bók. Og þá kemur svona glæsilegt ör og hreinræktað arabanef. Eftirlíkingar ófáanlegar.

Ps. ég sá stelpu í gær í Laugum sem var að fara á hlaupabrettið og hún var með slegið hár og með meik og ilmvatn. Það fannst mér fyndið....hún hlýtur að þurfa að passa sig extra að svitna ekkert. Svo kom hún á stigavélina hliðina á mér og ég var í óða önn að ganga upp 200 tröppuna. Við vorum glæstar hlið við hlið, hún svona appelsínugul og ég svona rauð! við vorum svona eins og epli og appelsína!


með hækkandi sól

verður fólk jafnvel æstara en gengur að ná sér í maka eða sumarfling. Spáið í því ef íslendingar myndu búa þar sem sumarið væru níu mánuðir en ekki þrír. Það væri örugglega greddumóða á himninum!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband