Færsluflokkur: Bloggar
19.1.2007 | 18:02
einkunn???
hvaða stjörnubull er þetta hérna fyrir neðan, þar sem á að gefa einkunn fyrir færsluna! what!
Er að fara að dansa á eftir.....en fyrst ætla ég að fá mér sushi og hvítvín og svo ætlum við að fara að dansa við Booka Shade! Jei, það verður gaman!
Annars mæli ég eindregið með Climbing, um að gera að smakka það!
Hundsið þessa stjörnugjöf algerlega!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2007 | 21:25
einhver mánaðardagur
Búin að taka restina af hestunum inn og nú fer ég að byrja að ríða út! OOO, það verður næs. Líta bara vel út elsku krúttin mín, loðnir og með tonn af faxi og tagli.
Er ennþá hætt að reykja sem er bara sweet og ætlast þar með til að ég verði með fallega húð frameftir aldri. Reyndar var ég að taka þá ákvörðun að hætta að borða súkkulaði á virkum dögum sem verður erfitt í ljósi þess að ég á það til að fá mér súkkulaði í morgunmat (já ég veit, það er hrikalegt). En fyrst ég get hætt að reykja þá get ég hætt að gúffa í mig súkkulaði líka.
Og vegna þess að ég er hætt að reykja þá er búin að verðlauna mig dáldið vel, þannig það er eins gott að ég standi við þetta allt saman. Keypti mér þrenn pör af skóm og þvílík fegurð sem bættist inní skápinn minn! Reyndar þarf ég að fá mér skóhirslu núna því það fer ekki alveg nógu vel um þá alla! Það er svo frábært að eiga fína skó, sé reyndar fram á að þurfa að bæta í fataskápinn minn til að eiga við pörin. En ég geri það seinna.
Er að fara að senda eina af þremur umsóknum í næstu viku! Þannig ég bið alla um að spenna greipar og biðja....eða hreinlega hringja í skólana og múta þeim! Bæði betra
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2007 | 19:44
once again
Mér tókst það aftur....að meiða mig á æfingu! Þetta er alveg stórkostlegt, loksins þegar maður er að komast í stökkform, búin að taka hestana þá koink misstígur maður sig. Þetta er alveg ótrúlegt og það fáránlegasta við þetta allt saman er að ég misstíg mig í einhverju eins kjánalegu eins og læraþreki. Þannig núna þarf ég að taka mér pásu í ljósi þess að ég er með cankels og ég get bara notað annað ístaðið eða hreinlega verið berbakt og þá dett ég af baki og handleggsbrýt mig eða eitthvað þaðan af verra.
Held að janúar og febrúar séu einhverjir óhappamánuðir! Síðasta febrúar þegar hestarnir voru komnir í form og ég líka, fór ég úr olnbogalið og var out í tvo mánuði eða eitthvað. Reyndar er júlí líka óhappamánuður.....og kannski maí, apríl desember og þessi og hinn!
Það versta við þetta allt saman er að ég er að missa af geggjuðu tilboði í shoe studio! Finnst hálf hallærislegt að haltra inní skóbúð og geta ekki mátað á báðum fótum til að sjá hvernig skórnir eru. Kannski ég fari bara í liðbandaaðgerð til að tryggja að ég geti gengið á háum hálum án þess að misstíga mig. Eða kannski ekki.....held ég bíði frekar aðeins og spóki mig um á þeim háu í sumar!
Var að horfa á auglýsingu um Ítalska boltann. Agalega eru þessir fótaboltamenn myndarlegir, það er undantekningum háð ef þeir eru ófríðir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.1.2007 | 23:20
ooooooo, yeah!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.1.2007 | 18:20
jjjíííha
kominn tími að skella sér í kúrekaskóna, á með kúrekahattinn og á bak. Var að taka inn einn hest í gær og hinir tveir koma um næstu helgi. Við vorum að fara í nýtt hesthús og það er svo glæsilegt; 24 hesta með hrikalega kósí stíum og svo er risastór kaffistofa uppi. Oooooo, þetta á eftir að vera svo næs! Góður útreiðartúr og svo kaffi í leðursófanum í fínu kaffistofunni þar sem er meirað segja sjónvarp!
Svo er áramótaheitið mitt að hætta að reykja og mér gengur bara helvíti vel að standa við það!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.1.2007 | 20:09
skiliggi....
þá sem eru svona myndavélaglaðir og eru aldeilis óhræddir við að birta þær hvar sem er. Ég er ein myndavélafeimnasta manneskja sem um getur og skal glöð gefa þeim sem getur náð af mér gorgeus mynd koss á kinn. Reyndar náði hans orri einni agalega fínni mynd af mér en það var hugsanlega því ég var nýbúin að detta á tré og gerði mér ekki grein fyrir myndavélinni.
Skiliggi heldur stelpur sem eru alveg eins og strákar. Ooooooo, ég er algerlega skotin í síða hárinu mínu. Einu sinni var ég með alveg drengjakoll og geri það aldrei aftur nema hausinn á mér verði hertekinn af morðlúsum. Núna er ég með fínt sítt hár sem ég get sett í tagl, hnút, fléttu og allskyns. Svo er svo gaman að klæða sig í puntföt, eins og rauða háa hæla og feel like a million! Hmmmmm...hef grun um að margir hristi hausinn yfir pjattrófustælunum í mér! En það hlaut samt að koma að því.
Mér finnst samt líka gaman að fá mér jagemeister á hestbaki og tóbak í nebbaling þegar það á við sem er bara í hestaferðum um hálendið. Og þá eru pjattrófustælarnir fjarri góðu gamni! Þið ættuð bara að vita það!
Úff, annars leiðist mér alveg svakalega alveg frá toppi til táar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2007 | 13:34
heyr heyr Lampi
Hann er going crazy, Lampi þ.e.a.s.....held að peran sé eitthvað að gefa sig. Hann flautar útí hið óendanlega og stundum er það svo svakalega hátt að maður fær hellu fyrir bæði eyrun, svei mér þá! Hann er alltaf jafn kjút samt, hvort sem hann er pain in the ass eða ekki!
Svo er hundurinn að væla í næstu íbúð. Mjög ósáttur með að vera skilinn eftir og þar sem hann er heyrnalaus á báðum þá gerir hann sér enga grein fyrir hversu hátt hann vælir.
Ætli sé ekki best að ég tékki á fuglinum, sjái hvort hann sé nokkuð að drepast eða eitthvað!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.1.2007 | 13:22
,,,,,,,,,,
Hvað ætli sé að þessu drullusokkum sem réðust á manninn í Garðastræti. Ætli þeir séu eitthvað vanheilir á geði, hafi horft á of marga þætti sem ég kann ekki að nefna, hafi vantað pening eða.....Reyndar held ég að þetta séu plain fífl sem hafa ekkert að annað að gera en að abbast upp á fólk. Fífl í jakkafötum, enda svo sem einhver erkifífl í jakkafötum með skjalatösku fulla af ólöglegum vanabindandi fíkniefnum.
Ég vona að drengurinn nái sér sem lenti í þeim og ég vona líka svo innilega að hann kæri þá alveg fram í rauðan dauðann!
Kannski þessir unglingsfávitar ætti að reykja hass í staðinn fyrir að nota örvandi efni. Það myndi allavega kenna þeim að elska friðinn og strjúka kviðinn (eftir allt munchið).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2007 | 22:36
Gleðilegt nýtt ár
2007....bara þrjú ár í 2010. Úff, þessi ár líða bara eins og ég veit ekki alveg hvað. Ég átti voðalega fínt gamlárskvöld. Borðaði voða góðan mat með mams og brósa meðan einhverjir fávitar í næstum húsum sprengdu mánaðarlaunin sína. Fór svo í glæsilegustu skónum til Sólveigar þar sem við horfðum á skaupið með dönum sem voru ekki alveg að ná húmor liðins ár....svo sem ekki hægt að búast við því, við fengum líka skammt af glæsilegum töfrabrögðum sem Theo (teddi hennar auðar) framkvæmdi við mikinn fögnuð nærstaddra. Að skaupinu loknu (sem var nú bara nokkuð gott verður að segjast) var ferðinni heitið uppá Hallgrímskirkju. Nokkuð ljóst að þar var samansafn af sprengiglöðum Reykvíkingum og ég þurfti að hafa mig alla að fá ekki hræðslukast af öllum sprengingunum og látunum. Eftir sprengibrjálæðið og eftir miðnætti var ferðinni heitið til Írisar þar sem allir voru agalega hressir og mikið sungið og dansað. Fórum svo á Barinn sem var alveg ágætt en hálffurðuleg stemmning. Þar tvístraðist hópurinn og fjögur fræknu löbbuðum lengst í........ og ég á háum hælum og hélt þetta yrði síðasta gönguferðin mín.
Frábært kvöld með frábæru fólki.
Gleðilegt ár people
ps. segi ykkur frá áramótaheitinum mínu aðeins seinna!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 22:39
ef......
ég svara ekki símanum á morgunn þá er það mjög líklega vegna þess að ég er með of miklar harðsperrur til að lyfta honum að eyranu!
Bróðir minn er star trek fan og það er frændi minn líka! Og þar sem ég er sjónvarpssjúklingur þá hef ég setið yfir töluvert af þáttum undanfarið og let me tell you;þetta eru furðulegir þættir og ég skil ekki að geta horft á margar seríur af þessu án þess að missa vitið. En þetta skýrir ef til vill afhverju bæði bróðir minn og frændi eru eins skrítnir og raun ber vitni. Þá er ég nú hrifnari af desperate housewives og ég fæ ekki næsta þátt fyrr en eftir rúmlega viku sem mér finnst agalegt!
Annars eru þetta nýju orðin sem ég hef lært: klingon, Worf, Data sem sýnir augljóslega að ég hef horft á Star trek með öðru auga annars væri ég komin með mun meiri orðaforða sem notaður er á skipinu þeirra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)